Verðtryggt lán eða vanskil?
Ráðgjafarþjónusta samtakanna
Hagsmunasamtök heimilanna fordæmdu nýlega fjórtándu vaxtahækkun seðlabankans í röð og áréttuðu að ekkert réttlætti sífelldar árásir á heimilin. Aukin greiðslubyrði fasteignalána hefur verið mörgum heimilum allt of þungur baggi og því hafa lánþegar nú streymt yfir í verðtryggð fasteignalán. Fjölmargir íbúðarkaupendur neyðast því til þess að grípa til þessarar ráðstöfunar, til þess eins að vera í skilum. Húsnæðisöryggi er í húfi.
Forvörn við greiðsluvanda
Í þessum fjárhagslegu áskorunum bjóða Hagsmunasamtök heimilanna félagsmönnum aðstoð sem er í senn réttindagæsla og lausnamiðuð þjónusta. Ófyrirsjáanleikinn og sveiflur í greiðslubyrði fasteignalána hefur þar að auki óneitanlega valdið mörgum lánþegum fjárhags- og félagslegum vandkvæðum. Það er ekki sanngjart að ætla leikmönnum að reka íbúðarkaup eins og um áhættufjárstýringu sé að ræða. Félagsmenn geta sent samtökunum fyrirspurn á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. um greiðslumat, endurfjármögnun, réttindi lánþega og margt fleira.
Fátækragildra verðtryggðra lána
Í síðasta tölublaði Stundarinnar (September 2022) var fjallað um áhrif vaxtahækkana á lántakendur og viðhorf þeirra og sérfræðinga til stöðunnar á húsnæðismarkaði. Í umfjöllun Stundarinnar koma fram sjónarmið sem að jafnaði eru ekki ofarlega í umræðu um húsnæðismál eða verðtryggð lán. Úttekt Stundarinnar gefur innsýn í fjárhagslegt og félagslegt misrétti sem lítið sem ekkert hefur verið fjallað um hingað til, en Hagsmunasamtök heimilanna þekkja mætavel.
Aldrei aftur verðtryggt lán
Það kemur þeim hagfræðingum sem Stundin ræddi við ekki á óvart að lántakendur haldi tryggð við óverðtryggð lán þrátt fyrir miklar hækkanir vaxta. Heilt yfir er það mat sérfræðinganna sem Stundin ráðfærir sig við að fólk sé að halda í óverðtryggð lán í lengstu lög og því hafi færri fært sig yfir í verðtryggð lán en kannski mátti búast við. Staðan gæti þó breyst og lántakendur gætu í auknum mæli þurft að færa sig yfir í verðtryggð lán, til að létta greiðslubyrðina (tímabundið).
Skýr samhljómur virtist vera meðal viðmælenda, bæði sérfræðinga og leikmanna um að verðtryggð lán séu lakasti kosturinn í íbúðarkaupum.
Hræðsluáróður um óverðtryggð lán
Fréttatilkynning
Nýlega hafa bæði varaseðlabankastjóri og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun talið ástæðu til að vara við því að breytilegir vextir óverðtryggðra lána geti hækkað. Rétt eins og það sé ekki augljóst hvað orðið “breytilegir” þýðir eða neytendur geri sér ekki grein fyrir því að slíkar breytingar geti orðið bæði til hækkunar og lækkunar.