Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

Gefum heimilunum grið fyrir aðförum fjármálastofnana

Hagsmunasamtök heimilanna hafa nú sent erindi til innanríkisráðherra, forsætisráðherra, fjármálaráðherra og efnahags- og viðskiptaráðherra þar sem þess er krafist að gefa fjölskyldum í landinu og heimilum grið og frið fyrir aðförum fjármálastofnana á grundvelli ólögmætra gengistryggðra lána sem enn ríkir mikil óvissa um. Samtökin sjá ekki hvernig er hægt að réttlæta fyrir fólki eignasviptingu með endurútreikningum á lánum sem líklegt getur talist að fáist ekki staðist fyrir dómstólum. Á þetta hafa samtökin margoft bent á, en þótti ástæða til þess að benda á það enn og aftur þar sem ekki er að sjá neina viðbragðsáætlun stjórnvalda við því ástandi er skapast á leigumarkaði og búferlaflutningum sé þetta látið viðgangast.

Lesa áfram...

Þörf á heildarendurskoðun lífeyriskerfisins

Stjórnvöld gerðu í desember 2010 samkomulag við fjármálastofnanir og lífeyrissjóði um að þessir aðilar myndu fjármagna þá 12 milljarða sem þurfti  á næstu tveimur árum fyrir þá leið sem varð fyrir valinu og myndi lenda á ríkissjóð, þ.e. að auka við vaxtabætur tímabundið. Hagsmunasamtök heimilanna hafa margoft bent á þá þörf að leiðrétta höfuðstól lána, bæði vegna þess forsendubrests sem varð vegna hrunsins og líka vegna þess að skuldastaða heimilanna er ósjálfbær og jafnframt er hún tilkomin að einhverju leyti vegna oftöku verðbóta í gegnum tengingu við vísitölu neysluverðs sem mælir verðbætur langt fram yfir rýrnun gjaldmiðilsins.

Lesa áfram...

Austurvöllur 10. desember - samstöðufundur

Að standa saman er enginn skömm...

Þú veist að það sem þú þarf að gera er að takast á við vandann en ekki að geyma hann og bíða eftir að hann hverfi. Þú þarf að stíga fyrsta skrefið. Raunveruleg endurreisn mun ekki takast nema með sátt og samstöðu okkar allra.

Lesa áfram...

Fundir um verðtryggingu: Rvk, Akureyri og Húsavík

Hagsmunasamtök heimilanna vilja vekja athygli á opnum fundum um verðtrygginu, kröfur HH og afkomu lífeyrissjóðanna sem fara fram á næstu dögum.

Á hádeigsfundi á miðvikudag verður fjallað um verðtryggð og óverðtryggð lán, kosti og galla verðtryggingarinnar og hvort raunhæft sé að afnema hana í náinni framtíð. Eftirtaldir aðilar munu fjalla um verðtrygginguna og svara spurningum fundargesta:

Lesa áfram...

Landsfundurinn styður kröfur HH

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti ályktun um fjármál heimilanna.
Í henni segir meðal annars:

  • Sjálfstæðisflokkurinn vill endurskoða lög nr. 151/2010 sem ríkisstjórnin setti í kjölfar ólöglegu gengislánanna. Lagasetningin hefur aukið á óvissu, kallað á málaferli og skaðað stöðu lánþega. …
  • Sjálfstæðisflokkurinn vill færa niður höfuðstól verðtryggðra og gengistryggðra húsnæðislána. Þessi aðgerð og önnur endurskipulagning skulda heimilanna er forsenda fyrir auknum hagvexti og framtíðaruppbyggingu íslensks þjóðfélags. …
  • Landsfundur Sjálfstæðisflokksins krefst þess að skipan húsnæðis- og neytendalána verði með sama hætti og annars staðar á Norðurlöndunum, Bretlandi og Þýskalandi. Tryggja verður virka samkeppni á lánamarkaði vegna húsnæðiskaupa, sem getur leitt til að vextir og gjaldtaka lánastofnana verði með svipuðum hætti og í nágrannalöndum okkar. Verðtrygging neytendalána á ekki að vera valkostur í nútímasamfélagi.
Lesa áfram...

Sendið okkur kvartanir um Dróma

Hagsmunasamtök heimilanna vilja biðja lántakendur sem eru í samskiptum við Dróma um að senda tilkynningu/kvörtun sem hægt er að nota til að víkja slitastjórninni frá.
Stjórn mun safna saman erindum og útbúa beiðni til héraðsdómara um að víkja frá slitastjórn Dróma og skipa nýja í krafti þeirra kvartana sem berast.

Auglýst er eftir athugasemdum um störf slitastjórnar, stuttri greinargerð frá hverjum og einum þar sem getið er um málavaxtalýsingu, afgreiðslu og yfir hverju er kvartað með dagsetningum og undirritað af viðkomandi.

Staðlað form til útfyllingar er sent hérna með og getur lántakandi valið að senda formið undirritað í pósti til okkar á Frakkastíg 27, húsi Tækniskólans, 101 Rvk.
Eins bjóðum við að fólk afhendi formið til Gunnars Magnússonar stjórnarmanns í HH sem verður á skrifstofu samtakanna  í Tækniskólanum, jarðhæð, á þriðjudaginn og fimmtudaginn í þessari og næstu viku frá kl. 13-16.


Lög um slitastjórnir

Kvörtun sem hlaða má niður og breyta og senda til okkar undirritað á

Hagsmunasamtök heimilanna, Frakkastíg 27, húsnæði Tækniskólans, 101 Rvk.

Lesa áfram...

HH fundar með sjómannafélaginu vegna Hæstaréttarmáls 5.des

Vegna mikillar eftirvæntingar Hagsmunasamtaka heimilanna (HH) yfir því að nú sé loks að koma Hæstaréttardómur um ólöglega afturvirkni endurútreikninga á gengistryggðu láni sem Sjómannafélag Íslands er með gegn Arion banka hafa fulltrúar HH nú fundað með fulltrúum stjórnar Sjómannafélagsins.

Á fundinum var rætt um mál Sjómannafélagsins sem á að fara fyrir Hæstarétt þann 5. desember næstkomandi. Vildu fulltrúar HH leggja áherslu á það við stjórn Sjómannafélagsins að fara fram með ítrustu kröfu sína um endurgreiðslu miðað við samningsvexti, enda lánið uppgreitt. Þar fyrir utan má deila um hvort gengistryggðu lánin eigi yfir höfuð að bera vexti frá tökudegi fram að dómum Hæstaréttar eins og margir hafa bent á að undanförnu.

Lesa áfram...

HH endurspegla vilja 80% þjóðarinnar

Rúm 80% landsmanna eru hlynnt afnámi verðtryggingar samkvæmt nýrri könnun sem Capacent hefur gert fyrir Hagsmunasamtök heimilanna. Stuðningur við hugmyndir um afnám verðtryggingar mældist sá sami haustið 2009 en þá létu samtökin síðast rannsaka afstöðu almennings til krafna samtakanna.

Lesa áfram...

HH ítreka beiðni um heimild til lögbanns til verndar heimilunum

Í dag sendi formaður HH ítrekun erindis til innanríkisráðherra er varðar lögbann til að vernda heildarhagsmuni neytenda. Ásamt beiðninni voru send tvö erindi sem nýlega voru send til FME er varða lögbrot fjármálafyrirtækja gagnvart heimilunum. Bréfið til innanríkisráðherra má lesa hér;

Lesa áfram...

HH ræða þjóðaratkvæðagreiðslu við þingflokksformenn

Hagsmunasamtök heimilanna boðuðu þingflokksformenn á fund með stjórn samtakanna til að ræða við þá um að setja kröfugerð samtakanna í þjóðaratkvæðagreiðslu. Vildu samtökin þannig kanna vilja þingmanna til að aðstoða við að setja málið á dagskrá og hvetja þingmenn til að sinna hlutverki sínu og sjá til þess að málefnið fái lýðræðislega afgreiðslu. Stjórn HH lýsir yfir ánægju með að allir flokkar sendu fulltrúa á fundinn sem haldinn var seinnipart fimmtudagsins 3. nóvember. Ásamt stjórn HH sátu eftirfarandi fulltrúar þingflokka og þingmaður utan flokka; Þór Saari, Lilja Mósesdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Björn Valur Gíslason, Guðlaugur Þór Þórðarson og Vigdís Hauksdóttir.

Lesa áfram...

HH fara fram á að FME sinni lögbundnu eftirlitshlutverki sínu

Hagsmunasamtök heimilanna hafa nú sent erindi til Fjármálaeftirlitsins þar sem FME er beðið um að rækja skyldur sínar varðandi eftirlit með fjármálafyrirtækjum. Samtökin hafa fengið áreiðanlegar fregnir af því að bifreiðar hafi verið fjarlægðar af einkalóðum án þess að láta eigendur þeirra vita og jafnvel hafi slíkt gertæki af hálfu vörslusviptingafyrirtækis farið fram í skjóli nætur. Vilja samtökin benda á að innheimta án starfsleyfis þar sem bílar/eigur fólks eru brottnumdar af einkalóðum í skjóli nætur, er gróft brot á stjórnarskrárvarinni friðhelgi einkalífs og heimilis.

Lesa áfram...

HH auglýsa eftir starfsmanni

Hagsmunasamtök heimilanna auglýsa eftir hrikalega duglegum einstakling í hlutastarf. Samtökin leita að einstaklingi sem hefur þekkingu og brennandi áhuga á málefnum samtakanna og framtíðarsýn og getur hjálpað til við að byggja upp sterk þverpólitísk samtök sem sinna hagsmunum heimilanna. Viðkomandi þarf að vera trúverðugur, heiðarlegur, málefnalegur og ákveðinn í samskiptum við þá sem þörf er á samskiptum við og hafa færni til að setja fram ritmál og talnaefni. Æskilegt er að hafa menntun eða reynslu sem nýtist í starfi, eða hafa altmuligmands hæfileika til að bera. Ráðið er í starfið frá um það bil miðjum nóvember í tímabundið starf.

Lesa áfram...
Subscribe to this RSS feed

© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum