Aðalfundur 2021
Kæru félagsmenn,
Hagsmunasamtök heimilanna boða hér með til aðalfundar, þriðjudagskvöldið 23. febrúar 2021 kl. 20:00, í nýju húsnæði Hjálpræðishersins á Íslandi að Suðurlandsbraut 72, 108 Reykjavík.
Dagskrá:
- Skipun fundarstjóra, ritara, og fundarsetning
- Skýrsla stjórnar: Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður
- Reikningar samtakanna: Sigríður Örlygsdóttir, gjaldkeri
- Tillaga stjórnar um ákvörðun félagsgjalda
- Tillögur um breytingar á samþykktum
- Kosning stjórnarmanna
- Kosning varamanna
- Kosning skoðunarmanna
- Önnur mál
Eftirfarandi tillaga um breytingu á samþykktum verður lögð fyrir fundinn:
- 1. málsliður 1. mgr. 9. gr. orðist svo:
- Stjórn samtakanna skal skipuð minnst 8 en mest 10 manns, þar af 5 aðalmönnum og 3-5 varamönnum, sem kosnir skulu á aðalfundi samtakanna.
- 4. málsliður 1. mgr. 10. gr. orðist svo:
- Stjórnarfundir eru lögmætir ef 4 eða fleiri stjórnarmenn eru mættir.
Skýringar: Tillagan lýtur að því að fækka aðalmönnum í stjórn úr 7 í 5 manns og til samræmis við það lækki hámarksfjöldi varamanna til jafns við fjölda aðalmanna í 5 manns. Með seinni tillöguliðnum er þó lagt til að eftir sem áður verði stjórnarfundur ekki lögmætur nema minnst 4 stjórnarmenn séu mættir. Verði tillagan samþykkt er jafnframt gert ráð fyrir því að stjórnarkjör á fundinum fari fram í samræmi við hana þannig að kosnir verði 5 aðalmenn og 3-5 varamenn.
Þá verður kosningu til stjórnar hagað þannig að hver atkvæðisbær fundarmaður greiðir allt að 10 frambjóðendum atkvæði og ræður hreint atkvæðamagn úrslitum. Hljóti tveir eða fleiri jafn mörg atkvæði verður dregið um innbyrðis röð þeirra. Efstu 5 teljast þá rétt kjörnir aðalmenn og þeir sem á eftir koma varamenn í sömu röð og fyrr segir.
Framboðsfrestur til stjórnarkjörs er 7 dögum fyrir aðalfund eða til 16. febrúar kl. 20:00. Framboð má tilkynna með tölvupósti á netfang samtakanna: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Einnig er óskað eftir tilnefningum skoðunarmanna og sjálfboðaliðum í talningu atkvæða á fundinum.
Fundargögn verða birt á heimasíðu samtakanna neytendatorg.is í aðdraganda aðalfundarins.
ATH. vegna sóttvarna eru fundarmenn hvattir til að hafa með sér andlitsgrímu og gæta þess að virða 2 metra fjarlægðarmörk, en húsnæðið er rúmgott og ætti það því ekki að verða til vandkvæða.
Bestu kveðjur,
Hagsmunasamtök heimilanna