Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

HH senda Umboðsmanni Alþingis ábendingar vegna ESÍ og Dróma

Hagsmunasamtök heimilanna hafa sent Umboðsmanni Alþingis ábendingar vegna starfsemi Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf. (ESÍ), dótturfélags þess Hildu ehf. og samvinnu þeirra við Dróma hf. Samtökin sendu umboðsmanni ábendingar sínar skömmu fyrir jól, í tilefni af rannsókn embættisins á lagagrundvelli fyrir flutningi verkefna Seðlabanka Íslands í einkahlutafélög.

Lesa áfram...

Jólakveðja til heimilanna

Hagsmunasamtök heimilanna senda hugheilar kveðjur til heimila landsins á þeim tímamótum sem þau standa nú á.

Árið sem senn er á enda hefur verið viðburðaríkt í sögu samtakanna, og ber þar hæst dóm Hæstaréttar Íslands þann 26. nóvember í máli nr. 243/2015 um verðtryggingu neytendalána, sem unnið hefur verið að af hálfu samtakanna í rúmlega þrjú ár. Dómurinn féll því miður ekki neytendum í hag, og má segja að með því hafi Íslendingar verið sviptir með dómi þeirri neytendavernd sem þeim hefði átt að vera tryggð samkvæmt EES-samningnum. Þrátt fyrir það eru samtökin ekki af baki dottin, og munu leita fleiri leiða til að knýja fram réttlæti fyrir neytendur á íslenskum fjármálamarkaði, en nánari kynning á þeim aðgerðum mun bíða næsta árs.

Að þessu sögðu óska samtökin félagsmönnum sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

 

 

 

Lesa áfram...

Opinn spjallfundur um málefni heimilanna

Kæru félagsmenn.

Næsti opni spjallfundur vetrarins verður haldinn í Café Meskí, Fákafeni 9, miðvikudaginn 2. desember kl. 20-22. Hittumst og spjöllum saman um það sem brennur á okkur. Stjórnarmenn samtakanna verða á staðnum til að fara yfir málin með félagsmönnum. Við viljum heyra hvað ykkur liggur á hjarta. Umræðuefnið er frjálst og til dæmis má ræða um nauðungarsölur, verðtrygginguna, skuldaleiðréttingar, vaxtamál og fleira sem viðkemur málefnum heimilanna.

Fundurinn verður í innri sal Café Meskí. Næg bílastæði. Gaman væri að sjá sem flesta.

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna.

Lesa áfram...

Svartur fimmtudagur fyrir „réttarríkið“ Ísland

Fimmtudagurinn 26. nóvember var svartur dagur fyrir hagsmuni almennings á Íslandi, en þann dag kvað Hæstiréttur Íslands upp dóm í máli nr. 243/2015, og undirstrikaði með honum að á Íslandi er réttarríkið í molum. Umrætt mál var höfðað fyrir atbeina Hagsmunasamtaka heimilanna til að leita úrlausnar um ólögmæti verðtryggðra neytendalána samkvæmt skýrum ákvæðum íslenskra laga. Stjórnarskráin kveður á um að dómendum sé skylt að fara einungis eftir lögunum í embættisverkum sínum. Er því algjört hneyksli að það skuli ekki hafa verið gert í þessu tilviki og Hæstiréttur hafi þannig grímulaust farið þvert gegn þessum grundvallarreglum réttarríkisins.

Lesa áfram...

Málfutningur um verðtryggð neytendalán næsta föstudag

Hagsmunasamtök heimilanna minna á að föstudaginn 20. nóvember verður mál nr. 243/2015 flutt frammi fyrir fjölskipuðum Hæstarétti Íslands. Þar með er komið að ögurstundu í þessu máli sem samtökin höfðu forgöngu að í því skyni að láta reyna á lögmæti verðtryggðra neytendalána. Þrjú ár eru liðin síðan málið var upphaflega höfðað en leið þess gegnum dómskerfið hefur verið óvenju löng og torsótt. Í febrúar síðastliðnum féll dómur héraðsdóms í málinu, þar sem var í raun fallist á að viðkomandi lánssamningur samræmdist ekki lögum um neytendalán. Hinsvegar var ekki kveðið á um neinar afleiðingar þess, og kemur því nú til kasta Hæstaréttar að taka afstöðu til þeirrar kröfu að lánið verði leiðrétt á sambærilegan hátt og lán með ólöglega gengistryggingu. Verði fallist á þá kröfu gæti það haft gríðarlega jákvæð áhrif á stöðu verðtryggðra lána heimilanna. Málflutningurinn fer fram í dómsal I og hægt verður að fylgjast með frá áhorfendapöllum, en þeim sem það vilja gera er bent á að mæta tímanlega.

 

Lesa áfram...

Enn og aftur kyndir seðlabankinn verðbólgubál með vaxtahækkun

Hagsmunasamtök heimilanna ítreka gagnrýni sína á vaxtahækkanir Seðlabankans, sem algjörlega gagnslausa og úrelta aðferð við að draga úr verðbólgu. Með aðgerðum sínum virðist seðlabankinn öðru fremur róa að því öllum árum að láta glórulausa verðbólguspá sína rætast.

Löngu er orðið tímabært að Seðlabankinn hætti að beita handónýtum hagstjórnartækjum sem hafa einfaldlega þveröfug áhrif við það sem ætlað er. Undanfarnar þrjár vaxtahækkanir Seðlabankans jafngilda 28% hækkun vaxtakostnaðar sem getur hæglega haft áhrif til hækkunar verðlags, ekki síður en launahækkanir.

Hagsmunasamtök heimilanna skora jafnframt á stjórnvöld og aðila vinnumarkaðsins að fordæma úreltar hagstjórnaraðgerðir Seðlabankans og þrýsta á um að hann breyti þeim og taki framvegis mið af þeim raunveruleika sem við búum við hér á landi.

 

Lesa áfram...

Opinn spjallfundur um málefni heimilanna

Kæru félagsmenn.

Næsti opni spjallfundur vetrarins verður haldinn í Café Meskí, Fákafeni 9, þriðjudaginn 3. nóvember næstkomandi kl. 20-22. Hittumst og spjöllum saman um það sem brennur á okkur. Stjórnarmenn samtakanna verða á staðnum til að fara yfir málin með félagsmönnum. Við viljum heyra hvað ykkur liggur á hjarta. Umræðuefnið er frjálst og til dæmis má ræða um nauðungarsölur, verðtrygginguna, skuldaleiðréttingar, vaxtamál og fleira sem viðkemur málefnum heimilanna. Stefnt verður að því að halda fleiri slíka fundi í vetur.

Fundurinn verður í innri sal Café Meskí. Næg bílastæði. Gaman væri að sjá sem flesta.

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna.

Lesa áfram...

Málflutningur fyrir Hæstarétti um verðtryggð neytendalán 20. nóvember

Á fjórða ár er nú liðið síðan Hagsmunasamtök heimilanna ákváðu að undangengnum ítarlegum rannsóknum, að hefja undirbúning dómsmáls þar sem látið yrði reyna á lögmæti verðtryggðra neytendalána. Fyrir réttum þremur árum var slíkt mál höfðað, og hefur málareksturinn síðan þá verið eitt veigamesta verkefni samtakanna. Upphaflega var búist við því að málið gæti fengið flýtimeðferð og voru jafnvel sett lög í því skyni, en engu að síður hefur það undið margvíslega upp á sig og tafist svo mikið sem raun ber vitni. Það er því nokkuð ánægjuefni að málið hefur loksins komist á dagskrá Hæstaréttar Íslands til efnislegrar meðferðar, þann 20. nóvember næstkomandi.

Lesa áfram...

Dagar verðtryggðra neytendalána taldir

Eitt stærsta verkefni Hagsmunasamtaka heimilanna undanfarin ár hefur verið málarekstur fyrir dómstólum, þar sem hefur verið látið reyna á lögmæti verðtryggðra neytendalána. Nú eru liðin þrjú ár síðan mál var höfðað í því skyni gegn Íbúðalánasjóði. Upphaflega var gert ráð fyrir að málið gæti fengið flýtimeðferð og voru jafnvel sett lög í því skyni, en engu að síður hefur það undið margvíslega upp á sig og tafist svo mikið sem raun ber vitni. Það er því nokkuð ánægjuefni að málið hefur loksins komist á dagskrá Hæstaréttar Íslands til efnislegrar meðferðar, þann 20. nóvember næstkomandi. Á þessum tímamótum er kannski við hæfi að líta yfir farinn veg og rifja upp framgang málsins frá upphafi.

Lesa áfram...

Opinn spjallfundur um málefni heimilanna

Kæru félagsmenn.

Næsti opni spjallfundur vetrarins verður haldinn í Café Meskí, Fákafeni 9, fimmtudaginn 1. október næstkomandi kl. 20-22. Hittumst og spjöllum saman um það sem brennur á okkur. Stjórnarmenn samtakanna verða á staðnum til að fara yfir málin með félagsmönnum. Við viljum heyra hvað ykkur liggur á hjarta. Umræðuefnið er frjálst og til dæmis má ræða um nauðungarsölur, verðtrygginguna, skuldaleiðréttingar, vaxtamál og fleira sem viðkemur málefnum heimilanna. Stefnt verður að því að halda fleiri slíka fundi í vetur.

Fundurinn verður í innri sal Café Meskí. Næg bílastæði. Gaman væri að sjá sem flesta.

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna.

Lesa áfram...

Hagsmunasamtök heimilanna gagnrýna harðlega vaxtahækkanir bankanna

Eftir nýlegar vaxtahækkanir Seðlabanka Íslands hafa stóru viðskiptabankarnir ákveðið að hækka útlánsvexti sína um hálft prósentustig, eða að jafnaði um tæp 8%. Hagsmunasamtök heimilanna gagnrýndu síðustu tvær hækkanir seðlabankans harðlega og vöruðu við því að þær myndu einungis leiða til hærri kostnaðar fyrir heimilin og atvinnulífið, sem hefur nú ræst. Seðlabankinn hefur þannig raunverulega hellt eldsneyti á glæður verðbólgubálsins, sem hafði fram að því verið í rénun.

Lesa áfram...

Opinn spjallfundur um málefni heimilanna

Kæru félagsmenn.

Fyrsti opni spjallfundur vetrarins verður haldinn í Café Meskí, Fákafeni 9, fimmtudaginn 10. september næstkomandi kl. 18-20. Hittumst og spjöllum saman um það sem brennur á okkur. Stjórnarmenn samtakanna verða á staðnum til að fara yfir málin með félagsmönnum. Við viljum heyra hvað ykkur liggur á hjarta. Umræðuefnið er frjálst og til dæmis má ræða um nauðungarsölur, verðtrygginguna, skuldaleiðréttingar, vaxtamál og fleira sem viðkemur málefnum heimilanna. Stefnt verður að því að halda fleiri slíka fundi í vetur.

Fundurinn verður í innri sal Café Meskí. Næg bílastæði. Gaman væri að sjá sem flesta.

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna.

Gjaldkeri vill nota tækifærið og benda á að greiðsluseðlar vegna félagsgjalda 2015 hafa nú verið gefnir út og ættu að vera sýnilegir í heimabanka hjá félagsmönnum.

Lesa áfram...
Subscribe to this RSS feed

© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum