Dagar verðtryggðra neytendalána taldir
Eitt stærsta verkefni Hagsmunasamtaka heimilanna undanfarin ár hefur verið málarekstur fyrir dómstólum, þar sem hefur verið látið reyna á lögmæti verðtryggðra neytendalána. Nú eru liðin þrjú ár síðan mál var höfðað í því skyni gegn Íbúðalánasjóði. Upphaflega var gert ráð fyrir að málið gæti fengið flýtimeðferð og voru jafnvel sett lög í því skyni, en engu að síður hefur það undið margvíslega upp á sig og tafist svo mikið sem raun ber vitni. Það er því nokkuð ánægjuefni að málið hefur loksins komist á dagskrá Hæstaréttar Íslands til efnislegrar meðferðar, þann 20. nóvember næstkomandi. Á þessum tímamótum er kannski við hæfi að líta yfir farinn veg og rifja upp framgang málsins frá upphafi.
15. mars 2012 - Málskostnaðarsjóður HH stofnaður
18. október 2012 - Mál höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur
18. desember 2012 - Íbúðalánasjóður krefst frávísunar
4. apríl 2013 - Málflutningur um frávísunarkröfu í héraði
30. apríl - Héraðsdómur úrskurðar og vísar málinu frá dómi
14. maí 2013 - Frávísun kærð til Hæstaréttar Íslands
29. maí 2013 - Hæstiréttur staðfestir frávísunarúrskurð
22. október 2013 - Mál höfðað að nýju fyrir héraðsdómi
16. janúar 2014 - Íbúðalánasjóður krefst frávísunar
28. mars 2014 - Héraðsdómari úrskurðar sig vanhæfan í málinu
9. apríl 2014 - Úrskurður um hæfi dómara kærður til Hæstaréttar
30. apríl 2014 - Hæstiréttur úrskurðar héraðsdómara hæfan
16. maí 2014 - Málflutningur um frávísunarkröfu í héraði
19. maí 2014 - Héraðsdómur úrskurðar og hafnar frávísun
3. september 2014 - Ákveðið að aðalmeðferð í héraði verði 23. október
21. október 2014 - Aðalmeðferð í héraði frestað til 13. nóvember
24. október 2014 - Aðalmeðferð í héraði frestað til 8. desember
28. nóvember 2014 - Dómstjóri ákveður að héraðsdómur verði fjölskipaður
28. nóvember 2014 - Aðalmeðferð í héraði frestað til 5. janúar 2015
5. janúar 2015 - Málflutningur og mál dómtekið í héraði
6. febrúar 2015 - Dómsuppkvaðning í héraði og Íbúðalánasjóður sýknaður
27. mars 2015 - Héraðsdómi áfrýjað til Hæstaréttar Íslands
13. maí 2015 - Greinargerð áfrýjenda lögð fram
11. júní 2015 - Greinargerð Íbúðalánasjóðs lögð fram
20. nóvember - Aðalmeðferð fyrir Hæstarétti Íslands
Dagar verðtryggðra neytendalána verða taldir niður hér hægra megin á síðunni fram að málflutningi. Einnig er rétt að minna á að tekið er við frjálsum framlögum til að standa straum af kostnaði við málaferlin í sérstakan málsóknarsjóð á reikning nr. 1110-05-250427, kt. 520209-2120.