Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

Viðhorfskönnun meðal félagsmanna HH 2013

Hagsmunasamtök heimilanna sendu út viðhorfskönnun til  félagsmanna nú í lok febrúar. Slíkar kannanir hafa verið gerðar árlega frá árinu 2009. Margt er athyglisvert í niðurstöðunum, en í þeim kemur fram samanburður milli ára á nokkrum þáttum. Aðeins þeir félagsmenn sem höfðu merkt við að þeir vilji svara könnunum samtakanna fengu þátttökuhlekk í tölvupósti. Svarhlutfall var 32%, eða 2.784 þátttakendur.



Smella hér til að sækja niðurstöður könnunar.

Samsetning félagsmanna hefur lítið breyst frá árinu 2012. Mest breyting hefur þar orðið á stöðu á vinnumarkaði, þar sem svarendum í fullri vinnu og sjálfstætt starfandi hefur fækkað nokkuð. Hvað varðar stuðning við stjórnmálaflokka endurspegla niðurstöðurnar aukið fylgi Framsóknarflokksins að undanförnu. Athygli vekur hins vegar að  tæp 30% ætla ekki að kjósa eða skila auðu.

Spurt var um hvort þátttakendur hefðu beðið um að fá að sjá frumrit lánasamninga, en langflestir svara því til að þeir hafi ekki beðið um eintak. Stjórn HH hvetur félagsmenn til að óska eftir því við lánastofnanir að fá að sjá frumrit samninga sinna. Einnig er athyglisvert að skoða svör lántaka með gengislán, en í ljós kemur að 78% þeirra hafa ekki fengið endurútreikning í samræmi við dóma Hæstaréttar.

Spurt var um embætti Umboðsmanns skuldara (UMS), en í ljós kemur að aðeins um fjórðungur þeirra sem leitað hafa til embættisins hafa fengið lausn sinna mála. Athygli vekur að 26% hefur verið vísað frá og 16% svarenda segjast ekki vita hver staða málsins er. Einnig var spurt um það hvort fólk hefði þurft að leita sér mataraðstöðar, og svöruðu 13% þeirri spurningu játandi. Það er athyglisvert að af þeim höfðu um 80% leitað eftir aðstoð hjá fjölskyldu eða vinum, sem gefur til kynna að opinberar tölur um mataraðstoð hjá hjálparsamtökum gefi alls ekki rétt mynd af því hversu stór hluti fólks er í neyð.

Hið ánægjulega við niðurstöðurnar fyrir stjórn HH er að ánægðum með störf stjórnar hefur fjölgað enn frekar og dregið hefur úr hlutfalli óánægðra.


© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum