Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

Dagskrá og fundargögn aðalfundar 15. maí 2014

Aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna 2014 verður haldinn fimmtudaginn 15. maí kl. 20:00 í sal Stýrimannaskólans við Háteigsveg (2. hæð).

Dagskrá:

  1. Fundarsetning, skipun fundarstjóra og ritara.
  2. Skýrsla stjórnar 2013-2014: Vilhjálmur Bjarnason, formaður stjórnar.
  3. Reikningar samtakanna: Guðrún Harðardóttir, gjaldkeri stjórnar.
  4. Tillaga stjórnar um félagsgjöld.
  5. Tillögur að breytingum á samþykktum.
    1. Tillaga að breytingu á fjölda stjórnarmanna.
    2. Tillaga að breytingu á hámarkslengd stjórnarsetu.
    3. Tillaga að breytingu um boðun funda að ósk stjórnarmanna.
    4. Tillaga að breytingu um forföll og fjarveru stjórnarmanna.
  6. Kosning sjö manna stjórnar.
  7. Kosning sjö varamanna í stjórn
  8. Kosning skoðunarmanna reikninga.
  9. Önnur mál

Framboðsfrestur er til 15. maí kl. 20:00 á fundarstað.

Framboðskynningar og tillögur að breytingum á samþykktum HH má senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða afhenda fundarstjóra skriflega á fundarstað við byrjun fundar.

Félagsmenn eru hvattir til að gefa sér tíma til að mæta á aðalfundinn og hafa þannig áhrif á starf samtakanna, meðal annars með vali á nýrri stjórn!

Fráfarandi stjórn hyggst leggja til að stjórn HH fái heimild aðalfundar til að ákvarða félagsgjöld næsta árs á bilinu 2.400-3.000 kr., eftir því sem þurfa þykir með hliðsjón af fjárhag samtakanna og fyrirliggjandi verkefnum.

Auk þess hyggst fráfarandi stjórn leggja fyrir fundinn eftirfarandi tillögur að breytingum á samþykktum HH.

Núgildandi 1. mgr. 9. gr.: "Stjórn samtakanna skal skipuð sjö mönnum og sjö varamönnum sem kjörnir skulu á aðalfundi samtakanna. Stjórnin kýs sér formann, varaformann, ritara og gjaldkera á fyrsta stjórnarfundi að loknum aðalfundi." - orðist svo: "Stjórn samtakanna skal skipuð minnst 10 en mest 14 manns, þar af 7 aðalmönnum og 3-7 varamönnum, sem kosnir skulu á aðalfundi samtakanna. Stjórnin kýs sér formann, varaformann, ritara og gjaldkera á fyrsta stjórnarfundi að loknum aðalfundi."

Núgildandi 2. mgr. 9. gr.: "Stjórnarmaður sem setið hefur full fimm kjörtímabil telst hafa lokið stjórnarsetu sinni fyrir samtökin og getur ekki verið kjörinn aftur í stjórn. Ákvæðið gildir ekki um kjörtímabil varamanna." - orðist svo: "Stjórnarmaður sem setið hefur full fimm kjörtímabil skal taka hlé á stjórnarsetu í það minnsta eitt kjörtímabil. Að því loknu getur viðkomandi boðið sig fram til stjórnarsetu á ný. Ákvæðið gildir ekki um kjörtímabil varamanna."

Núgildandi 4. mgr. 9. gr.: "Stjórnin skal koma saman til fundar að minnsta kosti mánaðarlega og skal hún halda fundargerðir. Að öðru leyti kveður stjórnarformaður stjórnina til fundar, þegar honum þykir þörf og skylt er honum að boða til fundar í stjórninni þegar einn stjórnarmaður óskar þess." - orðist svo: "Stjórnin skal koma saman til fundar að minnsta kosti mánaðarlega og skal hún halda fundargerðir. Að öðru leyti kveður stjórnarformaður stjórnina til fundar, þegar honum þykir þörf og skylt er honum að boða til fundar í stjórninni þegar tveir stjórnarmenn óska þess."

Núgildandi 5. mgr. 9. gr.: "Stjórnarmenn skulu boða forföll, komist þeir ekki á stjórnarfund. Nú sækir aðalmaður ekki stjórnarfundi um þriggja mánaða skeið. Afsali hann sér þá sæti sínu í stjórn, nema um lögmæta ástæðu sé að ræða, taki sæti í varastjórn og fyrsti varamaður taki sæti í stjórn í hans stað." - orðist svo: "Stjórnarmenn skulu boða forföll, komist þeir ekki á stjórnarfund. Nú sækir aðalmaður ekki stjórnarfundi um sex vikna skeið. Afsali hann sér þá sæti sínu í stjórn, nema um lögmæta ástæðu sé að ræða, taki sæti síðasta manns í varastjórn og fyrsti varamaður taki sæti í stjórn í hans stað."


© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum