Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

"Ef vér slítum í sundur lögin, slítum vér og í sundur friðinn"

Hagsmunasamtök heimilanna vinna að tilmælum sem verður beint til lántakenda vegna dóms Hæstaréttar. Tilmælin verða birt á heimasíðunni við fyrsta tækifæri. Stjórn HH gerir sér grein fyrir mikilvægi þess að lántakar hafi bakhjarla í beinni árás fjármálastofnana á þeirra hag. SÍ og FME hafa nú tekið skíra afstöðu með lögbrjótandi fjármálafyrirtækjum gegn lántökum og virðast telja efnahagsstöðugleika byggjast á stuðningi við varglánastarfsemi. Þessari árás verður að hrinda og setja þessum stofnunum viðeigandi mörk.

 

Hagsmunasamtök heimilanna minna persónur og leikendur í efstu lögum stjórnsýslu og fjármálafyrirtækja að þau eru persónulega ábyrg fyrir ákvörðunum sem teknar eru í nafni þessara stofnana.

 

HH skora á forsvarsmenn SÍ og FME að draga stuðning við tilmæli þessara stofnana frá 30. júní, til baka sem fyrst, lýsa þeim sem mistökum og biðja þjóð og þing afsökunar áður en það er of seint.

HH skorar á fjármálafyrirtæki til að sniðganga tilmælin frá SÍ og FME

HH hvetur SÍ og FME til að taka upp hlutlaus vinnubrögð og sinna sínu hlutverki í eftirliti með kerfinu og fjármálafyrirtækjum í stað þess að hvetja þau til að ganga á rétt neytenda. Þessi hlutdrægu vinnubrögð veikja ekki aðeins trúverðugleika FME og SÍ, heldur líka landsins alls í viðskiptum við aðrar þjóðir. Nýjasti gjörningur þessara stofnana gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir hagkerfið og þjóðarhag. Umræddar stofnanir einfaldlega verða að taka U beygju í þessu máli til að bjarga þeim trúverðugleika sem þó hafði áunnist á undanförnu ári eða svo.

HH hvetur neytendur til að standa á rétti sínum

HH hvetur almenning til að skrá sig í HH og veita þannig samtökunum frekara afl til að berjast fyrir heimilum landsmanna (smelltu hér).

Leikfléttan afhjúpuð
HH vill vara við þeirri leikfléttu sem SÍ, FME og fjármálafyrirtækin hafa nú sammælst um. Það sem á undan er gengið eru ýtrustu stjórnkerfislega studdar kröfur fjármálafyrirtækjanna. Fléttan var sett  saman löngu áður en Hæstiréttur gaf út sinn úrskurð. Fjármálafyrirtækin leika nú næsta leik sem er að gefa aðeins eftir. Þá koma valdir þinmenn og nokkrar málpípur á mála hjá ráðandi stjórnvöldum og ýmist hrósa fjármálafyrirtækjunum fyrir göfgi þeirra eða jafnvel gagnrýna stjórnvöld fyrir að hafa ekki stungið strax upp á þessari lausn málsins. Leikritið er gamalkunnug og fyrirsjáanleg en eigi þarf kunnáttu í kjarnaklofningi til að sjá í gegn um fúskið.


© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum