Er Sýslumaðurinn í Reykjavík sérlegur erindreki fjármálakerfisins?
Aðför var gerð að Óskari Sindra hjá Sýslumanninum í Reykjavík 23. febrúar 2010. Óskar Sindri tapaði í desember á síðasta ári máli er var höfðað gegn honum í Héraðsdómi af SP fjármögnun vegna gengistryggðs bílaláns. Lýsing tapaði svo sambærilegu máli 13. febrúar. í héraðsdómi.
Gerðarbeiðandi Íslandsbanki lagði fram Aðfararbeiðni og krafðist fjárnáms fyrir kröfu að fjárhæð 2.145.081,- Í endurriti úr gerðarbók kemur ýmislegt athyglisvert fram en vakin er athygli á matsverði sýslumanns á fasteign (langt fyrir neðan fasteignamat og brunabótamat sem eru nær 30 millj.). Menn spyrja einnig af hverju þessi flýtir er á málinu.
Ofangreindu dómsmáli var áfrýjað sem þýðir að það verður tekið fyrir í Hæstarétti og í reynd ríkir enn réttaróvissa um það. Eftir árangurslaust fjárnám er næsta skref að krefjast gjaldþrots. Með gjaldþroti missir Óskar forræði yfir dómsmálinu fyrir Hæstarétti og það fer í hendur skiptastjóra. Hér virðist því vera leikflétta á ferðinni til að koma í veg fyrir að málinu verði snúið við í hæstarétti (næsta öruggt að mati margra lögmanna og nýleg niðurstaða í sambærilegu máli fyrir héraðsdómi bendir til). Sýslumaður kemur fyrir sjónir sem viljugur þátttakandi í þessari leikfléttu þar sem ekkert tillit er tekið til mótbára gerðarþola í ábendingum um réttaróvissu. Þess má geta að Rúnar Guðjónsson sýslumaðurinn í Reykjavík er faðir Guðjóns Rúnarssonar framkvæmdastjóra SFF (Samtök Fjármálafyrirtækja). Eftirfarandi er útdráttur úr gerðarbók. Endurrit úr gerðarbók má lesa í heild sinni hér.
"... Gerðarþola er leiðbeint um réttarstöðu sína og kröfu gerðarbeiðanda. Gerðarþoli verður ekki við áskorun um að greiða kröfuna bendir á að um sé að ræða lán í erlendri mynt (leiðr. HH: gengistryggt lán).
Gerðarþola er leiðbeint um að aðfararheimildin byggi á áritaðri stefnu frá Héraðsdómi Reykjavíkur sem komi ekki til endurskoðunar hér og er gerðinni framhaldið að kröfu gerðarbeiðanda sem hafnar að veita frest á gerðinni. Gerðarþoli bendir á til fjárnáms bifreiðina bifr. AK 249 BMW 5, árg. 1996. Gerðarbeiðandi segir þessa ábendingu ekki duga til að tryggja kröfu gerðarbeiðanda. Ftr. sýslumanns metur bifreiðina miðað við sölu á uppboði sbr. 38. gr. 1. 90/1989. á kr. 400.000 en svk. veðbókarvottorði hvílir ekkert á bifreiðinni. Ábending þessi dugar því ekki til tryggingar kröfunni.
Gerðarþoli bendir þá á til fjárnáms St.........................bæ. Gerðarbeiðandi segir ábendinguna ekki duga til tryggingar kröfunni. Ftr. sýslumanns metur fasteignina Stórateig 21, fnr 208-4381 sbr. 38. gr. 1. 90/1989 á 20.000.000 miðað við sölu á uppboði á eigninni hvílir skv. veðbókarvottorði kr. 23.881.400 að nafnverði, sem nú stendur í u.þ.b. kr. 34.000.000 skv. upplýsingum gerðarþola. Ábending þessi dugar því ekki til tryggingar kröfunni.
Gerðarþoli segist engar aðrar eignir eiga, en honum er leiðbeint um í hverjum réttindum og eignum fjárnám verði gert og inntur svara sérstaklega um hvort honum tilheyrii eitthvað slíkt, sem hann kveður ekki vera.
Gerðarbeiðandi krefst að fjárnámi verði lokið án árangurs og er svo gert með vísan til 8. kafla laga nr. 90/1989. ..."