Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

Raddir fólksins og Tökum torgin á laugardag kl. 15

Á laugardag 15. október kl. 15:00 hefja Raddir fólksins upp raust sína undir stjórn Harðar Torfasonar. Viðburðurinn er hluti af alþjóðlegum mótmælum gegn fjármálakerfi sem hefur yfirdrifin völd án nokkurs lýðræðislegs umboðs.

Formaður HH, Andrea J Ólafsdóttir flytur erindi fyrir hönd samtakanna. Félagsmenn eru hvattir til að mæta.

 

Samtökin Raddir fólksins efna til fundarins sem boðaður er á Austurvelli, en Hörður verður fundarstjóri.

Í 45 löndum verður mótmælt þennan sama dag og beinast þau gegn stjórn- og fjármálakerfum heimsins. Í tilkynningu frá Röddum fólksins segir að þennan dag muni milljónir manna safnast saman á torgum og mótmæla ofbeldi stjórn- og fjármálaheimsins gagnvart almenningi og krefjast þess að stjórnmálamenn taki umsvifalaust kröfur almennings fram fyrir kröfur fjármálaheimsins.

 

Hörður fór mikinn í búsáhaldabyltingunni svokölluðu þar sem hann skipulagði útifundi. Hann segir það ekki vera svo að byltingin sé að hefjast aftur þó að hann sé kominn fram á sjónarsviðið á Íslandi á ný, hún sé einfaldlega að halda áfram.
„Þessi bylting er um allan heiminn. Þetta hefur aldrei gerst áður í mannkynssögunni það sem er að gerast í dag. Þetta er það sem erindi mín hafa gengið út á erlendis, og reyndar hér líka, nú er kominn sá tími að við getum skipst á upplýsingum, netið gefur okkur þessi tækifæri. Stjórnmála- og fjármálamenn eru ennþá í gamla farinu, haldandi að þeir geti logið að almenningi. Þetta gengur ekki lengur,“ segir Hörður.

Á laugardaginn er einnig boðað til mótmæla af hreyfingunni Tökum torgin

Ætlunin er að koma saman á Lækjartorgi og láta í ljós andstöðu við fjármálavaldið og krefjast alvöru lýðræðis, eins og gert verður um allan heim þennan dag.

Samskonar aðgerðir hafa verið boðaðar í 662 borgum í 79 löndum um allan heim.

Tilkynning frá 15. októberhreyfingunni – Mótmæli gegn fjármálaveldi og alvöru lýðræðis krafist í 662 borgum í 79 löndum.

Sjá Facebook viðburð.

Sjá vefsíðu um viðburðinn á heimsvísu.

Hinn 15. október mun almenningur um heim allan fara út á götur og torg. Frá Ameríku til Asíu, frá Afríku til Evrópu rís fólk upp til að krefjast réttar síns og alvöru lýðræðis. Tími er kominn til að við sameinumst í friðsömum mótmælum um heim allan.

Núverandi valdhafar vinna einungis í þágu örfárra og hundsa bæði vilja meirihlutans og þann fórnarkostnað sem mannfólk og umhverfi verður að bera. Þetta er óþolandi staða sem verður að taka enda.

Við munum einum rómi gefa stjórnmálamönnunum, og fjármálaelítunni sem þeir þjóna, til kynna að það er okkar, fólksins, 99 prósentanna, að ákveða okkar eigin framtíð. Við erum ekki vörur í þeirra höndum til að höndla með, né heldur í höndum bankamannanna sem eru ekki fulltrúar okkar.

Hinn 15. október ætlum við að hittast á götum úti og hefja þær hnattrænu breytingar sem við viljum sjá. Við munum mótmæla friðsamlega, ræða saman og skipuleggja okkur þar til við náum þeim fram.

Tími er kominn til að sameinast. Tími er kominn fyrir þá að hlusta.

Almenningur um allan heim, rísum upp 15. október.

 


© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum