Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

Við krefjumst leiðréttingar lána og afnáms verðtryggingar

Hagsmunasamtök heimilanna hafa hrundið af stað undirskriftasöfnun fyrir almennri leiðréttingu stökkbreyttra lána og afnámi verðtryggingarinnar.

Kröfugerð undirskriftasöfnunarinnar er:
„Í nafni almannahagsmuna krefjumst við undirrituð almennra og réttlátra leiðréttinga á stökkbreyttum lánum heimilanna og afnáms verðtryggingar.

Hafi stjórnvöld ekki orðið við þessari kröfu fyrir 1. janúar 2012 jafngildir undirskrift mín kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu um kröfugerðina.“

Undirskriftasöfnunin fer fram hér á heimilin.is og á undirskrift.heimilin.is og jafngildir þátttaka kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu, verði stjórnvöld ekki við kröfugerð samtakanna.

Smelltu hér og taktu þátt í undirskriftarsöfnuninni

Vegna kröfunnar um þjóðaratkvæðagreiðslu, telja samtökin nauðsynlegt að þeir sem taka þátt í undirskriftarsöfnuninni gefi upp bæði nafn og kennitölu, með lagalegum fyrirvörum um persónuvernd. Þetta er gert með það fyrir augum að auka vægi aðgerðarinnar og torvelda misnotkun. Jafnframt verður viðkomandi gefinn kostur á að velja hvort nafn birtist á stuðningslista undirskriftarsíðunnar.

Undirskriftasöfnunin er víðtækasta aðgerð Hagsmunasamtaka heimilanna fram að þessu. Undirskriftir verða afhentar stjórnvöldum 1. október þegar Alþingi kemur saman á ný.

Krafan um þjóðaratkvæðagreiðslu er eðlileg í ljósi þeirra víðtæku og almennu hagsmuna sem eru í húfi. Niðurstaða könnunar sem samtökin létu framkvæma bendir til þess að um 75-80% þjóðarinnar sé hlynnt hugmyndum um almenna leiðréttingu lána og afnám verðtryggingar.  Því er brýnt að þjóðin fái að segja sitt álit umbúðalaust séu stjórnvöld í vafa eða ófús til verksins.

Sýnt hefur verið ítrekað fram á að verði ekki ráðist í almennar leiðréttingar á stökkbreyttum lánum heimilanna og verðtryggingin afnumin, stefnir íslenska þjóðarbúið hægt en örugglega í langvinnt og sáraukafullt samdráttarskeið.

Standa má að almennum lánaleiðréttingum og afnámi verðtryggingarinnar með ýmsu móti. Hver endanleg ákvörðun verður kemur í hlut ríkisstjórnar og Alþingis að meta með hliðsjón af pólitískum vilja og áherslum hvers og eins. Hagsmunasamtökum heimilanna er ljóst að margar leiðir eru færar og því snýst málið um pólitíska ákvörðun, kjark og þor til framkvæmda.

Þessu til áréttingar er fjallað um fjórar mismunandi leiðir á undirskift.heimilin.is, vefsíðu undirskriftarsöfnunarinnar eða eignamánsmleið, leiðréttingarskattur, skiptigengisleið og vísitöluleið.  

Samtökin vilja undirstrika tvennt:
•    Ríkisstjórnarflokkarnir hafi greiða aðkomu að málinu, óháð því hvort almennar lánaleiðréttingar eigi í hlut eða afnám verðtryggingarinnar. Skorist stjórnvöld undan því, er það vegna þess að pólitíska viljann skorti, en ekki vegna þess að stjórnvöld eigi ekki aðkomu að málinu eða það sé ekki framkvæmanlegt, eins og látið hefur verið skína í undanfarin misseri af hálfu ríkisstjórnarinnar.
•    Hagsmunasamtök heimilanna starfa á þverpólitískum grunni og munu þar af leiðandi ekki taka afstöðu til þess hvaða leið verði farin, svo framarlega að ráðist verði í almennar lánaleiðréttingar á stökkbreytingu lána umfram það sem eðlilegt getur talist miðað við verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands og á sama tíma afnám verðtryggingarinnar.


Taka þátt í undirskriftarsöfnuninni

Ítarefni:

Sjá fréttatilkynningu sem dreift var til fjölmiðla

 


© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum