Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

Samtal við Hagsmunasamtök heimilanna

Samtal við Hagsmunasamtök heimilanna

Rafrænn félagsfundur HH fimmtudaginn 14. maí kl. 20-22. 

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna boðar rafrænan félagsfund.

Fyrir svörum munu sitja:

 • Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður HH
 • Vilhjálmur Bjarnason, ekki fjárfestir, varaformaður HH
 • Guðmundur Ásgeirsson, lögfræðingur og starfsmaður HH

Það er margt sem liggur á félagsmönnum þessa dagana og margir hafa þungar áhyggjur. Þegar svo ber undir er gott að koma saman, ræða málin og efla samstöðuna því, þó ekki sé annað, er gott að upplifa að maður sé ekki einn.

Við vonumst að sjálfsögðu að sem flestir sjái sér fært að taka þátt en á sama tíma biðjum við alla að taka viljann fyrir verkið:

 • Í fyrsta lagi geta tæknilegir erfiðleikar komið upp.
 • Í öðru lagi verðum við að framfylgja stífri fundarstjórn á fundi sem þessum og ekki er víst að allir komist að sem vilja.

Einfaldari lausn væri streymisútsending þar sem við í stjórn “töluðum til ykkar” (watch party), en þrátt fyrir annmarka á fjarfundi sem þessum, viljum við frekar reyna að hafa fund með þátttöku félagsmanna.

Til að fá hugmyndir um hvað liggur ykkur helst á hjarta og einfalda fundarstjórn væri gott að sem flestar fyrirspurnir væru skriflegar og sendar til okkar sem allra fyrst. Þannig getum við “skoðað og sameinað” og svo vonandi svarað eða a.m.k. ávarpað það sem liggur flestum á hjarta.

Sendið því fyrirspurnir ykkar eða umræðuefni á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. merkt: “Fjarfundur”.

Svo verður bara að koma í ljós hversu mikið af beinum fyrirspurnum við getum tekið en við vonum að sem flestir sem þess óska geti fengið að tjá sig á fundinum.

Nokkra hluti er vert að hafa í huga:

 • Allir verða að hafa sínar athugasemdir og spurningar stuttar og hnitmiðaðar.
  • Best væri að sem flestar þeirra komi til okkar í gegnum tölvupóst.
 • Fundarstjórn verður stíf og ef þörf er á verður slökkt á “langlokum”.
 • Þeir sem óska eftir að taka til máls, þurfa að setja inn skriflega athugasemd á fundinum, því aðeins þannig getur fundarstjóri fylgst með röð þeirra sem taka vilja til máls.

Tæknileg atriði:

 • Fundarmenn þurfa að hafa slökkt á hljóðnemum sínum (mute) nema sá sem hefur orðið hverju sinni.
 • Tengill á fundinn verður birtur í facebook hóp samtakanna stundarfjórðungi fyrir fundinn, eða klukkan 19:45.
 • Fjarfundarhugbúnaðurinn jitsi.org verður notaður. Ekki þarf að setja hugbúnaðinn sérstaklega upp á tölvu en notendur geta þurft að veita heimild til aðgangs að hljóðnema og vefmyndavél.
 • Fundartengillinn verður að öllu óbreyttu fjarlægður kl. 8:05.
  • Við vitum ekki hve fjölmennur fundurinn verður, en ef margir eru að koma eftir að fundur hefst, með tilheyrandi skruðningum, þannig að endurtekið þurfi að biðja fólk um að slökkva á hljóðnemum, veldur það mikilli truflun. Það verður engin bílaumferð til að tefja okkur og við ættum því að geta mætt stundvíslega.

Við erum að renna blint í sjóinn og það er mögulegt að þetta gangi ekki sem skyldi. Á þessum tímum þurfum við samt að heyra hvert í öðru og eiga samskipti, þó með takmörkuðum hætti sé. Þess vegna viljum við reyna þetta fundarform og vonumst til að sjá sem allra flesta.

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna


© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum