Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

Hrunið er óuppgert

Hrunið er óuppgert

Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Ásthildur Lóa Þórsdóttir og nýr alþingismaður Flokks fólksins var í viðtali í Morgunblaðinu 31. janúar síðastliðinn. Það er óneitanlega fagnaðarefni að kröftugur málsvari og baráttumanneskja fyrir málstað samtakanna veki athygli fjölmiðla á málefnum sem hafa í raun og veru tekið rúman áratug að komast að í opinberri umræðu. Málefnum sem mætt hefur verið lengi með þöggun og fyrirstöðu gegn þeirri kröfu að raunverulegar afleiðingar efnahagshrunsins verði rannsakaðar. Málstaður Hagsmunasamtaka heimilanna snýst því ekki síst um bætta réttarstöðu lántakenda og óháða hagsmunagæslu en baráttan myndar sprungur i vegginn, eins og viðmælandi orðar það í viðtalinu. 

Vald bankanna er mikið

Meðal þess sem fjallað er um í Morgunblaðsviðtalinu eru þau tíu lagafrumvörp sem þingmaðurinn hefur lagt fram á Alþingi frá því það kom saman í desember.

Frumvörpin varða öll málefni heimilanna í fasteignaviðskiptum og önnur hagsmunamál neytenda á fjármálamarkaði. Það má með sanni segja að baráttumál samtakanna hafi átt á brattann að sækja í þjóðfélaginu og eitt nærtækt dæmi er afnám verðtryggingar lána til neytenda. Vald bankanna er mikið og gagnrýnin umræða á starfsemi þeirra hefur hingað til ekki átt mikið upp á pallborðið. Samtökin spyrja þó hvort það sé, til dæmis eðlilegt að bankarnir hagnist svo mikið sem raun ber vitni í kreppu og heimsfaraldri? Eða er eðlilegt að enn sé ekki búið að rannsaka langvinnar félagslegar afleiðingar gjaldþrotanna og fjármálahrunsins í heild sinni? Samtökin hafa í rúman áratug unnið að úrlausn mála fyrir félagsmenn og aðstoðað eftir bestu getu í málum sem öll eiga það sameiginlegt að eiga rætur sínar í efnahagshruninu. En dropinn holar steininn og eftir langvinna baráttu fyrir opnari umræðu um áhrif fjármálahrunsins á venjulegt fólk er kröftugur málsvari af vettvangi Hagsmunasamtaka heimilanna kominn á Alþingi.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir hefur verið formaður samtakanna frá árinu 2017 og hefur sýnt það að hún gefst ekki upp á því að tala fyrir umbótum og bættum réttindum lántakenda á fjármálamarkaði, líka á Alþingi. Af nægu er að taka. 

Hagsmunasamtök heimilanna

 





© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum