Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

Hótanir um hefnd

Hótanir um hefnd

Hér á landi eru þrír bank­ar sem hafa sam­an­lagt hagn­ast um a.m.k. 960 millj­arða frá efna­hags­hrun­inu 2008. Til að setja þessa upp­hæð í sam­hengi þá sam­svar­ar hún því að hvert ein­asta manns­barn í 360.000 manna sam­fé­lagi hafi lagt 2,5 millj­ón­ir til HAGNAÐAR bank­anna.

Of mikil völd

Það er staðreynd að bank­arn­ir stunda í raun sjálf­töku á Íslandi. Þeir hafa tögl­in og hagld­irn­ar gagn­vart öll­um sín­um viðskipta­vin­um og á milli þeirra er eng­in sam­keppni held­ur fákeppni þannig að ef t.d. einn bank­inn hækk­ar vexti, þá gera hinir það líka.

Þess­ari yf­ir­burðastöðu bank­anna ætti að fylgja mik­il sam­fé­lags­leg ábyrgð en svo er því miður ekki. Þeir eru ekki einu sinni til­bún­ir til að greiða banka­skatt upp á 0,376% og það sem verra er; hvorki rík­is­stjórn Íslands né nokk­ur þingmaður, fyr­ir utan Flokk fólks­ins, eru til­bú­in til þess að krefjast þessa lít­il­ræðis af þeim.

Því er haldið fram að ef bank­arn­ir verði látn­ir greiða sex millj­arða í viðbót til sam­fé­lags­ins, sem t.d. væri hægt að nota til að veita þeim sem minnst hafa 350.000 krón­ur skatta- og skerðinga­laust, muni þeir hækka vexti á neyt­end­ur og velta þess­um kostnaði yfir á þá.

At­hugið að einn af þess­um bönk­um var að greiða hlut­höf­um sín­um 88 millj­arða í arð. Banka­skatt­ur upp á sex millj­arða er 7% af þeirri upp­hæð.

Af hverju ætti fyr­ir­tæki sem hagn­ast um tugi millj­arða á hverju ári að þurfa að velta þess­um auka­út­gjöld­um sín­um yfir á viðskipta­vini? Hvernig get­ur fyr­ir­tæki með slík­an hagnað nokk­urn tím­ann rétt­lætt það að hækka álög­ur á viðskipta­vini sína?

Hvernig get­um við, sem þjóð, rík­is­stjórn­in og alþing­is­menn tekið þessu hátta­lagi sem gefn­um hlut án þess að rísa upp og mót­mæla harðlega?

Ef þetta er staðan, þá eru bank­arn­ir orðnir of stór­ir og völd þeirra og áhrif allt of mik­il. Er skyn­sam­legt að selja banka í hend­urn­ar á einkaaðilum þegar við þekkj­um ekki fyr­ir­ætlan­ir þeirra? Litl­ir fjár­fest­ar eru eitt en and­lits­laus­ir fjár­fest­inga­sjóðir annað.

Hótanir um hækkun vaxta

Ég tel aug­ljóst að við verðum að grípa inn í og losa tang­ar­hald bank­anna á þjóðinni. Til þess þurf­um við í fyrsta lagi að þora að rísa upp gegn hót­un­um um hefnd­araðgerðir í formi hækkaðra vaxta. Þar væri hækk­un banka­skatts góð byrj­un.

Síðan þarf að stofna sam­fé­lags­banka sem snýst um að þjóna fólk­inu í stað þess að græða á því. Banka sem set­ur vel­ferð sam­fé­lags­ins fram­ar gróðasjón­ar­miðum og hef­ur það að mark­miði að efla sam­fé­lagið í stað þess að hugsa ekki um neitt annað en að há­marka eig­in hagnað.

Höf­und­ur er formaður Hagmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólks­ins.

Ásta Lóa Þórs­dótt­ir

(Þessi pistill birtist fyrst í Morgunblaðinu 3. janúar, 2022)

 

 


© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum