Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

HH gagnrýna harðlega samning ráðuneytis við SFF um kennslu í fjármálalæsi

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gert samning við Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) um átak og aðgerðir til að efla fjármálalæsi í grunn- og framhaldsskólum. Samningurinn felur í sér að SFF fjármagnar verkefnið, þar á meðal laun verkefnisstjóra og námsefnisgerð.

Sjá fréttatilkynningu Mennta- og menningarmálaráðuneytisins 14. janúar 2013

Af skjölum ráðuneytisins um málið, sem Hagsmunasamtök heimilanna (HH) hafa nú fengið afhent í samræmi við upplýsingalög, má ráða að til þessa samstarfs hafi verið stofnað að frumkvæði SFF. Með slíkum samningi gefst heildarsamtökum fjármálafyrirtækja einstakt tækifæri til að hafa áhrif á væntanlega viðskiptavini á landsvísu og neytendur framtíðarinnar.

Stjórn HH gagnrýnir samningsgerð sem þessa harðlega og telur óeðlilegt að hagsmunasamtök fyrirtækja í atvinnulífinu fjármagni slíka fræðslustarfsemi á vegum ráðuneyta og opinberra stofnana. Sérstaklega í ljósi þeirrar gagnrýni sem kom fram í skýrslu rannsóknarnefnar Alþingis um orsakir og afleiðingar falls viðskiptabankanna, varðandi óeðlileg áhrif hagsmunaaðila á kennslu og rannsóknir. Þó svo að þar hafi sérstaklega verið vísað í efri skólastig telja HH hættuna á óeðlilegum áhrifum síst minni á grunn- og framhaldsskólastigum.

Margir aðilar sem vinna sérstaklega fyrir hagsmuni neytenda á þessu sviði væru mun vænlegri kostir til að vinna að því að byggja upp gagnrýna og meðvitaða fjármálavitund barna og unglinga, en virðast ekki hafa verið fengnir til samstarfs eða beðnir umsagnar um málið, þar á meðal HH.

Eðlilegast er að mótun menntastefnu og þar á meðal opinber fræðsla á sviði fjármála sé kostuð af ríkinu sjálfu, en námsefni ætti aldrei að vera niðurgreitt af aðilum sem eiga augljósra einhliða hagsmuna að gæta. Rétt eins og óæskilegt væri ef sælgætisframleiðendur fjármögnuðu námsefni og kennslu í næringarfræði.

Fylgiskjöl

 


© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum