Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

AÐVÖRUN TIL NEYTENDA: Skoðið vaxtaskilmála lánssamninga ykkar

AÐVÖRUN TIL NEYTENDA: Skoðið vaxtaskilmála lánssamninga ykkar

Neytendastofa hefur ítrekað staðfest að ýmsar útgáfur lánaskilmála um breytilega vexti brjóti í bága við lög um neytendalán og vaxtahækkanir á grundvelli þeirra hafi því verið ólögmætar.

Skilmálar um breytilega vexti sem tilgreina ekki við hvaða aðstæður eða skilyrði þeir breytist, heldur áskilja lánveitanda einhliða sjálfdæmi um ákvörðun vaxta, eru ólöglegir. 

Vaxtahækkanir á grundvelli ólöglegra skilmála fela í sér alvarleg brot á neytendarétti.

Slíkir skilmálar eru nokkuð algengir hér á landi. Ekki síst í útistandandi lánum sem voru veitt í gildistíð eldri laga um neytendalán frá árinu 1994, þar á meðal húsnæðislánum frá árinu 2001, en einnig eru dæmi um slíka skilmála í nýrri lánum.

Þrátt fyrir ítrekaða úrskurði og dóma um ólögmæti skilmála um breytilega vexti og í sumum tilvikum viðurkenningu fjármálafyrirtækjanna sjálfra á ólögmæti þeirra, hafa þau þó oftar en ekki þráast við að leiðrétta hlut viðskiptavina sinna ef þeir sækjast ekki sérstaklega eftir því. Þannig hefur hver og einn neytandi verið settur í þá stöðu að þurfa að leita réttar síns sérstaklega, í stað þess að slík leiðrétting fari fram sjálfkrafa með samræmdum hætti sem nái jafnt yfir alla að ganga.

Hagsmunasamtök heimilanna hvetja því neytendur til að skoða lánssamninga sína og athuga hvort löglegir skilmálar hafi legið að baki mögulegum vaxtahækkunum.

Samtökin benda enn fremur á ábyrgð stjórnvalda þegar brotið er á neytendum.

Stjórnvöldum ber að sjá til þess að fjármálafyrirtæki, hvort sem það eru bankar eða lífeyrissjóðir, hlíti niðurstöðum eftirlitsstofnana eða sæti að öðrum kosti lögbundnum viðurlögum.

Það er engin heilbrigð skynsemi í því að hver og einn þurfi að fara í mál um það nákvæmlega sama og allir aðrir í sömu stöðu. Það á aldrei að vera undir lögbrjótum komið hvort þeir bæti fyrir brot sín eða ekki. Breytir þá engu hvort um ásetning eða (endurtekin) „mistök“ sé að ræða.

Hagsmunasamtök heimilanna bjóða neytendum upp á leiðbeiningar og aðstoð við að leita réttar síns. Hægt er að óska eftir aðstoð með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

 

Nánari upplýsingar á vefsíðu Hagsmunasamtaka heimilanna: 

 

Neytendatorg: Breytilegir vextir (almennar upplýsingar og ítarefni) 

 

Neytendaréttur og ólöglegar vaxtabreytingar (fréttatilkynning 24. júní 2019)

 

 


© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum