Gengistryggð lán ólögleg?
Húsfyllir á kynningarfundi Hagsmunasamtaka heimilanna um hópmálsókn
16. apríl kl. 20:00 héldu Hagsmunasamtök heimilanna kynningarfund vegna fyrirhugaðra málaferla gegn lánveitendum. Samtökin telja nauðsynlegt að dómstólar taki afstöðu til lögmæti skilmála verðtryggðra og gengistryggðra húsnæðislána í ljósi þess hve forsendur þessara lána hafa breyst gríðarlega. Undirbúningur að svona málsókn er þegar hafinn. Er þetta m.a. gert í ljósi þess, að ríkisvaldið hefur ákveðið skilja lántakendur eftir með skellinn af hækkun höfuðstóls lánanna.
Almenni lífeyrissjóðurinn fellur frá sjálftöku v. séreignarsparnaðs
Hagsmunasamtök heimilanna fagna þessari ákvörðun Almenna lífeyrissjóðsins og hvetja aðra sjóði til að gera slíkt hið sama.
Frétt af mbl.is: Hætt við að innheimta kostnað
Almenni lífeyrissjóðurinn hefur fallið frá því að innheimta kostnað vegna útborgunar séreignarsjóðs við sérstakar aðstæður. Þóknunina 0,5% átti að nota til að mæta kostnaði við útborgunina sem felst m.a. í breytingu á tölvukerfum og þóknunar við sölu verðbréfa. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu nú hefur sjóðurinn hins vegar hætt við að innheimta slíka þóknun, að því er segir í tilkynningu frá lífeyrissjóðnum.
Frá Neytendastofu: Skilmálar myntkörfulána ólögmætir
Bankarnir léku þann leik grimmt í fyrra að hækka vaxtaálag sitt á erlendum lánum. Dæmi eru um að vaxtaálag/kjörvextir hafi verið hækkaðir sem nemur 111% (vaxtaálagið er í raun þóknun bankans og því um sjálftöku að ræða) og er vitað um dæmi þar sem slík hækkun á vöxtum hafi þýtt kostnaðarauka fyrir fjölskyldu upp á rúma 1 milljón á ársgrundvelli á sama tíma sem hvoru tveggja höfuðstóll og afborganir fór hríðhækkandi vegna veikingar krónunnar og því eflaust margir ekki áttað sig á því um hvað væri að ræða.
Lækkuð greiðslubyrði erlendra lána
Hagsmunasamtökum heimilanna hafa borist óformlegar upplýsingar þess eðlis að áform stjórnvalda vegna gengistryggðra húsnæðislána gangi lengra en nýkynnt úrræði Íslandsbanka vegna þessa mála. Samtökin hvetja því landsmenn til að taka ekki ákvarðanir um skuldbreytingasamninga að svo stöddu nema að vandlega íhuguðu máli.
Úrsögn úr stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna
Vegna framboðsmála minna fyrir Alþingiskosningar í apríl 2009 segi ég mig úr stjórn og sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Það samræmist ekki samþykktum samtakanna að stjórnarmaður sé jafnframt í framboði fyrir stjórnmálaflokk.
Heimavarnarlið gegn útburði af heimilum
Þar sem að enn er verið að bera fólk út af heimilum sínum, fólk sem getur ekki lengur greitt skuldir sínar vegna hrunsins, hefur verið stofnað heimavarnarlið sem mun "berjast með öllum ráðum gegn útburði fólks úr sínum heimilum."
Heimsækið Facebook síðu hópsins til að leggja honum lið.
"Af Facebook síðunni: "Við ætlum að standa saman og koma í veg fyrir að fjölskyldur verði bornar út á götuna. Það er byrjað að hóta fólki útburði vegna gjaldfallinna skulda þrátt fyrir loforð nýrra ríkisstjórnar. Þetta finnst mér vægast sagt stór alvarlegt mál og er mikilvægt að við stöndum saman. Myndum skjaldborg utan um heimilin!"