Á döfinni

Endalega staðfest að gengistryggð lán eru ólögleg

Nýlegur úrskurður Hæstaréttar í svonefndu Mótórmax-máli er að mati Hagsmunasamtaka heimilanna enn ein staðfesting þess, að gengistryggð lán eru ólögleg. Sú niðurstaða kemur reyndar ekki á óvart.

Dómurinn tekur allan vafa af því, að svo framarleg sem lán hafi verið veitt í íslenskum krónum og bundið erlendu myntgengi sé það ólöglegt, óháð því hvaða lántaki eða lánveitandi eigi í hlut, eins og fram kemur í viðtali við Andreu J. Ólafsdóttur, formanns, á Bylgjunni í Reykjavík síðdegis.

Hagsmunasamtökin harma hversu seint og illa gengur að greiða úr þeim vanda sem ólöglega gengistryggð lán hafi valdið. Að mati samtakanna er löngu orðið tímabært að fjármálafyrirtækin leiti sæmandi lausna á málinu í samráði við stjórnvöld og hagsmunaaðila. Engum friði verði komið á, fyrr en lánþegum hefur verið bættur sá mikli skaði sem ólögmæt gengistrygging hefur valdið þeim.

Þessi niðurstaða Hæstaréttaréttar tekur af öll tvímæli um, að lántakendur geta nú höfðað mál á hendur þeirra lánafyrirtækja sem hafa hagnast með ólögmætum hætti á innheimtu umræddra lána og hvetja samtökin alla sem misst hafa eignir sínar til að fara með þau mál til dómstóla til endurupptöku og endurheimta þær að nýju.

Hagsmunasamtökin harma hversu seint og illa gengur að greiða úr þeim mikla vanda sem ólöglega gengistryggð lán hafa valdið lántakendum. Í stað þess að leita skynsamlegra, einfaldra og greiðfærra leiða út vandanum, virðast stjórnvöld rata í hverja blindgötuna á fætur annarri, nú síðast með setningu laga nr. 151/2010. Þá hafa fjármálafyrirtækin reynst harðdræg í baráttu sinni og er mál að því linni.

Samtökin hafa jafnramt vaxandi áhyggjur af því takmarkaða bolmagni sem heimili landsins hafa til að leita réttar síns gagnvart dómstólum. Réttlætið er dýrkeypt hinum almenna borgara og því er að mati samtakanna afar brýnt að stjórnvöld taki nú af skarið og finni málinu farsæla lendingu með almennum leiðréttingum lána, bæði gengis- og verðtryggðra.

 



Hlusta á viðtal við formann Hagsmunasamtakanna í Reykjavík síðdegis

Sjá umfjöllun HH um endurupptöku mála

 


© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum