Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

Fjölmennum á Austurvöll og höfum hátt!

Nú er þessu þingi að ljúka með eldhúsdagsumræðum næstkomandi miðvikudag kl. 19.40, enn eitt þingið á hrunárunum þar sem heimili landsins eru látin sitja á hakanum varðandi úrlausnir í lánamálum og endalausum byrðum er á herðar þeirra hlaðið.  Hvar er réttlætið?! Fór það í frí?

Fjölmennum á Austurvöll á miðvikudagskvöldið næstkomandi, þann 8. júní og höfum hátt á meðan eldhúsdagsumræður fara fram. Látum í okkur heyra, látum Alþingi heyra hversu ósátt við erum með árangursleysi þingsins í skuldamálum heimilanna.

Kjarni málsins;

Efnahagshrun, áralöng markaðsmisnotkun og svik fjármálastofnana, stöðutaka gegn krónunni á meðan veitt voru ólögleg gengistryggð lán. Verðtryggðu lánin hlaða utan á sig eins og snjóflóð og stuðla að hreinni og beinni eignaupptöku þegar litið er til uppsafnaðra verðbóta. Uppsöfnuð verðbólga er nú hátt í 40% bara frá árinu 2008.

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð í janúar 2009, kröfðust almennra leiðréttinga á því tjóni sem heimilin urðu fyrir með oftöku verðbóta og vaxta í formi gengistryggingar. Þess var krafist að byrðum hrunsins yrði deilt milli heimilanna og fjármálastofnana. Ekkert gerðist nema hálfkák og aum úrræði, nauðungarsölur og vörslusviptingar voru látnar viðgangast þrátt fyrir vitneskju um að gengistryggðu lánin væru líklegast ólögmæt, sem síðan kom réttilega í ljós. Stjórnvöld settu þá lög til að heimila lögbrjótunum að endurreikna lán aftur í tímann þrátt fyrir að kröfur þess tíma hafi þegar verið greiddar. Bæði íslensk lög og evróputilskipanir virtar að vettugi til að hygla lögbrjótunum og enginn vill viðurkenna mistökin þrátt fyrir að svo augljós séu.

Tíminn líður og heimilin blæða, hærri afborganir og óréttlæti látið viðgangast, verðbætur hlaðast upp á höfuðstól verðtryggðra lána á meðan stjórnvöld gefa það út að ekki verði farið í frekari aðgerðir í þágu heimilanna, engar almennar leiðréttingar, stórfellt tjón heimilanna ekki viðurkennt sem skyldi og ekki litið á það sem forsendurbrest í lánasamningum sem beri að leiðrétta.

Hvar er réttlætið?! Fór það í frí?



Við krefjumst þess enn og aftur að þetta tjón verði leiðrétt með almennum hætti og við krefjumst afnáms verðtryggingar á neytendalán. Við krefjumst þess einnig að lögleysa 151/2010 verði felld úr gildi og ný réttlát lög sett um endurútreikninga gengistryggðra lána.

Leiðréttingar á forsendubresti lána eru ekki ölmusa til hinna fátæku né heldur eru þær gjafir - þær eru einfaldlega leiðréttingar á oftöku vaxta og verðbóta sem allir urðu fyrir og Hagsmunasamtök heimilanna krefjast þess að þeim verði skilað!

Þetta skilafé mun auka hagsæld heimilanna og um leið hagsæld landins sem mun rísa um leið og réttlætinu verður framfylgt og heimilin hafa úr meiru að moða.

Fjölmennum á Austurvöll á miðvikudagskvöldið og höfum hátt á meðan eldhúsdagsumræður fara fram. Látum í okkur heyra, látum Alþingi heyra að við erum ekki ánægð með árangursleysi þingsins í skuldamálum heimilanna.


http://www.facebook.com/event.php?eid=173973902662068

 


© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum