Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

Málsókn SP-fjármögnunar vísað frá í Héraðsdómi

Eftirfarandi er útdráttur úr dómsorði:

"Eins og áður greinir var mál þetta flutt um frávísunarkröfu stefndu og er einungis sá þáttur málsins til úrlausnar hér.

Stefnandi sem er fjármögnunarleiga krefur í máli þessu stefndu um greiðslu eftirstöðva bílasamnings aðila, sem stefnandi rifti hinn 12. desember 2008.  Stefndu krefjast frávísunar málsins þar sem málatilbúnaður stefnanda sé ekki í samræmi við áskilnað 80. gr. laga nr. 91/1991.

Af stefnu verður ráðið að stefnufjárhæðin í málinu sé eftirstöðvar samnings aðila sem og gjaldfallin leiga og kostnaður að frádregnu mati á umræddri bifreið.  Þá var í stefnu sagt að inni í þeirri fjárhæð væri tilgreindur kostnaður vegna bifreiðagjalda, trygginga frá Sjóvá, vörslusviptingar, viðgerðar, stöðumælasektar og mats á viðgerðarkostnaði.  Stefnandi féll síðan frá kröfum vegna hluta þessa kostnaðar við munnlegan málflutning um frávísunarkröfu.  Verður að fallast á það með stefnda að sundurliðun þessi sé bæði ruglingsleg og óljós, og með engu móti unnt reikna út hvernig þessar fjárhæðir eru fundnar út eða hvaða áhrif þær hafi á skuld stefndu.  Varð sundurliðun þessi á engan hátt skýrari við það að stefnandi lækkaði kröfur sínar.  Þá er ekki í stefnu að finna útskýringu eða sundurliðun á því hvernig gjaldfallin leiga er reiknuð út, við hvaða vísitölu er miðað eða hvað stefndu hafa greitt af samningsfjárhæðinni. Er því ekki ljóst hvernig stefnufjárhæðin er fundin.  Telst því málatilbúnaður stefnanda svo óljós og óskýr að hann fullnægir ekki kröfum e. liðar 80. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, til þess að efnisdómur verði lagður á málið.  Þegar allt framangreint er virt þykir stefnandi ekki hafa lagt málið upp með nægilega skýrum hætti og ekki lagt þann grundvöll að málinu, sem nauðsynlegur er til þess að efnisdómur verði á það lagður.  Þá þykir málatilbúnaður stefnanda vera mjög til þess fallinn að takmarka möguleika stefndu á að halda uppi vörnum í málinu.

Ber því þegar af þeirri ástæðu að fallast á kröfu stefndu um að vísa málinu frá dómi.

Eftir þessari niðurstöðu ber að úrskurða stefnanda til þess að greiða stefndu in solidum  málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 200.000 krónur, þ.m.t. virðisaukaskattur.

Hervör Þorvaldsdóttir héraðsdómari kvað upp úrskurð þennan."

Lesa má allann dóminn í dómasafni með því að smella hér.


© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum