Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

Hitajöfnun og hitaaðlögun í draumalandinu

Jobbi átti hús og var í viðskiptum við Hitaveituna hf. Þannig vildi til að tveir mælar voru á vatnsnotkuninni. Annar var út í götu og hinn við sjálft inntakið. Hitaveita vildi meina að mælirinn í götunni væri öruggari og sannfærði Jobba um að notkunarmæling miðaðist við þann mæli. Nú verður gröfuóhapp (grafa hitaveitunnar) og gat kemst á rörið á milli mælisins úti í götu og mælisins við inntakið. Þetta var svert veiturör og út lak 25 ára jafnaðarnotkun hússins af vatni áður en tókst að skrúfa fyrir.

Mælirinn í götunni sýndi nú umtalsvert meiri vatnsnotkun en inntaksmælirinn og hitaveitan fór fram á að eigandi hússins greiddi samkvæmt götumæli. Hann fengi náðasamlegast að greiða það á tuttugu og fimm árum ellegar væri farið í uppoð á húsinu. Samkvæmt veitusamningi þyrfti hitaveitan aðeins að senda greiðsluáskorun og málið þyrfti ekki að fara fyrir dómara.

Mikið deilumál hlaust af þessu máli og tóku sumir til varna fyrir Hitaveituna hf. Þeir sögðu meðal annars að Jobbi lifði hátt, hitaði t.d. upp hjá sér bílskúrinn. Það sem hann hefði hingað til sparað á að kaupa ekki olíu hefði líka orðið til þess að hann gat keypt sér "flottan bíl". Jobbi væri sekur um bruðl og ætti því ekkert betra skilið en að missa húsið. Enn aðrir sögðu að Hitaveitan hf skuldaði mikið og þessa peninga þyrfti til greiða þær skuldir.

Stjórnvöld koma nú að málinu og vildi miðla málum. Þau leggja til að Jobbi greiddi upphæð sem nemur því sem hann greiddi áður fyrir hitavatnsnotkun plús aðeins aukalega sem næmi helming af lekanum skipt niður á mánuði í 25 ár. Restina mætti greiða með jöfnum afborgunum aftan við "lánstímann", þ.e. í stað þess að greiða tapið á 25 árum gæti hann greitt það á 75 árum ef tekið væri tillit til vaxta. Einnig væri dregið úr vatnsnotkun hússins og meðal hiti innanúss lækkaður niður í 16°C og alveg lokað fyrir upphitun bílskúrs. Þessu var gefið sérstakt nafn þ.e. "Hitajöfnun" og sett í gang sérstök stofnun til að hjálpa ógæfufólki eins og Jobba til að nýta sér og skilja lausnina.

Sett voru ýmis skilyrði fyrir hitajöfnuninni þannig að sumir höfðu ekki kost á henni. Þeir gætu hugsanlega farið í "Hitaaðlögun". Það er sérstök meðferð þar sem fólk aðlagast kulda og lærir að lifa góðu lífi við frostmark.

Kveðja,

Ólafur Garðarsson
Sími / Phone (+354) 555-1693


© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum