Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

Gögn sýna vafasama starfshætti samráðshóps vegna gengislána

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna (HH) hefur móttekið og yfirfarið fundargerðir og önnur gögn samráðshóps vegna gengislánadóms Hæstaréttar nr. 600/2011, sem umboðsmaður skuldara (UMS) afhenti samtökunum í síðustu viku. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að synjun UMS á beiðni HH um aðgang að gögnunum hafi verið óheimil, og að tafarlaust skyldi veita aðgang að þeim eins og hefur nú verið gert.

Af upplýsingum sem fram koma í gögnunum þykir HH einsýnt að umtalsverðir og alvarlegir meinbugir hafi verið á starfsháttum samráðshópsins, sem starfaði eftir undanþáguskilyrðum samkvæmt ákvörðun Samkeppniseftirlisins nr. 4/2012 um heimild til afmarkaðs samstarfs um að hraða úrvinnslu mála vegna ólögmætra gengistryggðra lána. Vandséð er að hagsmuna neytenda hafi verið gætt nægilega í samráðinu, heldur skín það þvert á móti í gegn að fjármálafyrirtækin hafi stýrt samráðsferlinu með sína eigin hagsmuni að leiðarljósi. Má þar nefna að umboðsmaður skuldara gerði engar athugasemdirvið það að lánveitendur undu illa banni við fullnustugerðum og samstarfi umfram skilyrðin sem skýrt var kveðið á um í ákvörðun nr. 4/2012. Bréfaskipti áttu sér stað milli fulltrúa Samtaka Fjármálafyrirtækja og Samkeppniseftirlitsins varðandi þessi atriði sem ekki fylgdu með þeim gögnum sem umboðsmaður skuldara afhenti HH í síðustu viku, en samtökin hafa nú óskað eftir því við Samkeppniseftirlitið að fá jafnframt aðgang að þeim.

Gögn samráðshópsins sýna svo vart verður um villst, að aðkoma Samtaka Fjármálafyrirtækjanna (SFF) að samráðsferlinu hafi farið langt út fyrir það sem ákvörðun nr. 4/2012 heimilaði, þ.e. að “útvega fundaraðstöðu og ritara”.  HH hafa nú sent viðbótargögn til Samkeppniseftirlitsins við kæru samtakanna vegna ofangreindrar aðkomu SFF, en kæran var send eftirlitinu í júní sl. Þátttaka opinberra aðila, einkum UMS, sem gerð var að skilyrði m.a. sem aðhald gegn hugsanlegu misferli í samráðsferlinu, virðist í raun hafa snúist upp í andhverfu sína, þar sem ítrekað misferli virðist hafa átti sér stað, með vitund og jafnvel þáttöku umboðsmanns skuldara. Auk þess kemur fram að fulltrúar frá Samtökum Atvinnulífsins (SA) hafi setið nokkra af fundum samráðshópsins, en Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) eru eitt af sjö aðildarfélögum SA. Telja Hagsmunasamtök heimilanna að aðkoma þeirra kunni einnig að hafa brotið í bága við undanþáguskilyrði Samkeppniseftirlitsins.

Í samantekt um lögfræðileg álitefni sem áður hefur verið birt opinberlega eru útlistuð ýmis álitaefni í alls 22 stafliðum, en aðeins getið um neytendasjónarmið í einum þeirra. Gögn samráðshópsins styðja þessar áherslur, og virðist sem neytendasjónarmið hafi alls ekki fengið að njóta sín sem skyldi í samráðsferlinu. Á lista yfir dómsmál kemur fram að talið var að reyna myndi á neytendasjónarmið í einungis þremur af ellefuprófmálum sem höfða átti til að skera úr um álitaefni um gengislán. Þetta litla vægi þykir skjóta skökku við þær áherslur sem lagðar voru til grundvallar ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um undanþágu frá samkeppnislögum, meðal annars þær að tryggja skyldi að “neytendur njóti sanngjarnrar hlutdeildar í ávinningi samstarfsins”.

Gögn samráðshópsins má nálgast hér (PDF 4,07 MB)

Tilvísanir:

Tilkynning Samkeppniseftirlitsins 9. mars um ákvörðun nr. 4/2012

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2012 (PDF)

Fréttatilkynning HH 16. ágúst 2012 um kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál

Fréttatilkynning UMS 16. ágúst vegna kæru til úrskurðarnefndar

Úrskurður nefndar um upplýsingamál nr. A-463/2012 frá 20. desember

Fréttatilkynning HH 4. janúar 2013 vegna úrskurðar nefndar um upplýsingamál


© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum