Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

Íslenska ríkið skaðabótaskylt á hvorn veginn sem málið fer

Hagsmunasamtök heimilanna hafa nú sent formlega kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) yfir framkvæmd verðtryggðra neytendalána og brotum gegn EES-reglum á sviði neytendaverndar af hálfu íslenska ríkisins. Ástæða þess er sú að í nóvember 2015 voru hagsmunir fjármálafyrirtækja látnir vega þyngra en neytendaréttur í æðsta dómsal landsins, í máli Hagsmunasamtaka heimilanna um framkvæmd verðtryggra neytendalána (nr. 243/2015). Framkvæmd slíkra lána hér á landi hefur ekki verið í samræmi við EES-reglur um upplýsingaskyldu lánveitenda, þar sem fjármálafyrirtækin hafa undanskilið kostnað vegna verðtryggingar, þ.e. verðbætur, frá lögboðinni upplýsingagjöf til neytenda um heildarlántökukostnað og árlega hlutfallstölu kostnaðar vegna lántöku.

Á fundi í þjóðmenningarhúsinu þann 14. mars, síðastliðinn, beindi fulltrúi Hagsmunasamtaka heimilanna þeirri spurningu til Carl Baudenbacher, forseta EFTA-dómstólsins, hvort þess væru dæmi að farið hefði verið gegn ráðgefandi áliti EFTA dómstólsins. Vísaði Baudenbacher í umræddan dóm Hæstaréttar sem einsdæmi í þessu tilliti og benti jafnframt á að með því að fara gegn EES-reglum og áliti EFTA-dómstólsins um túlkun á þeim, gæti aðildarríki EES-samningsins orðið skaðabótaskylt gagnvart tjónþolum. Umræddur dómur Hæstaréttar varpar ljósi á bágborna réttarstöðu neytenda á fjármálamarkaði á Íslandi og hvað barátta Hagsmunasamtaka heimilanna undanfarin átta ár fyrir úrbótum í þágu íslenskra heimila hefur í raun snúist um. Hagsmunasamtök heimilanna neyðast til þess að leita réttar íslenskra neytenda utan landssteinanna, því erfitt hefur reynst að fá úr þessari réttaróvissu skorið hér á landi.

Einfaldleikinn er sá að annað hvort er innleiðingin af hálfu Alþingis, á þeim neytendarétti sem um ræðir í málinu, röng sem gerir Alþingi ábyrgt og þá að sama skapi er dómur Hæstaréttar réttur. Eða þá að dómur Hæstaréttar er rangur sem gerir Hæstarétt og dómskerfið ábyrgt en sýknar Alþingi og stjórnkerfið af þeim alvarlegu ásökunum sem felast í niðurstöðu Hæstaréttar. Á hvorn veginn sem niðurstaða ESA verður gerir það að verkum að íslenska ríkið er því miður orðið skaðabótaskylt gagnvart neytendum vegna skorts á kynningu heildarlántökukostnaðar fyrir neytendum af hálfu lánveitenda. Það er afar leitt, því allur málatilbúnaður Hagsmunasamtaka heimilanna hefur gengið út á það að lánveitendur eigi að sjálfir að bera skaðabótaskyldu vegna alls tjóns sem þessi brot þeirra hafa valdið íslensku samfélagi og heimilum landsmanna.

ESA kvörtun 2016

Sjá meðfylgjandi samantekt um efni kvörtunarinnar (UPPFÆRT 17.4.2018 sjá kvörtunina í heild ásamt öllum gögnum málsins):


© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum