Á döfinni

Opinn spjallfundur um málefni heimilanna

Kæru félagsmenn

Nú er komið að mánaðarlegum opnum spjallfundi Hagsmunasamtaka heimilanna. Fundurinn verður haldinn næstkomandi miðvikudag, 8. febrúar, kl. 20-22, á Café Meskí, Fákafeni 9.

Fundir sem þessir eru kjörinn vettvangur fyrir félagsmenn til að ræða þau mál sem brenna á þeim, jafnt sín á milli sem og við fulltrúa stjórnar samtakanna.

Við hvetjum félagsmenn sem og aðra til að nýta sér þetta tækifæri og mæta til að taka þátt í umræðum um málefni heimilanna!

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna.

Lesa áfram...

Uppgjör við hrunið - 2017!

Á íslenskum fjármálamarkaði hefur upplýsingaskylda fjármálastofnanna gagnvart neytendum lengi verið brotin eða vanrækt, ekki eingöngu með tilliti til verðtryggingar húsnæðislána, heldur einnig yfirdráttarlána og annarra lánasamninga. Í dag kveða lög um neytendalán frá 2013 enn skýrar en áður á um framkvæmd upplýsingagjafar til neytenda og að árleg hlutfallstala kostnaðar (ÁHK) megi ekki samkvæmt lögum fara upp fyrir 50% að viðbættum stýrivöxtum.

Lesa áfram...

Jólakveðja til heimilanna

Hagsmunasamtök heimilanna senda félagsmönnum sínum sem og landsmönnum öllum hugheilar hátíðakveðjur.

Nú þegar áttunda starfsár samtakanna er senn að baki, er ljóst að baráttunni fyrir réttindum heimilanna er hvergi nærri lokið. Undanfarin misseri hafa kröfur um afnám verðtryggingar og viðurkenningu á ólögmæti verðtryggðra neytendalána verið fyrirferðarmikill þáttur í starfi samtakanna. Þrátt fyrir að þeim markmiðum hafi enn ekki verið náð nema að takmörkuðu leyti, er þó langt frá því að öll slík kurl séu komin til grafar. Fyrir tilstilli samtakanna bíða ýmis mál af þeim toga enn úrlausnar og gæti átt eftir að draga til tíðinda af þeim á nýju ári.

Lesa áfram...

Opinn spjallfundur um málefni heimilanna

Kæru félagsmenn

Nú er komið að mánaðarlegum opnum spjallfundi Hagsmunasamtaka heimilanna. Fundurinn verður haldinn næstkomandi fimmtudag, 1. desember, kl. 20-22, á Café Meskí, Fákafeni 9.

Fundir sem þessir eru kjörinn vettvangur fyrir félagsmenn til að ræða þau mál sem brenna á þeim, jafnt sín á milli sem og við fulltrúa stjórnar samtakanna.

Við hvetjum félagsmenn sem og aðra til að nýta sér þetta tækifæri og mæta til að taka þátt í umræðum um málefni heimilanna!

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna.

Lesa áfram...

Íslenska ríkið skaðabótaskylt á hvorn veginn sem málið fer

Hagsmunasamtök heimilanna hafa nú sent formlega kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) yfir framkvæmd verðtryggðra neytendalána og brotum gegn EES-reglum á sviði neytendaverndar af hálfu íslenska ríkisins. Ástæða þess er sú að í nóvember 2015 voru hagsmunir fjármálafyrirtækja látnir vega þyngra en neytendaréttur í æðsta dómsal landsins, í máli Hagsmunasamtaka heimilanna um framkvæmd verðtryggra neytendalána (nr. 243/2015). Framkvæmd slíkra lána hér á landi hefur ekki verið í samræmi við EES-reglur um upplýsingaskyldu lánveitenda, þar sem fjármálafyrirtækin hafa undanskilið kostnað vegna verðtryggingar, þ.e. verðbætur, frá lögboðinni upplýsingagjöf til neytenda um heildarlántökukostnað og árlega hlutfallstölu kostnaðar vegna lántöku.

Lesa áfram...

Opinn spjallfundur um málefni heimilanna

Kæru félagsmenn

Nú er komið að mánaðarlegum opnum spjallfundi Hagsmunasamtaka heimilanna. Fundurinn verður haldinn næstkomandi miðvikudag, 2. nóvember, kl. 20-22, á Café Meskí, Fákafeni 9.

Fundir sem þessir eru kjörinn vettvangur fyrir félagsmenn til að ræða þau mál sem brenna á þeim, jafnt sín á milli sem og við fulltrúa stjórnar samtakanna.

Við hvetjum félagsmenn sem og aðra til að nýta sér þetta tækifæri og mæta til að taka þátt í umræðum um málefni heimilanna!

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna.

Lesa áfram...

Svör framboða í Alþingiskosningum 2016 við spurningum HH

Það hefur án efa vakið athygli margra, félagsmanna sem og annarra, að afnám verðtryggingar hefur verið minna í umræðunni í aðdraganda þessara kosninga en oft áður. Hverju það sætir er erfitt að henta reiður á með vissu eða afgerandi hætti. Þó má benda á að ríkisrekinn fjölmiðill landsmanna batt þannig um hnútana að umræður um húsnæðismál voru settar undir einn hatt og verðtryggingin var ekki dregin sérstaklega fram í umræðunni. Það var því fjallað um húsnæðismál á víðum grundvelli í umfjöllun RÚV. Þetta hefur óneitanlega vegið þungt á metunum. Þó kemur fram í nýafstaðinni netkönnun RÚV, þar sem verðtryggingin og afnám hennar kemur loks við sögu að meirihluti þáttakenda er hlynntur afnámi.

Lesa áfram...

Opinn spjallfundur um málefni heimilanna

Kæru félagsmenn

Nú er komið að því að opnir spjallfundir Hagsmunasamtaka heimilanna hefjist á ný að loknum sumarleyfum.

Fyrsti fundur vetrarins verður haldinn næstkomandi fimmtudag, þann 15. september, kl. 20-22, á Café Meskí, Fákafeni 9. Slíkir fundir verða svo haldnir mánaðarlega á komandi vetri líkt og síðasta vetur, en þeir verða auglýstir nánar hverju sinni.

Fundir sem þessir eru kjörinn vettvangur fyrir félagsmenn til að ræða þau mál sem brenna á þeim, jafnt sín á milli sem og við fulltrúa stjórnar samtakanna.

Við hvetjum félagsmenn til þess að mæta!

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna.

Lesa áfram...

Enginn lærdómur dreginn af hruninu

Við losun fjármagnshafta eru engar sértækar aðgerðir boðaðar að hálfu Seðlabankans til þess að standa vörð um hag neytenda, þeirra fjölmörgu Íslendinga sem bundnir eru verðtryggðum lánum. Þetta er ljóst af svari bankans við fyrirspurn Hagsmunasamtaka heimilanna um fyrirhugaðar aðgerðir við losun fjármagnshafta. Það er því mat Hagsmunasamtaka heimilanna að enginn lærdómur hafi verið dreginn af hruninu fyrir neytendur og heimilin í landinu. Ennþá hvílir meginþungi áhættunnar á lánamarkaði af sveiflum verðbólgunnar á neytendum og verðtryggðum lánum þeirra.

Hagsmunasamtök heimilanna vilja vekja athygli á þessari brotalöm í aðgerðum bankans og hvetur stjórnvöld til að bæta úr og draga lærdóm af hruninu fyrir heimilin í landinu og þannig þjóðarbúið í heild sinni. Heimilin eru ein grunnstoð hagkerfisins og óeðlilegt að þau beri þungan af áhættunni af sveiflum verðbólgunnar með verðbótum sem óljósri stærð í lántökukosnaði. Nauðsynlegt sé að verja heimilin ef til mikillar gengislækkunar krónunnar komi. Hagmunasamtök heimilanna hvetja til þess að stjórnvöld sýni fyrirhyggju til varnar heimilunum, svo sagan frá 2008 endurtaki sig ekki.

Lesa áfram...

Ný stjórn HH og ályktun aðalfundar 2016

Hagsmunasamtök heimilanna héldu árlegan aðalfund sinn fimmtudagskvöldið 31. maí 2016.

Kosin var ný stjórn samtakanna en hana skipa: Guðrún Indriðadóttir, Pálmey Gísladóttir, Ragnar Þór Ingólfsson, Róbert Þ. Bender, Sigurður Sigurbjörnsson, Vilhjálmur Bjarnason og Þórarinn Einarsson.

Anna Jonna Ármannsdóttir, Jóhann Rúnar Sigurðsson, Ragnar Unnarsson, Kristján Þorsteinsson, Páll Böðvar Valgeirsson og Sigrún Jóna Sigurðardóttir.

Á fundinum var einnig samþykkt svohljóðandi ályktun:

Aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna haldinn þann 31. maí 2016, hvetur ríkisstjórn Íslands og Alþingi til þess að standa við gefin fyrirheit um afnám verðtryggingar á fjárskuldbindingum neytenda, og krefst þess jafnframt að viðurkennd verði bótaskylda ríkisins vegna ófullnægjandi innleiðingar og framkvæmdar á reglum EES um óréttmæta skilmála neytendalána.

Lesa áfram...
Subscribe to this RSS feed

© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum