Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

Nýbirt gögn styðja málflutning Hagsmunasamtaka heimilanna

Víglundur Þorsteinsson fyrrverandi stjórnarformaður BM Vallár sendi í gærkvöldi frá sér fréttatilkynningu ásamt miklu magni af gögnum er varða stofnun nýju viðskiptabankanna og yfirfærslur lánasafna frá föllnu bönkunum til þeirra nýju. Gögnin ásamt greinargerð Víglundar um innihald og merkingu þeirra, styðja fyllilega þann málflutning sem Hagsmunasamtök heimilanna hafa haldið úti svo að segja frá stofnun þeirra fyrir rúmum 6 árum síðan. Það er að segja að við yfirfærslu þessa og þá gjörninga sem tóku við í framhaldi hafi margvíslegum rangindum verið beitt, þannig að hagsmunum heimila og almennings hafi verið stórlega misboðið.

Samtökin hafa á undanförnum árum staðið í margvíslegri gagnaöflun, og reynt með öllum ráðum að komast yfir og gera opinberar sem mestar upplýsingar um þetta ferli allt saman, í nafni gagnsæis og til þess að sýna fram á hversu gróflega framferði fjármálafyrirtækja hafi brotið og sé enn að brjóta gegn lögum og hagsmunum almennings. Ekki má heldur gleyma "hinum" fjármálafyrirtækjunum það er að segja öðrum en stóru bönkunum þremur, til að mynda fjármögnunarfyrirtækjum eða fyrirtækjum á borð við Dróma hf. sem eru jafnvel ekki löglega skráð fjármálafyrirtæki.

Smellið hér til að heimsækja skjalabirtingarsvæði HH á vefbókasafninu Scribd, þar sem finna má mikinn fjölda gagna um framferði bankanna.

Meðal þess sem ráða má af gögnum Víglundar er að ekki aðeins hafi almenningur og margir stjórnmálamenn verið blekktir, heldur hafi jafnvel dómstólar landsins einnig verið beittir blekkingum í tengslum við hin ótalmörgu og gríðarlega umfangsmiklu málaferli sem bankar og aðrir kröfuhafar hafa herjað á heimili og fyrirtæki með undanfarin 6 ár. Því verður varla lýst með nógu sterkum orðum hversu alvarlega slíkt framferði vegur að virðingu dómskerfisins, og þar með að sjálfu réttarríkinu, að eyða svo miklu sem raun ber vitni af takmörkuðum tíma dómstólanna að ófyrirsynju í tilhæfulaus málaferli árum saman.

Ítarlega hefur verið fjallað um afhjúparnir Víglundar í helstu fjölmiðlum í dag, en fyrsta fréttin af þeim birtist á vef Útvarps Sögu nokkru eftir miðnætti í gærkvöldi, ásamt þeim gögnum sem um ræðir. Hér fyrir neðan er tilkynning Víglundar í heild sinni, ásamt tenglum á gögnin sem vísað er til.

Meðfylgjandi þessari fréttatilkynningu er bréf mitt til forseta Alþingis Einars Kristins Guðfinnssonar í dag. Með bréfinu sendi ég honum alla stofnúrskurði FME frá október 2008 um stofnun nýju bankanna þriggja ásamt fylgigögnum um nákvæmar forsendur fyrir flutningi og afskriftum einstakra lána einstaklinga og fyrirtækja við flutning úr gömlu bönkunum í þá nýju. Gögnum þessum hefur til þessa verið haldið leyndum með skipulegum hætti.
 
Í þeim gögnum gefur að lesa nákvæmlega allar forsendur og lista yfir stærstu lánin sem flutt voru yfir og afskriftir þeirra. Þessi gögn staðfesta með óyggjandi hætti það sem lengi hefur verið haldið fram af mörgum aðilum svo sem Hagsmunasamtökum heimilanna, Framsóknarflokknum og fleiri samtökum og einstaklingum að nýju bankarnir eignuðust aldrei neitt annað en afskrifaðar eignir / kröfur á fólk og fyrirtæki. Þannig voru kröfurnar færðar á nettóvirði í bækur hinna nýju banka.
 
Samningar ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur undir forystu þáverandi fjármálaráðherra Steingríms J. Sigfússonar á árinu 2009 leiddu til þess að þessir stofnúrskurðir voru afturkallaðir með ólögmætum hætti í þágu erlendra vogunarsjóða og mjög alvarlegum íþyngjandi efnahagslegum afleiðingum fyrir einstaklinga og fyrirtæki í landinu. Með því að gera þessa formlegu stjórnvaldsúrskurði Fjármálaeftirlitsins opinbera og öllum aðgengilega þýðir ekki lengur fyrir fyrrverandi ráðherra og embættismenn svo og bankamenn að þræta um málin. Nú verða gögnin með öllum forsendum aðgengileg til skoðunar fyrir alla sem það kjósa. Gögnunum fylgir jafnframt 8 bls. minnisblað þar sem gerð er stutt grein fyrir helstu atriðum þessara gagna. Í seinni hluta minnisblaðsins er síðan fjallað um líkleg lögbrot ráðherra, embættismanna og bankamanna á fjölmörgum íslenskum lögum frá árinu 2009 allt fram á þennan dag. Minnisblaðið fylgir í viðhengi. Þar ber hæst umfjöllun um meint brot á almennum hegningarlögum auk annara laga svo sem stjórnsýslulaga og laga um fjármálafyrirtæki. Sýnist sú samræmda brotastarfssemi hafa verið viðtækari og varað lengur en dæmi eru um svo kunnugt sé og afleiðingarnar alvarlegri fyrir þjóðina en hægt er að ná utan um í tölum einum og sér.
 
Til viðbótar við þessa auðgun vogunarsjóða og erlendra kröfuhafa að fjárhæð á milli 300-400 milljarða eru enn verri þær afleiðingar þessa örlætisgjörnings Steingríms og Jóhönnu að hafa framlengt kreppuna vegna hrunsins um mörg ár með enn alvarlegri afleiðingum fyrir fólk og fyrirtæki.
 
Garðabæ 22.01.2015
Víglundur Þorsteinsson
Hér má jafnframt nálgast öll skjölin sem um ræðir:

Bréf Víglundar til forseta Alþingis
Minnisblað um stofnúrskurði FME
Ákvörðun FME vegna Landsbankans
Ákvörðun FME vegna Kaupþings
Ákvörðun FME vegna Glitnis
Forsendur fyrir skiptingu efnahagsreikninga
Stofnefnahagsreikningur Nýja Landsbankans
Stofnefnahagsreikningur Nýja Kaupþings
Stofnefnahagsreikningur Nýja Glitnis


© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum