Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

Ályktun borgarafundar 24. febrúar 2015

Á borgarafundi sem haldinn var af Hagsmunasamtökum heimilanna í gærkvöldi, þriðjudagskvöldið 24. febrúar 2015, samþykktu fundarmenn svohljóðandi ályktun:

"Borgarafundur haldinn í Háskólabíói 24. febrúar 2015 beinir þeirri áskorun til Alþingis að samþykkt verði ný frestun á öllum nauðungarsölum á heimilum fólks, meðan beðið er dóms Hæstaréttar í máli á vegum Hagsmunasamtaka heimilanna, áður en núgildandi takmörkuð frestun rennur úr gildi þann 1. mars næstkomandi."

Ályktunin hefur verið send öllum þingmönnum ásamt innanríkisráðherra, sem fer með umræddan málaflokk samkvæmt núgildandi forsetaúrskurði þar að lútandi.

[Smellið hér til þess að horfa á upptöku af fundinum.]

Lesa áfram...

Bein útsending frá borgarafundi þriðjudagskvöldið 24. febrúar

Annað kvöld eða þriðjudagskvöldið 24. febrúar 2015 kl. 20:00-22:00, hafa Hagsmunasamtök heimilanna boðað til borgarafundar í Háskólabíói. Allir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til þess að mæta og taka þátt í fundinum.

Að loknum framsöguræðum munu verða umræður og tekið við spurningum úr sal, en þá gildir almennt að fyrstur kemur fyrstur fær. Nánar verður tilkynnt um fyrirkomulag þess á fundinum sjálfum.

Fundurinn verður einnig sendur út beint hér á vefnum og mun streymið hefjast skömmu fyrir kl. 20:00, og verður hægt að horfa á endursýningu fundarins næsta sólarhringinn. Fundurinn hefst þegar um það bil 12 mínútur eru liðnar af upptökunni.

 

Lesa áfram...

Aukin þjónusta við félagsmenn

Hagsmunasamtök heimilanna útvíkka nú þjónustu við félagsmenn með föstum símatímum, en símanúmer á skrifstofu samtakanna er 546-1501. Opnunartími verður fyrst um sinn frá 10-12 á þriðjudögum og 14-16 á fimmtudögum.

Eftir sem áður verður einnig hægt að hafa samband með tölvupósti á póstfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og erindum sem berast með þeim hætti er jafnan svarað innan fárra daga.

Þjónusta þessi er veitt að endurgjaldslausu, fyrst og fremst til þess að miðla upplýsingum um starfsemi samtakanna og um leið að veita ábendingar sem stuðlað geta að upplýstri ákvarðanatöku og ábyrgri neytendahegðun.

Tekið skal fram að þjónustan felur ekki í sér formlega ráðgjöf um fjárhagsleg eða lagaleg atriði, en allar upplýsingar eru hinsvegar veittar eftir bestu vitund og einkum í leiðbeiningarskyni. Þó svo að ekki sé krafist endurgjalds er þeim sem vilja styðja starfsemi samtakanna bent á að frjáls framlög hljóta ávallt góðar viðtökur á reikn. 1110-26-5202 kt. 520209-2120.

Lesa áfram...

Héraðsdómur um verðtryggð neytendalán

Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur hefur í dag kveðið upp dóm um verðtryggð neytendalán, í máli sem höfðað var að tilstuðlan Hagsmunasamtaka heimilanna í því skyni að láta reyna á lögmæti slíkra lánasamninga, í þessu tilviki húsnæðisláns. 

Lesa áfram...

Héraðsdómur um verðtryggð neytendalán

Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur hefur í dag kveðið upp dóm um verðtryggð neytendalán, í máli sem höfðað var að tilstuðlan Hagsmunasamtaka heimilanna í því skyni að láta reyna á lögmæti slíkra lánasamninga, í þessu tilviki húsnæðisláns. 

Lesa áfram...

Hagsmunasamtök heimilanna 6 ára

Hagsmunasamtök heimilanna fagna um þessar mundir 6 ára afmæli sínu, en samtökin voru stofnuð þann 15. janúar 2009. Þau spruttu úr þeirri óreiðu sem skapast hafði í kjölfar hruns fjármálakerfisins og þeirra stórfelldu neikvæðu áhrifa sem það hafði á fjárhagsstöðu heimila landsins. Félagsmönnum hefur fjölgað mikið frá stofnun samtakanna og eru þeir orðnir vel á níunda þúsund talsins og svo er svipaður fjöldi sem fylgist með og tekur þátt í umræðum um stöðu heimilanna á Facebook síðu samtakanna. Það má í raun segja sem svo að ef Hagsmunasamtök heimilanna væru ekki til staðar, væri líklegast engin umræða eða krafa uppi um afnám eða leiðréttingu á verðtryggingarþætti lána heimilanna.

Lesa áfram...

Nýbirt gögn styðja málflutning Hagsmunasamtaka heimilanna

Víglundur Þorsteinsson fyrrverandi stjórnarformaður BM Vallár sendi í gærkvöldi frá sér fréttatilkynningu ásamt miklu magni af gögnum er varða stofnun nýju viðskiptabankanna og yfirfærslur lánasafna frá föllnu bönkunum til þeirra nýju. Gögnin ásamt greinargerð Víglundar um innihald og merkingu þeirra, styðja fyllilega þann málflutning sem Hagsmunasamtök heimilanna hafa haldið úti svo að segja frá stofnun þeirra fyrir rúmum 6 árum síðan. Það er að segja að við yfirfærslu þessa og þá gjörninga sem tóku við í framhaldi hafi margvíslegum rangindum verið beitt, þannig að hagsmunum heimila og almennings hafi verið stórlega misboðið.

Lesa áfram...

Hagsmunasamtök heimilanna 6 ára

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð þann 15. janúar 2009 og eiga því 6 ára afmæli í dag. Á þeim tíma sem liðinn er frá stofnun samtakanna hefur starfsemi þeirra vaxið og eflst, en félagsmenn eru orðnir 8.768 talsins. Á þessum tímamótum hyllir jafnframt undir að á þessu ári kunni línur loksins að fara að skýrast um niðurstöður í stærstu baráttumálum heimilanna. Stjórn og starfsmenn samtakanna óska félagsmönnum til hamingju með afmælið, og velfarnaðar á nýju ári.

 

Lesa áfram...

Hagsmunasamtök heimilanna gagnrýna uppgreiðslugjöld Arion banka vegna séreignarsparnaðar

Hagsmunasamtök heimilanna gagnrýna eindregið það sem nú hefur komið fram í fjölmiðlum, að verkefnisstjórn um framkvæmd höfuðstólslækkunar íbúðalána skuli ekki hafa talið það vera hlutverk sitt að semja við lánastofnanir um að ráðstöfun séreignarsparnaðar til lækkunar lána myndi verða undanþegin uppgreiðslugjöldum. Umsækjendur um leiðréttingar hljóta að verða að gera þá kröfu til stjórnvalda að allar greiðslur inn á lán hvort heldur sem er vegna almennu leiðréttingarinnar eða vegna séreignarsparnaðar verði án aukakostnaðar fyrir lántakendur. Eðlilegt væri að verkefnastjórn um leiðréttingu hefði milligöngu um að tryggja að svo yrði gagnvart öllum lánveitendum.

Lesa áfram...
Subscribe to this RSS feed

© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum