Fjölmiðlar - Síðan er í vinnslu

Vaxtastuðningur dropi í hafið

Vaxtastuðningur ríkisstjórnarinnar er í skötulíki eins og annar „stuðningur“ hennar við heimilin. Hann er í fyrsta lagi varla upp í nös á ketti í samanburði við þann gríðarlega vaxtakostnað sem hefur verið lagður á skuldug heimili landsins og í öðru lagi er honum ráðstafað beint til lánveitenda sem greiðsla inn á höfuðstól fasteignalána.

Hagsmunasamtök heimilanna gagnrýndu strax í umsögn sinni um málið að upphæðin greiddist sjálfkrafa inn á höfuðstól húsnæðislána sem lækkar greiðslubyrði þeirra mjög lítið. Sem dæmi myndu mánaðarlegar greiðslur af dæmigerðu 50 milljón króna óverðtryggðu láni aðeins lækka um á bilinu 1.300-2.300 krónur með þessu.

Þetta er dropi í hafið og mun ekki bjarga miklu fyrir heimili sem glíma við greiðslubyrði sem hefur hækkað um hundrað sinnum hærri upphæðir á mánuði. Stjórnvöld ættu miklu frekar að einbeita sér að því að lækka vaxtagjöld heimilanna en að færa almannafé aftur til skattgreiðenda með svona sjónhverfingum og kalla það “stuðning”.

Lesa áfram...

Aðgerðir gegn verðbólgunni verri en verðbólgan sjálf

Yfirlýsing stjórnar

Hagsmunasamtök heimilanna mótmæla harðlega þeim aðgerðum sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og Seðlabankinn undir stjórn Ásgeirs Jónssonar eru að beita í baráttu við verðbólguna, enda gera þær aðgerðir einungis illt verra fyrir allan þorra almennings á Íslandi. 

Það er líka verulega ámælisvert að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa varla sést á undanförnum vikum og mánuðum á meðan Ísland er að ganga í gegnum einhverja verstu efnahagskrísu í tugi ára, að bankahruninu 2008 undanskildu. Þau hafa með þessu skeytingar- og aðgerðaleysi sýnt hug sinn í verki gagnvart heimilum landsins. Annað gildir um Seðlabankastjóra sem virðist hins vegar hafa tekið stjórnina (á landinu) og gripið til harðra aðgerða sem gera ekkert annað en að fórna heimilum landsins í opið gin bankanna, án þess að þau fái nokkra björg sér veitt. Það verður að draga þá ályktun að þögn sé sama og samþykki og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur styðji þessar aðgerðir.

Stóraukin útgjöld

Til vitnis um fáránleika þessara aðgerða má benda á könnun ASÍ og Íslandsbanka frá því í júní en þá þegar höfðu mánaðarleg útgjöld fjögurra manna fjölskyldu hækkað um 81.916 krónur á einum mánuði. Af því voru 15.250 krónur vegna hækkunar á mat og bensíni á meðan mánaðarlegar vaxtagreiðslur af 40 milljón króna óverðtryggðu láni höfðu hækkað um 66.666 krónur eða fimmfalt það sem verðbólgan kostaði fjölskylduna.

Lesa áfram...

Stjórnvöld hafa brugðist réttmætum væntingum heimilanna

Áskorun til ríkisstjórnarinnar frá Hagsmunasamtökum heimilanna

“...það er alveg á hreinu að það verður forgangsatriði hjá okkur að verja stöðu fólks [heimilanna] fyrir þessum skakkaföllum eftir þeim leiðum sem færar eru í því.”  

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í viðtalsþætti á RÚV 31. Mars 2020

Frá því í mars 2020 hafa Hagsmunasamtök heimilanna varað við fyrirsjáanlegu verðbólguskoti og þeim áhrifum sem það myndi hafa á húsnæðisskuldir heimilanna. Nú hefur sú áhætta raungerst og verðtryggðar skuldir heimilanna hækkað verulega.

Samtökin minna því á kröfur sínar frá því í mars í fyrra sem reyndar voru líka ítrekaðar í september, um að heimilin yrðu varin fyrir hækkun verðtryggðra skuldbindinga sinna vegna verðbólgu af völdum heimsfaraldurs kórónuveiru.

Í báðum tilfellum var kröfum HH svarað með því að benda á að ekki væri útlit fyrir mikla verðbólgu og það að setja þak á verðtryggingu lána heimilanna, gæti grafið undan trausti á því að seðlabankanum tækist það markmið sitt að halda verðbólgu í skefjum. 

Lesa áfram...

Guð blessi heimilin - aftur?

YFIRLÝSING STJÓRNAR HAGSMUNASAMTAKA HEIMILANNA

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna krefst þess að þingmenn, ráðherrar og ríkisstjórn Íslands taki pólitíska ákvörðun um að verja heimilin fyrir afleiðingum Covid faraldursins, ekki síður en fyrirtæki.

Það á enginn, ekki ein einasta fjölskylda, að eiga á hættu að missa heimili sitt af völdum Covid-19. Heimili landsins eru ekki einhver „afgangsstærð“ eins og (sumir) ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur virðast halda. Þau eru þvert á móti grunnur samfélagsins, því án heimila væru engin fyrirtæki og ekkert samfélag til.

Lesa áfram...
Subscribe to this RSS feed

© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum