Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

Verðtryggt lán eða vanskil?

Verðtryggt lán eða vanskil?

Hagsmunasamtök heimilanna fordæmdu nýlega fjórtándu vaxtahækkun seðlabankans í röð og áréttuðu að ekkert réttlætti sífelldar árásir á heimilin. Aukin greiðslubyrði fasteignalána hefur verið mörgum heimilum allt of þungur baggi og því hafa lánþegar nú streymt yfir í verðtryggð fasteignalán. Fjölmargir íbúðarkaupendur neyðast því til þess að grípa til þessarar ráðstöfunar, til þess eins að vera í skilum. Húsnæðisöryggi er í húfi. 

 

Forvörn við greiðsluvanda

Í þessum fjárhagslegu áskorunum bjóða Hagsmunasamtök heimilanna félagsmönnum aðstoð sem er í senn réttindagæsla og lausnamiðuð þjónusta. Ófyrirsjáanleikinn og sveiflur í greiðslubyrði fasteignalána hefur þar að auki óneitanlega valdið mörgum lánþegum fjárhags- og félagslegum vandkvæðum. Það er ekki sanngjart að ætla leikmönnum að reka íbúðarkaup eins og um áhættufjárstýringu sé að ræða. Félagsmenn geta sent samtökunum fyrirspurn á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. um greiðslumat, endurfjármögnun, réttindi lánþega og margt fleira. 

Rætt var við ráðgjafa samtakanna um þau mál sem koma inn á borð til hennar, bæði á Stöð 2 og á Rás 1 í Samfélaginu, þegar samtökin mótmæltu fjórtándu hækkun vaxta í röð: Viðtal á Stöð 2 (- Viðtal inn í miðjum kvöldfréttum) og Viðtal í Samfélaginu - Rás 1 (- Ítarlegt viðtal um stöðu mála).

 

“Við erum að horfa á það að fólk er ekki að ráða við þessa auknu greiðslubyrði, hún hefur hækkað alveg gríðarlega…á einu ári hafa til að mynda fjörutíu milljóna króna íbúðalán hækkað um tvö hundruð þúsund krónur, í greiðslubyrði á mánuði.“ 

“Það er allt annar hópur sem er ekki að ráða við þetta, við erum að horfa á fólk, eldra fólk, sem er mögulega á bilinu sextugt til sjötugt, með gríðarlega gott lánshæfismat sem er að lenda í vanda. Það er að leita í skammtímalánastofnanir til þess að redda sér,” 

“En svo er þetta líka bara þannig að þegar allir fara yfir (í verðtryggðu lánin) þá kemur léttir (minni greiðslubyrði) og þá minnkar álagið á kerfið og þá hætta þeir að leita að lausn… svo eftir ákveðinn tíma þá er fólk komið aftur í vond mál í verðtryggðu lánunum”

“Lilja (Bankastjóri) hjá Landsbankanum hefur verið að tala fyrir því að það sé hægt að fara aftur yfir í óverðtryggð lán, krónu fyrir krónu, en sem stendur þá eru reglugerðir sem standa í vegi fyrir því og þar af leiðandi er það óraunhæft.

(Kristín Eir Helgadóttir í Samfélaginu á Rás 1, 25. ágúst 2023)

 

Fasteignalán á Íslandi - vítahringur verðtryggingar

Við minnum á að höfuðstóll verðtryggra lána mun hækka umtalsvert á næstu misserum og lánþegar munu borga fyrir verðbólguna með hækkun skuldarinnar. Þeir sem ílengjast í óverðtryggðum lánum með breytilega vexti eru í lítt skárri stöðu og greiða okurvexti á meðan lítið mjakast inn á höfuðstólinn, sem fer þó ekki hækkandi eins og á verðtryggðum lánum. Enn og aftur erum við komin í þá stöðu að verðtrygging lána er ráðandi í lánaviðskiptum, verðtrygging sem kemur bönkunum í skjól gagnvart verðbólgunni. Heimilin borga því fyrir háa verðbólgu með verðbótum og háum vöxtum í óeðlilegri mótsögn við það að bankarnir skila nú hæstu hagnaðartölum sem sést hafa. Það er ekkert sjálfsagt við þessi skilyrði í fasteignakaupum, því íslenskir íbúðarkaupendur eiga afdráttarlaust rétt á sambærilegum lánskjörum og þekkjast víðast hvar í vestrænum samfélögum. 

Hagsmunasamtök heimilanna
© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum