Neytendavernd á Íslandi

Fjölmargar stofnanir á Íslandi sinna eftirlitshlutverki fyrir almenning með einum eða öðrum hætti, en færri stofnanir sinna eftirlitshlutverki sem er skýrt skilgreint sem neytendavernd. Í þessu yfirliti yfir stöðu neytendaverndar í íslenskri stjórnsýslu er ráðuneyti neytendamála kynnt ásamt helstu stofnunum og kæruleiðum fyrir neytendur. Yfirlitið er fjarri því að vera tæmandi enda koma neytendamál víða við sögu með óbeinum hætti, en þessi samantekt gefur neytenda yfirsýn yfir stöðu mála. Hagsmunasamtök heimilanna skilgreina neytandann með hliðsjón af heimilinu. Neytandi er sá sem á í viðskiptum í daglegu lífi með tilliti til sinnar framfærslu, grundvallarþátta daglegs lífs og sem þátttakandi í samfélagi.

Neytendamál hafa ekki verið ofarlega á baugi í íslenskum stjórnmálum og málaflokkurinn er því í raun hornreka innan þess ráðuneytis sem hefur umsjón með neytendaverndarmálum á Íslandi. Neytendavernd skortir heildstæða stefnu og er að takmörkuðu leyti sinnt sem málaflokki þvert á stjórnsýsluna, þegar fátt er mikilvægara í markaðsvæddu hagkerfi. Það er því mat Hagsmunasamtaka heimilanna að málaflokkinn þurfi að efla svo um munar. Því um er að ræða víðfeðman málaflokk sem fjallar ekki eingöngu um viðskipti með vöru heldur einnig þjónustu, eins og viðskipti heimilanna við fjármálastofnanir sem er einn stærsti kostnaðarliður heimilanna

Neytendavernd fyrir íslensk heimili þarf að vera öflugt vogarafl í markaðsdrifnu hagkerfi, þar sem stofnunum er gert kleift að standa vörð um heildarhagsmuni neytenda og félagasamtök eru öflugur málsvari um kjör og grundvallarréttindi.

  

Ráðuneyti neytendamála

Ráðherra ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunar fer með neytendamál. Hlutverk ráðuneytisins er meðal annars innleiðing tilskipana úr evrópskum neytendarétti í íslensk lög vegna aðildar Íslands að EES samningnum. Mikilvæg vinna á sér stað í starfshópum og nefndum allra ráðuneyta um neytendamál og fjárhagslega hagsmuni heimilanna, meðal annars vegna ályktana Alþingis og nýrra laga af Alþingi. Það á ekki síst við um Fjármála- og efnahagsráðuneytið. Í því ráðuneyti hefur verið verið lítil sem engin hefð fyrir því að að tryggja samráð við fulltrúa neytenda eða hagsmunaaðila heimilanna. Þrátt fyrir að jafnræðisregla stjórnsýslulaga kveði skýrt á um samráð ólíkra óhópa í mikilvægum málaflokkum. Fulltrúar atvinnulífs og samtaka fjármálafyrirtækja hafa þó haft greiðan aðganga að samráði í nefndum og starfshópum ráðuneytisins. Þessu þarf að breyta.

Stjórn HH fylgist grannt með verkefnum innan stjórnsýslunnar og veitir Alþingi umsagnir um mikilvæg mál ásamt því að óska eftir samráði við þá starfshópa innan ráðuneyta sem sinna þeim málefnum sem Hagsmunasamtök heimilanna setja á oddinn. Sérstakri athygli er beint að nýrri lagasetningu, stefnumótum ráðuneyta og frumvörpum þingflokka eða alþingismanna, er varða fjárhag og réttindi heimilanna.  

Ítarupplýsingar og tenglar:

Vefsíða ráðuneytisins hjá stjórnarráði: https://www.stjornarradid.is/raduneyti/atvinnuvega-og-nyskopunarraduneytid/

Almennar upplýsingar um neytendamál á vef stjórnarráðsins: https://www.stjornarradid.is/verkefni/neytendamal/

Skýrsla ráðherra um neytendamál: Skýrsla um stöðu neytendamála á Íslandi

Eftirlitsstofnanir

Eftirlitsstofnanir eru þær stofnanir innan stjórnsýslunnar sem hafa eftirlit með lögum og reglum um neytendavernd eins og heiti þeirri ber með sér. Neytendastofa er helsta stofnunin í neytendavernd á Íslandi en Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með starfsemi fjármálafyrirtækja og er kynnt hér sérstaklega með tilliti til þess að um sérsvið Hagsmunataka heimilanna er að ræða á sviði neytendaverndar.

 

Neytendastofa er helsta eftirlitsstofnunin á sviði neytendamála á Íslandi. Hlutverk hennar er öryggi vöru og mælifræði en síðast en ekki síst eftirlit með neytendatengdum lögum, meðal annars lögum um neytendalán og lögum um fasteignalán. Það er sá málaflokkur neytendaverndar sem stjórn HH fylgist með og samtökin hafa sent fjölmörg erindi til stofnunarinnar. Neytendastofa hóf starfsemi 2005 og starfar samkvæmt lögum um Neytendastofu nr. 62/2005.

Hagsmunasamtök heimilanna hvetja neytendur til þess að senda eftirlitsstofnuninni ábendingar eða kvartanir á vefsíðu hennar, ef um önnur eða viðameiri álitamál er að ræða er hægt að kvarta yfir ágreiningsefnum og fá leyst úr þeim efnislega

Ítarupplýsingar og tenglar:

Vefsíða Neytendastofu: https://www.neytendastofa.is/neytendur/

Ábendingar/kvartanir til Neytendastofu: nafnlausar ábendingar til NS

Kærunefndir og úrlausnaleiðir: Upplýsingar á vef NS um úrlausnaleiðir

Lög og reglur Neytendastofu: https://www.neytendastofa.is/log-og-reglur/log-og-reglur/

Lög og reglur Neytendastofu um réttindi neytenda: réttindi neytenda

Fjármálaeftirlitið er opinber eftirlitsstofnun um starfsemi fjármála- og vátryggingarfyrirtækja. Stofnunin veitir eftirlitsskyldum aðilum aðhald og styður við mótun á skilvirkri og traustri fjármálastarfsemi, samkvæmt vefsíðu stofnunarinnar. Einingar tengdar almannahagsmunum, sem eru lánasjóðir, vátryggingafélög, lífeyrissjóðir og útgefendur verðbréfa eru einnig undir eftirliti stofnunnar en til þessara eininga eru gerðar auknar kröfur um áreiðanleika. Með tilliti til laga sem undirstrika þjóðhagslegt mikilvægi slíkra stofnanna. Einn liður í starfi stofnunarinnar er því neytendavernd og hefur vægi þessa málaflokks aukist og samkvæmt ársskýrslu stofnunarinnar 2018 er á döfinni að gera enn betur.

Stofnunin hefur eftirlit með viðskiptaháttum fjármálastofnana gagnvart neytendum og hýsir meðal annars kæru- og úrskurðarnefndir fyrir neytendur, ásamt því að sinna almennu eftirliti með fjármálastöðugleika.

Ítarupplýsingar og tenglar:

Vefsíða Fjármálaeftirlitsins: https://www.fme.is

Starfsemi fjármálaeftirlitsins á vettvangi neytendaverndar: FME - neytendur

Ábendingar neytenda fjármálaþjónustu til FME: https://www.fme.is/hafa-samband

Eðli málsins samkvæmt eru kæru- og eftirlitsnefndir víða innan stjórnsýslunnar, meðal annars vegna þess að starfsemi og eftirlit í neytendamálum skortir heildstæða lagasetningu. Hagsmunasamtök heimilanna vekja hér athygli á nokkrum slíkum úrskurðaraðilum.


Neytendastofa: 

Kærunefnd vöru og þjónustukaupa

Sjá nánar á vef Neytendastofu

Fjármálaeftirlitið:

Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum

Sjá nánar á vef Fjármálaeftirlitsins

Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki

Sjá nánar á vef Fjármálaeftirlitsins



Aðrar kæruleiðir sem HH vekur athygli á:

Úrskurðarnefnd velferðarmála

Úrskurðarnefnd velferðarmála er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem úrskurðar í kærumálum vegna stjórnvaldsákvarðana. Hún fjallar um greiðsluaðlögun og félagsleg húsnæðismál. 

Vefur úrskurðarnefndar velferðarmála

Kærunefnd húsamála
Viðfangsefni nefndarinnar eru húsaleigumál, ágreiningsmál í fjöleignarhúsum og um leigu lóða undir frístundahús.
 

© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum