Hagsmunasamtök heimilanna á Fundi fólksins 2016
Enginn lærdómur dreginn af hruninu
Við losun fjármagnshafta eru engar sértækar aðgerðir boðaðar að hálfu Seðlabankans til þess að standa vörð um hag neytenda, þeirra fjölmörgu Íslendinga sem bundnir eru verðtryggðum lánum. Þetta er ljóst af svari bankans við fyrirspurn Hagsmunasamtaka heimilanna um fyrirhugaðar aðgerðir við losun fjármagnshafta. Það er því mat Hagsmunasamtaka heimilanna að enginn lærdómur hafi verið dreginn af hruninu fyrir neytendur og heimilin í landinu. Ennþá hvílir meginþungi áhættunnar á lánamarkaði af sveiflum verðbólgunnar á neytendum og verðtryggðum lánum þeirra.
Hagsmunasamtök heimilanna vilja vekja athygli á þessari brotalöm í aðgerðum bankans og hvetur stjórnvöld til að bæta úr og draga lærdóm af hruninu fyrir heimilin í landinu og þannig þjóðarbúið í heild sinni. Heimilin eru ein grunnstoð hagkerfisins og óeðlilegt að þau beri þungan af áhættunni af sveiflum verðbólgunnar með verðbótum sem óljósri stærð í lántökukosnaði. Nauðsynlegt sé að verja heimilin ef til mikillar gengislækkunar krónunnar komi. Hagmunasamtök heimilanna hvetja til þess að stjórnvöld sýni fyrirhyggju til varnar heimilunum, svo sagan frá 2008 endurtaki sig ekki.
Ný stjórn HH og ályktun aðalfundar 2016
Hagsmunasamtök heimilanna héldu árlegan aðalfund sinn fimmtudagskvöldið 31. maí 2016.
Kosin var ný stjórn samtakanna en hana skipa: Guðrún Indriðadóttir, Pálmey Gísladóttir, Ragnar Þór Ingólfsson, Róbert Þ. Bender, Sigurður Sigurbjörnsson, Vilhjálmur Bjarnason og Þórarinn Einarsson.
Anna Jonna Ármannsdóttir, Jóhann Rúnar Sigurðsson, Ragnar Unnarsson, Kristján Þorsteinsson, Páll Böðvar Valgeirsson og Sigrún Jóna Sigurðardóttir.
Á fundinum var einnig samþykkt svohljóðandi ályktun:
Aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna haldinn þann 31. maí 2016, hvetur ríkisstjórn Íslands og Alþingi til þess að standa við gefin fyrirheit um afnám verðtryggingar á fjárskuldbindingum neytenda, og krefst þess jafnframt að viðurkennd verði bótaskylda ríkisins vegna ófullnægjandi innleiðingar og framkvæmdar á reglum EES um óréttmæta skilmála neytendalána.
Framboð til stjórnar HH 2016-2017
Eftirfarandi tilkynningar hafa borist um framboð til stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna fyrir aðalfund 2016, sem haldinn verður á Hótel Cabin við Borgartún 32, á 7. hæð, 31. maí 2016 kl. 20:00.