Aðalfundur 2025
Hagsmunasamtök heimilanna boða hér með til aðalfundar, fimmtudagskvöldið 20. febrúar 2025 kl. 20:00, í Mannréttindahúsinu við Sigtún 42, í Reykjavík. Skrifstofa samtakanna er nú í húsi ÖBÍ, ásamt ýmsum félagasamtökum sem starfa að réttindamálum almennings. Aðalfundur verður haldinn í miðrými hússins og gengið er inn um aðaldyr við vesturenda byggingarinnar.
Dagskrá:
- Skipun fundarstjóra, ritara, og fundarsetning
- Skýrsla stjórnar: Guðmundur Ásgeirsson, formaður
- Reikningar samtakanna: Guðrún Harðardóttir, gjaldkeri
- Tillaga stjórnar um ákvörðun félagsgjalda
- Tillögur um breytingar á samþykktum
- Kosning stjórnarmanna
- Kosning varamanna
- Kosning skoðunarmanna
- Önnur mál
Framboðsfrestur til stjórnarkjörs er 7 dögum fyrir aðalfund eða til 13. febrúar kl. 20:00. Framboð má tilkynna með tölvupósti á netfang samtakanna: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
ATHUGIÐ! Ef staðfesting á móttöku framboðs berst ekki í svari frá samtökunum, vinsamlegast tryggið þá móttöku þess með símtali til Hagsmunasamtaka heimilanna, í númerið 546-1501 á milli 10 og 14 alla virka daga.
Einnig er óskað eftir tilnefningum skoðunarmanna og sjálfboðaliðum í talningu atkvæða á fundinum. Fundargögn verða birt á heimasíðu samtakanna www.heimilin.is í aðdraganda aðalfundarins.
Hvatning til þátttöku - framboð félagsmanna!
Hefur þú áhuga á að taka þátt í starfi Hagsmunasamtaka heimilanna? Um átta þúsund félagsmenn eru í Hagsmunasamtökum heimilanna. Félagsmenn geta boðið fram starfskrafta sína með því að senda tilkynningu um framboð í tölvupósti á skrifstofu samtakanna. Samtökin hafa lengi starfað lýðræðislega að hagsmunamálum lántakenda og heimilanna í landinu, með áherslu á húsnæðismál og kröfur um sanngjörn lánsskilyrði í þágu almennings og réttlátara þjóðfélags.
Samtökin reka óháða ráðgjafaþjónustu og hagsmunagæslu fyrir félagsmenn, fylgjast grannt með störfum stjórnvalda og þróun löggjafar, senda frá sér umsagnir um hin ýmsu mál, tilkynningar til fjölmiðla þegar við á og margt fleira. Fráfarandi stjórn hvetur þá félagsmenn Hagsmunasamtaka heimilanna sem hafa áhuga á, eða búa yfir þekkingu á baráttumálum samtakanna, til þess að gefa kost á sér í stjórnarstarf.
Hagsmunasamtök heimilanna eru skráð hjá fyrirtækjaskrá sem almannaheillafélag samkvæmt lögum um félög til almannaheilla og á almannaheillaskrá Skattsins.
Með góðri kveðju,
Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna