Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

Aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna 2016

Hagsmunasamtök heimilanna boða til aðalfundar 31. maí næstkomandi, kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn á Hótel Cabin við Borgartún 32, á 7. hæð.

Dagskrá:

  1. Skipun fundarstjóra, ritara, og fundarsetning
  2. Skýrsla stjórnar: Vilhjálmur Bjarnason, formaður
  3. Reikningar samtakanna: Guðrún Harðardóttir, gjaldkeri
  4. Tillaga stjórnar um félagsgjöld
  5. Breytingar á samþykktum
  6. Kosning 7 aðalmanna í stjórn
  7. Kosning 3-7 varamanna í stjórn
  8. Kosning skoðunarmanna
  9. Önnur mál

Framboðsfrestur til stjórnar er 7 dögum fyrir aðalfund. Framboð má tilkynna með tölvupósti á netfang samtakanna: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Fundargögn verða birt á vefsíðu samtakanna fyrir fundinn, ásamt kynningu á frambjóðendum til stjórnar.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta!

 

Lesa áfram...

Hvað gerir Seðlabankinn til þess að verja neytendur við afnám hafta?

Hagsmunasamtök heimilanna hafa barist fyrir réttindum neytenda á fjármálamarkaði​ frá því að efnahagshrun varð á Íslandi, 2008. Nú hefur Seðlabankinn kynnt áætlun um afnám fjármagnshafta sem sett voru í kjölfar þessa efnahagsáfalls sem hafði víðtæk áhrif á samfélagið. Samtökin hafa nú óskað eftir formlegu svari um fyrirbyggjandi aðgerðir bankans frá fjármálastöðuleikasviði Seðlabankans fyrir hönd sinna félagsmanna og þeirra fjölmörgu sem eru skuldbundnir verðtryggðum neytendalánum á Íslandi. Óskað er eftir ítarlegum upplýsingum um aðgerðir til þess að tryggja almannahagsmuni hvað þetta varðar við afnám fjármagnshafta. Í ​hnotskurn er því spurt, hvaða aðgerðir standa nú fyrir dyrum hjá Seðlabankanum sem tryggja að fjárhagslegir erfiðleikar lánþega sem skuldbundnir eru verðtryggðum lánum endurtaki sig ekki?

 

Lesa áfram...

Opinn spjallfundur um málefni heimilanna

Kæru félagsmenn

Nú er komið að mánaðarlegum opnum spjallfundi Hagsmunasamtaka heimilanna. Hann verður haldinn næstkomandi miðvikudag, þann 4. maí, kl. 20-22, á Café Meskí, Fákafeni 9.

Hér er vettvangur fyrir félagsmenn að tjá það sem brennur á þeim og ræða við fulltrúa stjórnar samtakanna.

Við hvetjum félagsmenn til þess að mæta!

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna.

Lesa áfram...

Hagsmunasamtök heimilanna mótmæla yfirlýsingu forsætisráðherra

Í viðtali við Ríkissjónvarpið í fréttum í gærkvöldi lýsti forsætisráðherra því yfir að hann hefði ástæðu til þess að vera bjartsýnn fyrir hönd flokksins, þrátt fyrir ólgutíma í pólitík. Það sagðist hann gera með því að byggja á því sem flokkurinn: „hafi gert, sagst ætla að gera...og síðan framkvæmt“.

Hagsmunasamtök heimilanna mótmæla þessari yfirlýsingu forsætisráðherra og minna á að helsta kosningaloforð Framsóknarflokksins var að afnema verðtryggingu neytendalána. Þetta helsta kosningaloforð flokksins hefur hinsvegar ekki verið framkvæmt. Framsetning forsætisráðherra um verk flokksins í viðtali við RÚV, er því hvorki rétt né heiðarleg gagnvart heimilum landsins. Ríkisstjórnin hefur framkvæmt ýmis verk á kjörtímabilinu sem komið hafa heimilunum vel. Hins vegar hefur Framsóknarflokkurinn svikið kjósendur sína um sitt megin kosningaloforð sem átti að verða grundvöllur að bættum fjárhag heimilanna.

Lesa áfram...

Opinn spjallfundur um málefni heimilanna

Kæru félagsmenn

Nú er komið að mánaðarlegum opnum spjallfundi Hagsmunasamtaka heimilanna. Hann verður haldinn næstkomandi miðvikudag, þann 6. apríl, kl. 20-22, á Café Meskí, Fákafeni 9.

Hér er vettvangur fyrir félagsmenn að tjá það sem brennur á þeim og ræða við fulltrúa stjórnar samtakanna.

Við hvetjum félagsmenn til að nýta sér þessa fundi!

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna.

Lesa áfram...

Umboðsmaður skuldara túlkar dóm um vexti í greiðsluskjóli fjármálafyrirtækjum í vil

Hagsmunasamtök heimilanna mótmæla túlkun umboðsmanns skuldara á dómi héraðsdóms um dráttarvexti sem reiknaðir voru á lán umsækjanda um greiðsluaðlögun á meðan umsækjandinn var í svokölluðu greiðsluskjóli. Túlkun umboðsmanns á niðurstöðum dómsins er alfarið lánveitendum í vil og neytendum í óhag, en á sér hinsvegar enga stoð í dómnum sjálfum. Óskiljanlegt er að embætti umboðsmanns skuldara, sem eins og heitið gefur til kynna ætti að gæta hagsmuna skuldara, skuli þessi í stað kjósa að draga taum fjármálafyrirtækja með þessum hætti.

Lesa áfram...

Kynning á niðurstöðum dóms um verðtryggð neytendalán

Á félagsfundi Hagsmunasamtaka heimilanna þann 25. febrúar síðastliðinn var fjallað um niðurstöður dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 243/2015 um verðtryggð neytendalán sem samtökin stóðu að. Dómurinn féll því miður ekki neytendum í hag og er því ástæða til að kynna þá niðurstöðu sérstaklega ásamt greiningu á rökstuðningi Hæstaréttar, sem fór þvert gegn ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins um þau álitaefni sem reyndi aðallega á í málinu. Meðfylgjandi eru kynningarglærur frá fundinum en í þeim er einnig fjallað um möguleg viðbrögð við dómnum og þau skref sem í framhaldinu koma til geina í því skyni að leitta réttar neytenda vegna þeirra óréttmætu byrða sem verðtryggingin hefur lagt á langsflest heimili landsins.

Lesa áfram...

Opinn spjallfundur um málefni heimilanna

Kæru félagsmenn

Nú er komið að mánaðarlegum opnum spjallfundi Hagsmunasamtaka heimilanna. Hann verður haldinn næstkomandi miðvikudag, þann 2. mars, kl. 20-22, á Café Meskí, Fákafeni 9. Hér er vettvangur fyrir félagsmenn að tjá það sem brennur á þeim og ræða við fulltrúa stjórnar samtakanna.

Við hvetjum félagsmenn til að nýta sér þessa fundi!

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna.

Lesa áfram...

Félagsfundur HH um framtíð heimilanna

Hagsmunasamtök heimilanna boða til félagsfundar, fimmtudagskvöldið, 25. febrúar næstkomandi, kl. 20:00. Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta og taka þátt í umræðu um kjör heimilanna. Á fundinum verður gerð grein fyrir niðurstöðum dóms Hæstaréttar Íslands um verðtryggð neytendalán og fjallað um leiðir í áframhaldandi baráttu gegn verðtryggingunni. Auk þess verður fjallað um fátækt á Íslandi.

Staður: Hótel Cabin, Borgartúni 32, 7. hæð, (efstu hæð hússins).

Stund: 25. febrúar, 2016, kl. 20 til 22.

Lesa áfram...

Opinn spjallfundur um málefni heimilanna

Kæru félagsmenn.

Næsti opni spjallfundur vetrarins verður haldinn í Café Meskí, Fákafeni 9, miðvikudaginn 3. febrúar kl. 20-22. Hittumst og spjöllum saman um það sem brennur á okkur. Stjórnarmenn samtakanna verða á staðnum til að fara yfir málin með félagsmönnum. Við viljum heyra hvað ykkur liggur á hjarta. Umræðuefnið er frjálst og til dæmis má ræða um nauðungarsölur, verðtrygginguna, skuldaleiðréttingar, vaxtamál og fleira sem viðkemur málefnum heimilanna.

Fundurinn verður í innri sal Café Meskí. Næg bílastæði. Gaman væri að sjá sem flesta.

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna.

Lesa áfram...

Hvatning til þingheims um afnám verðtryggingar

Hagsmunasamtök heimilanna fagna nýju frumvarpi um afnám verðtryggingar á neytendalánum. Samtökin vilja þakka þingmönnum Samfylkingarinnar fyrir að taka af skarið í þessu máli. Á síðasta kjörtímabili leituðu samtökin eftir samstarfi þingmanna um meðferð á sambærilegu frumvarpi við dræmar undirtektir. Með frumkvæði þingmanna Samfylkingarinnar binda Hagsmunasamtök heimilanna vonir við að breyttir tímar gangi nú í garð og að þingmenn þjóðarinnar og heimilanna muni vinna að afnámi verðtryggingar.

Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir neytendur og þá ekki síst lántakendur húsnæðislána. Þetta frumvarp gæti orðið fyrsta skrefið í afnámi verðtryggingar og er þannig afar mikilvægt framtak. Hagsmunasamtök heimilanna hvetja því alla alþingismenn til að vanda meðferð á hinu nýja frumvarpi og nýta þetta góða tækifæri til að standa vörð um hagsmuni heimilanna í málflutningi sínum. Íslensk heimili hafa allt of lengi verið föst í viðjum íþyngjandi lánskostnaðar og þeirrar neikvæðu eignamyndunar sem fylgir verðtryggðum lánum. Samtökin hafa lengi verið ötul í baráttu sinni gegn verðtryggingu og eru sannfærð um að afnám hennar muni stuðla að bættum efnahag á Íslandi með auknu aðhaldi á fjármálastofnanir og styrkari fjárhagstöðu heimilanna.

Lesa áfram...
Subscribe to this RSS feed
  • 1
  • 2

© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum