Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

HH setja þjóðaratkvæðagreiðslu á dagskrá

Þann 1. október 2011 afhenti formaður Hagsmunasamtaka heimilanna forsætisráðherra undirskriftir 33.525 einstaklinga sem krefjast afnáms verðtryggingar og almennra leiðréttinga á lánum heimilanna.  Hafi stjórnvöld ekki orðið við kröfunni fyrir 1. janúar 2012 jafngilda undirskriftirnar kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu um kröfugerðina.  Hægt verður að skrifa undir til áramóta á vefslóðinni undirskrift.heimilin.is.


Í framhaldi af afhendingu undirskriftanna tilkynnti forsætisráðuneytið þann 4. október 2011 að ákveðið hefði verið að kalla saman sérfræðingahópinn sem vann skýrslu um skuldavanda heimilanna fyrir um ári síðan.  Hópnum væri nú ætlað að leggja mat á hið svokallaða „svigrúm“ bankanna til að leiðrétta skuldir heimilanna.  Jafnframt tilkynnti ráðuneytið, að samtökunum forspurðum, að Hagsmunasamtök heimilanna væru enn aðili að hópnum.  Þá tilkynnti forsætisráðuneytið að Hagfræðistofnun hefði verið falið að leggja mat á kröfur samtakanna.

Minnug um þá atburðarás sem átti sér stað í kjölfar mótmælanna á Austurvelli þann 4. október 2010 lýstu samtökin því yfir að nú þyrfti annað og meira að koma til.  Þann 6. október 2011 sendu samtökin forsætisráðherra drög að viljayfirlýsingu og settu jafnframt fram það skilyrði fyrir samstarfi að rætt yrði saman og komist að sameiginlegri niðurstöðu um nálgun á viðfangsefnið.  Daginn eftir átti formaður samtakanna fund með forsætisráðherra og viljayfirlýsingin tekin til skoðunar af hálfu stjórnvalda.

Af framgöngu stjórnvalda í samskiptum við samtökin á undanförnum vikum að dæma er hins vegar ljóst að stjórnvöld og samtökin munu ekki, að svo komnu máli, komast að sameiginlegri niðurstöðu um nálgun á viðfangsefnið. Hagsmunasamtök heimilanna lýsa því yfir miklum vonbrigðum með að stjórnvöld skynji ekki nauðsyn þess að stíga hið pólitíska skref í átt til þeirra fjölmörgu sem afnáms verðtryggingar og leiðréttingu lána hafa krafist.

Í niðurlagi setningarræðu Jóhönnu Sigurðardóttur á nýafstöðnum landsfundi Samfylkingarinnar er komið inn á þá þætti sem hún segir að „við verðum að leiða til lykta áður en kjörtímabilið er allt“.  Þar var því miður heldur ekkert að finna um afnám verðtryggingar og leiðréttingu lána.  Samtökin velta því fyrir sér hvort sú staðreynd kunni að vera til marks um alvarlegt sambandsleysi við hjartslátt þjóðarinnar.

Hagsmunasamtök heimilanna munu því hefja vinnu við að koma þjóðaratkvæðagreiðslu um kröfur samtakanna á dagskrá.

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna, 24. október 2011

 

Sjá viljayfirlýsingu hér; Viljayfirlýsing HH við stjórnvöld hvorki samþykkt né rædd


© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum