Neytendaréttur
Hagsmunasamtök heimilanna hafa barist fyrir auknum réttindum lántakenda á fjármálamarkaði frá því í janúar 2009. Þrátt fyrir framþróun á réttindum neytenda í viðskiptum á fjármálamarkaði síðasta áratug hafa Íslendingar ekki tileinkað sér evrópskan neytendarétt með fullnægjandi hætti.
Eftir gjaldþrot þriggja einkarekinna banka í október 2008 og við endurreisn bankakerfis brást íslenskt réttarkerfi heimilunum. Enginn lærdómur hefur verið dreginn af þessu í íslensku samfélagi. Þrátt fyrir margvíslegar umbætur á löggjöf á þessu sviði sem megi rekja beint til EES-samningsins, hefur þeim lögum og reglum ekki verið fylgt í réttarframkvæmd. Því miður hefur réttur neytenda því verið hafður að engu í næstum öllum tilfellum sem á hann hefur reynt.
Frá fjármálahruninu árið 2008 og í kjölfar þess hefur ítrekað reynt á þessa löggjöf fyrir dómstólum. Réttindi neytenda samkvæmt lögum um neytendalán hafa aðeins náð fram að ganga í einu tilfelli. Á hinn bóginn skipta þau dæmi hundruðum þar sem dómstólar virðast hreinlega hafa litið fram hjá lögum um neytendalán og sérreglum um neytendasamninga.
Dæmi um að lög um neytendalán hafi reynst haldlaus fyrir dómstólum:
(Tekið skal fram að hér er ekki um tæmandi talningu að ræða.)
-
Hrd. 471/2010 (vextir lána með ólögmætri gengistryggingu)
-
Hrd. 604/2010 (vextir lána með ólögmætri gengistryggingu)
-
Hrd. 660/2010 (gengistryggð lán - neitað um ráðgefandi álit)
-
Hrd. 62/2011 (gengistryggð lán - neitað um ráðgefandi álit)
-
Hrd. 636/2012 (gengistryggð lán - lögbannskröfu hafnað)
-
Hrd. 327/2013 (gengistryggð lán - neitað um ráðgefandi álit)
-
Hrd. 328/2013 (gengistryggð lán - neitað um ráðgefandi álit)
-
Hrd. 519/2013 (gengistryggð lán - lögbannskröfu hafnað)
-
Hrd. 751/2013 (gengistryggð lán - “prófmál”, var fellt niður)
-
Hrd. 805/2013 (vanræksla á upplýsingaskyldu um lánskostnað)
-
Hrd. 812/2013 (upplýsingaskylda - neitað um ráðgefandi álit)
-
Hrd. 170/2014 (vextir lána með ólögmætri gengistryggingu)
-
Hrd. 202/2014 (vextir lána með ólögmætri gengistryggingu)
-
Hrd. 349/2014 (vanræksla á skriflegri samningsgerð og upplýsingaskyldu)
-
Hrd. 533/2014 (vanræksla á skriflegri samningsgerð og upplýsingaskyldu)
-
Hrd. 160/2015 (vanræksla á upplýsingaskyldu um lánskostnað - verðbætur)
-
Hrd. 243/2015 (vanræksla á upplýsingaskyldu um lánskostnað - verðbætur)
-
Hrd. 598/2015 (vanræksla á skriflegri samningsgerð og upplýsingaskyldu)
-
Hrd. 384/2016 (vanræksla á upplýsingaskyldu um lánskostnað - verðbætur)
-
Hrd. 81/2017 (vanræksla á skriflegri samningsgerð og upplýsingaskyldu)
-
Hrd. 597/2017 (vanræksla á upplýsingaskyldu um lánskostnað)
-
Hrd. 623/2017 (kostnaður lána með ólögmætri gengistryggingu)
-
Hrd. 636/2017 (kostnaður lána með ólögmætri gengistryggingu)
-
Hrd. 844/2017 (vanræksla á skriflegri samningsgerð og upplýsingaskyldu)
-
Lrd. 203/2018 (vanræksla á upplýsingaskyldu um lánskostnað)
-
Sbr. Ákvörðun Hæstaréttar Íslands 2019-81
Tilvik þar sem lög um neytendalán hafa komið neytendum að gagni:
Hrd. 623/2016 (skortur á forsendum breytilegra vaxta í samningi)
EES-reglur um neytendalán hafa því reynst haldlausar fyrir íslensk heimili síðasta áratuginn. Áhrif þessa hafa í mörgum tilfellum verið geigvænlegar fyrir þær fjölskyldur sem ella hefðu jafnvel ekki þurft að missa heimili sín í kjölfar hrunsins.
Samkvæmt framangreindu telja samtökin ljóst að EES-reglur um neytendalán feli í sér mikla og góða kosti fyrir íslenska neytendur. Á hinn bóginn er ljóst að á meðan íslenskir dómstólar hafa þær reglur að engu, skiptir innleiðing þeirra litlu fyrir íslenska neytendur. Hvað þetta varðar er úrbóta þörf.