Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

Fyrsta lögbann sinnar tegundar

Í gær tók sýslumaðurinn í Reykjavík fyrir fyrstu lögbannsbeiðni sinnar tegundar, á grundvelli laga nr. 141/2001 til verndar heildarhagsmunum neytenda. Var það beiðni Hagsmunasamtaka heimilanna (HH) og talsmanns neytenda (TN) um að lagt yrði lögbann vegna vörslusviptinga án atbeina handhafa opinbers valds, þ.e. án heimildar dómara eða sýslumanns. Sýslumaður gerði kröfu um tryggingu að fjárhæð 3.000.000 kr. og féll ekki frá henni þrátt fyrir rökstudd mótmæli HH og TN í þá veru að trygging ætti ekki við í slíkum málum auk þess sem beiðnin lyti aðeins að því að farið væri að lögum. Sýslumaður hefur heimild til þess að víkja frá tryggingarkröfu ef réttmæti lögbanns er "tvímælalaust í ljósi atvika." Neitaði hann að rökstyðja afstöðu sína í því efni.



Röksemdir HH og TN fyrir því að tryggingargjald ætti ekki við eru eftirfarandi;
1.  Lagaheimild skortir enda segir í 2. ml. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 141/2001:"Um lögbannsbeiðni, meðferð hennar, lögbannið sjálft, áhrif þess og höfðun máls til að fá það staðfest gilda almennar reglur að öðru leyti". Þarna er ekki vísað til efnisskilyrðis fyrir lögbanni um tryggingu og því engin lagaheimild fyrir hendi. Reglur um að undantekningarreglur beri að skýra þröngt hníga að sömu niðurstöðu.
2.  Jafnvel þótt lagaheimild væri fyrir hendi er tilgangur tryggingar (eins og bankaábyrgðar) ljóslega sá að tryggja greiðslugetu sem ekki verður efast um í tilviki ríkisaðila á borð við embætti talsmanns neytenda. Greiðsluvilji er ekki vandamál enda bótaréttur gerðarþola skýr vegna málskostnaðar og annars tjóns ef lögbann yrði ekki staðfest.
3.  Með vísan til röksemda í fyrra tölvuskeyti formanns Hagsmunasamtaka heimilanna (HH) er trygging andstæð tilgangi laga nr. 141/2001 enda virðast engin dæmi um slíkt í evrópskri réttarframkvæmd eins og kom fram í áðursendum gögnum
4.  Með vísan tiil neðangreindra röksemda í tölvuskeyti formanns HH er rétt að sýslumaður falli hvað sem öðru líður frá því að sett verði trygging enda hagsmunir umbjóðenda gerðarbeiðenda miklum mun meiri og skýrari en hagsmunir gerðarþola og réttmæti lögbannsgerðarinnar gegn löglausum vörslusviptingum tvímælalaust í ljósi atvika, sbr. 5. tl. 3. mgr. 16. gr. laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann o.fl., sbr. 2. mgr. 30. gr. sömu laga.

HH og TN höfnuðu tryggingarkröfu sýslumanns og munu bera ákvörðun hans undir dómara.


© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum