Framboð til stjórnar HH 2016-2017
Eftirfarandi tilkynningar hafa borist um framboð til stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna fyrir aðalfund 2016, sem haldinn verður á Hótel Cabin við Borgartún 32, á 7. hæð, 31. maí 2016 kl. 20:00.
- Framboð til aðalstjórnar:
- Guðrún Indriðadóttir
- Páll Böðvar Valgeirsson
- Pálmey Gísladóttir
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Bender
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Vilhjálmur Bjarnason
- Þórarinn Einarsson
- Framboð til varastjórnar:
- Anna Jonna Ármannsdóttir
- Jóhann Rúnar Sigurðsson
- Kristján Þorsteinsson
Eftirfarandi eru kynningar þeirra frambjóðenda sem komið hafa slíkum upplýsingum á framfæri nú þegar. Þeim frambjóðendum sem vilja kynna framboð sitt er bent á að senda slíkar upplýsingar á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og verða þær þá birtar hér á þessari síðu fram að fundinum.
Viðskipta- og lögfræðimenntaður raffræðingur og sáttasemjari.
Ég hef setið í aðalstjórn Hagsmunasamtaka Heimilanna síðastliðin þrjú ár. Þar hef ég notið þeirra forréttinda að vinna með góðu fólki að málefnum okkar sem berjumst fyrir því að missa ekki heimilin vegna þess þjóðfélagshruns sem varð árið 2008. Ég er þar engin undantekning og hef beitt öllum þeim vopnum er ég hef haft til að halda nefinu upp úr vatninu, enda einn af mörgum sem ekki hafa fengið fullnaðar leiðréttingu sinna mála, þrátt fyrir hvern dóminn á fætur öðrum neytendum í hag.
Síðastliðið ár hefur verið ár baráttu eins og hin fyrri, og sem borið hefur okkur öll áfram til vonar um betri tíð. Sum okkar hafa fengið málamynda bætur aðrir ekki, sum okkar hafa lika misst heimilin sín á árinu, en það er kominn tími til að allir komist að landi með sín mál. Því ber okkur að berjast áfram og við megum ekki gefa neitt eftir og mikilvægt er að hamra járnið og halda fókus þar til við erum öll komin að landi.
Ég býð mig áfram til setu í aðalstjórn HH, fjórða árið til að fylgja eftir þeim ávinningi er unnist hefur á þessum árum og allt til fullnaðar sigurs. Svo þeirri ánauð er hvílt hefur á heimilum okkar verði aflétt með sigri á réttlæti og trú á framtíðina fyrir okkur öll.
Ég heiti Sigrún Jóna Sigurðardóttir og er innfæddur Reykvíkingur en bjó á garðyrkjubúi norður í Eyjafjarðarsveit frá 18 ára aldri.
Ég á 4 börn öll búsett hér á landi, ennþá og við öll ég og börnin erum með verðtryggð lán á okkar íbúðum.
Það er svo langt síðan ég stofnaði heimili að ég hef bæði tekið venjulegt lán (1963) og verðtryggt. Ég get ekki sagt að þetta venjulega hafi verið skárra. Heldur verra ef eitthvað var. Það var vegna hárra vaxta og svo voru þeir breytilegir og maður gat aldrei gert neina fjárhagsáætlun.
Ég er búin að vera í stjórn Hagsmunasamtakanna í 4 ár. Fyrst sem varamaður svo í tvö ár sem aðalmaður og síðasta ár bauð ég mig bara fram sem varamann.
Nú býð ég mig fram í stjórnina sem aðalmaður.
Vona að þið treystið mér enn og aftur til að vinna fyrir heimilin í landinu.