Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

Hagsmunasamtök heimilanna vilja harðari aðgerðir

Hagsmunasamtök heimilanna vilja harðari aðgerðir

Reykjavík síðdegis tók í gærdag viðtal við formann Hagsmunasamtaka heimilanna. Félagsmenn og aðrir gestir neytendatorgs geta hlustað á viðtalið hér: Reykjavík síðdegis - Hagsmunasamtök heimilanna vilja enn frekari aðgerðir til að verja heimilin.

Það vakti eftirtekt fulltrúa samtakanna að hlustandi hafði kallað eftir sjónarhorni þeirra í Reykjavík síðdegis deginum áður. Það hefur ávallt verið sannfæring stjórnarmanna sem leitt hafa starf samtakanna að þau eigi stórt bakland úti í samfélaginu, enda eru Hagsmunasamtök heimilanna meðal stærstu frjálsu félagasamtaka á Íslandi, með nærri níu þúsund félagsmenn og tala alltaf út frá sjónarhorni heimilanna. Stjórn HH hefur því starfað af hugsjón í sjálfboðastarfi fyrir auknum réttindum og bættum kjörum heimilanna á fjármálamarkaði. Með þá sannfæringu að leiðarljósi, að brotið hafi verið á neytendarétti og stjórnarskrárvörðum eignarétti margra þúsunda lántakenda á árunum eftir hrun og að ekki verði við unað fyrr enn þau brot verði viðurkennd og hin mikla eignaupptaka rannsökuð.  

Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig í samtökin geta gert það hér: http://www.heimilin.is/varnarthing/felagaskraning.html

 

Það sem gerðist í síðasta efnahagshruni má ekki endurtaka sig

Fulltrúar stjórnar hafa unnið að því síðustu vikurnar að koma sínu sjónarhorni að í umræðunni og fylgjast því grannt með áætlunum og aðgerðum stjórnvalda. Um leið og fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar voru kynntar, vakti það athygli að hvergi var minnst á heimilin. Um hæl sendu samtökin frá sér ákorun til ríkisstjórnarinnar: Viðspyrnu er þörf fyrir hagkerfið og heimilin, með sérstakri áherslu á heimilin sem grunnstoð samfélags. Áskorun sem var tekin til umfjöllunar meðal annars hjá RÚV "Ekki minnst einu orði á heimilin" og á Mbl.is: Minntust ekkert á heimilin.

Viðsnúningur náði fram að ganga í aðgerðum stjórnvalda og fagna samtökin því. Fjölmargt er á döfinni og hafa samtökin meðal annars verið kölluð til samráðs á fundi efnahags- og viðskiptanefndar sem og fjárlaganefndar Alþingis um aðgerðir vegna heimsfaraldurs. Það eru vissulega til þingmenn á Alþingi sem styðja málstað samtakanna en heimilin þurfa að vera í forgrunni í allri ákvarðanatöku þingheims og ríkisstjórnarinnar. Formaður og varaformaður HH hafa því fjallað um það með gagnrýnum hætti hve greiður aðgangur fulltrúa hagsmunasamtaka fjármálafyrirtækja (SFF) er að ákvörðunum ríkisstjórnarinnar, þegar fulltrúar neytenda eða heimilanna eru víðs fjarri (sjá nánar á Visi.is: Hagsmuna fjármálafyrirtækja gætt og heimilin sniðgengin). Það er ekki sjálfgefið að Alþingismenn séu í öllum sínum verkum málsvarar heimilanna. Reynslan hefur sýnt það.

Hagsmunasamtök heimilanna vilja tryggja og efla stöðu heimilanna sem grunnstoð hagkerfisins, hið minnsta til jafns við atvinnulíf og fjármálakerfi, þar sem framfærsla, eignarréttur og neytendaréttur heimilanna er í hávegum hafður.  Á það hefur skort á Íslandi alllengi.

 


© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum