Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

Athygli vakin á tilmælum FME til lánastofnana

Nýverið gaf Fjármálaeftirlitið út tilmæli sem send voru með dreifibréfi til lánastofnana, slitastjórna og dótturfélaga vegna svonefndra gengistryggðra lána. Hagmunasamtök heimilanna vilja vekja athygli á tilmælunum því þau eiga brýnt erindi til fjármálafyrirtækja og þó fyrr hefði verið. Samtökin taka undir með FME um að fjármálafyrirtæki sinni skyldum og virði lögmætan rétt viðskiptavina til skjótra úrlausna sinna mála. Hagsmunasamtök heimilanna brýna fyrir lánveitendum, slitastjórnum og dótturfélögum að neytendur skulu ávallt njóta vafa þar til allri réttaróvissu hefur verið eytt.

Rétt er að taka fram að lán sem nefnd eru í tilmælum lögleg erlend lán eru ekki til nema um erlenda lánastofnun sé að ræða eða lán til erlends aðila (sjá nánari skýringar í svari við fyrirspurn spyr.is). Hagsmunasamtök heimilanna taka eftir sem áður undir tilmæli FME um að lántakar fái lagalegar skýringar í hendur um það hvernig lán geti talist gjaldeyrislán en ekki gengistryggt lán. Lánastofnanir geta ekki einhliða tekið slíka ákvörðun varðandi nein gengistengd lán að mati samtakanna. Fjármálastofnanir þurfa að sanna að um lögmætt gjaldeyrislán sé að ræða. Í því sambandi er FME hvatt til að senda út leiðsögn til fjármálafyritækja um að sönnunarbyrði liggi þeirra megin, sérstaklega þegar um neytendur er að ræða, enda sé ekki nema eðlilegt að minnimáttar í viðskiptasambandi njóti vafans.

Sjá tilmæli FME

f.h. Hagsmunasamtaka heimilanna

Ólafur Garðarsson

formaður stjórnar

 


© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum