Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

Hagsmunasamtökum heimilanna veitt bjartsýnisverðlaun Framsóknarflokksins

Laugardaginn 9. apríl veitti Framsóknarflokkurinn Hagsmunasamtökum heimilanna bjartsýnisverðlaunin á flokksþingi í Súlnasal Hótel Sögu. Andrea J. Ólafsdóttir, Gunnar Kristinn Þórðarson, Vilhjálmur Bjarnason og Þórður B. Sigurðsson mættu fyrir hönd stjórnar og varastjórar og tók formaðurinn við verðlaununum við dynjandi lófatak og hélt ræðu fyrir flokksþingið.

Í ræðu sinni hvatti Andrea flokksþingið til að samþykkja ályktun um tímasetta áætlun um afnám verðtryggingar, og bað hún viðstadda flokksmenn um að rétta upp hönd sem styddu málið. Næstum allir flokksmenn réttu upp hönd.

Berum við í Hagsmunasamtökum heimilanna von í brjósti að viðbrögð fundagesta séu merki um breytt viðhorf flokksins til verðtryggingar.

Hér birtist ræða Andreu í heild sinni.

 

"Bjartsýni já – það má með sanni segja að ef við værum ekki bjartsýn á breytingar og réttlæti í þágu heimilanna, þá hefðu HH sennilega verið lögð niður.
Heimilin eru helsta grunnstoð samfélagsins. Þau eru hreiður barnanna okkar. Öflug heimili eru grunnurinn að öflugu samfélagi. Standi stjórnvöld og fjármálastofnanir fyrir því að veikja undirstöðuna, heimilin, veikja þeir eigin undirstöður. Standi stjórnvöld og fjármálastofnanir fyrir því að búa svo um hnútana að þjófarnir sem fóru bakdyramegin inn á heimili okkar, geti nú farið inn um framdyrnar um hábjartan dag og gert það sem þeim sýnist - þá fyrst mun sannarlega verða alvarlegt siðrof í þessu samfélagi. Þá mun svo fara að fólkið í landinu flytur af landi brott í miklu mun meira mæli en það hefur gert hingað til. Þeir sem nú eru hérna eftir eru þeir sem hafa hag af ástandinu, þeir sem hafa gefist upp gagnvart kerfinu og þeir sem enn eru bjartsýnir, enn eru að vonast til að sjá raunverulegar breytingar verða -  í átt að réttlæti.
HH eru ennþá bjartsýn á að forsendubrestur bæði verð- og gengistryggðra lánasamninga verði viðurkenndur. Sú viðurkenning er nauðsynleg svo réttlætið geti náð fram að ganga. Það að hafa eina breytu í lánasamningi algerlega opna, með engum takmörkunum getur aldrei talist eðlilegir né sanngjarnir viðskiptahættir.
Þar sem þið sem hér sitjið áttið ykkur mjög vel á því að HH eru aldeilis ekki upp á punt, þá langar okkur að fara þess á leit við ykkur hér í salnum að reisa hendur í samþykki fyrir því að fundurinn útbúi ályktun þess efnis  að skora á stjórnarflokkana að útbúa tímasetta áætlun um afnám verðtryggingar – í sömu ályktun gætuð þið skorað á þá opinberu þingnefnd sem nú fjallar um verðtrygginguna, með það að markmiði að finna leiðir til að draga úr vægi hennar, sendi frá sér skýrslu þar sem raunverulegar raunhæfar leiðir til úrbóta í því sambandi verða kynntar til sögunnar. Formann nefndarinnar, Eygló Harðardóttur, sem líklegast situr hér í salnum, skorum við á að leiða skýrsluna til lykta með þeim hætti svo við getum áfram haldið í þá vonarglætu að breytinga sé von, að áratugaánauð verðtryggingar á heimilin í landinu verði aflétt.
Stjórn HH vill þakka þann mikla heiður að hljóta bjartsýnisverðlaunin og mun halda ljóskyndlinum á lofti fyrir heimilin í landinu."

© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum