Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

Bréf stjórnarmanns Hagsmunasamtaka heimilanna til Velferðarvaktarinnar

Sælt samnefndarfólk í vinnuhóp um fjármál heimilanna í Velferðarvaktinni á vegum Velferðaráðuneytisins, þ.e. hóp 4 um fjárhagsvanda heimilanna sem á að greina skuldavanda heimilanna og koma með leiðir til lausnar eða eins og segir meðal annars inn á vef Velferðaráðuneytisins um Velferðavaktina. „Að nefndin eigi að kortleggja ástandið, leggja mat á  afleiðingar kreppunnar á markhópinn sem í okkar tilfelli er fjárhagsvandi heimilanna og tilgreina hvaða upplýsingar vantar til að skýr mynd fáist. Að taka saman yfirlit um það sem þegar hefur verið gert til að koma í veg fyrir alvarlegar/varanlegar afleiðingar efnahagsástandsins á fólkið í landinu. Að hafa ævinlega í huga sjónarmið jafnréttis og athuga áhrif aðgerða/aðgerðaleysis á bæði kynin, á innflytjendur o.s.frv. Og síðast en ekki síst að leggja fram tillögur til úrbóta.“

Ég er bara venjulegur Íslendingur sem ofbauð hvað lítið var að gerast í leiðréttingarmálum heimilanna g því að koma þessu frábæra landi okkar af stað aftur eftir efnahagshrunið 2008. Ég vildi láta eitthvað gott af mér leiða og fór á stúfana til að reyna að sjá hvar ég gæti hvað best gert gagn en ég hafði þá aldrei verið í neinum félagsstörfum áður og frekar forðast þau ef eitthvað var, bið ykkur því að afsaka að þetta bréfkorn mitt er kannski ekki eftir bestu forskrift um skýrslur og efni sent á nefndir en minni á að ég er ekki vanur nefndarmaður og veit að ég get átt á hættu að fá ákúrur fyrir en það verður þá bara að hafa það. Sá fljótlega að nánast einu samtökin sem voru að gera eitthvað alvöru gagn og voru inn í allri umræðunni, voru málefnaleg og ekki pólitísk voru Hagsmunasamtök heimilanna sem voru og eru sjálfboðaliðasamtök. Ég skrái mig í HH 2009 og á aðalfundi 2010 bauð ég mig fram í stjórn og er kosinn í aðalstjórn. Þegar ég var svo beðinn að taka sæti Hagsmunasamtaka heimilanna í nefnd Velferðavaktarinnar þá gerði mér miklar vonir því í henni eru engir aukvisar og fyrir utan formanninn, Þorbjörn Guðmundsson sem er skipaður af Velferðaráðherra eru þar m.a. aðilar frá Umboðsmanni skuldara, Íbúðarlánasjóði, Alþýðusambandi Íslands, Velferðarráðuneytinu, Samtökum

Verð að viðurkenna að ég kalla þessa ágætu nefnd okkar „teboð dauðans“ þegar ég er að gefa skýrslu um störf Velferðavaktarinnar innan Hagsmunasamtaka heimilanna. Það geri ég vegna þess að mér hefur ekki fundist vera mikill vilji innan vinnuhópsins til að setja sig inn í mál þeirra sem skulda og standa höllum fæti með örfáum undantekningum þó sem ekki ber mikið á. Mér finnst umræðan innan hópsins frekar hafa snúist um að sannfæra alla innan Velferðavaktarinnar og út á við um að þær aðgerðir sem búið er að grípa til eigi að duga og dugi, bara ef við náum að koma öllum í þær með góðu eða illu þó samfélagið sé að hrópa á alvöru lausnir fyrir utan. Mér finnst ekkert tillit hafa verið tekið til þeirra sem áttu eitthvað í eignum sínum fyrir hrun og má segja að flestar ef ekki allar lausnir sem kynntar hafi verið hafi verið bankamiðaðar, þ.e. miðað að því að bjarga bönkunum og fjármagnseigendum frekar en heimilunum, því miður. Ég hef sagt það áður og segi það enn, þessar aðgerðir eru ekki að duga og fólk er ekki sátt við þær og okkur öllum ber skylda til að hlusta á fólkið og finna leiðir til að gera betur í staðinn fyrir að reyna að þagga niður í því. 

Að auki má benda á að þessi sami formaður okkar í Velferðavaktarhópnum er einnig formaður stjórnar Sameinaða lífeyrissjóðsins og sem slíkur einn af verðtryggingarvörðum þessa lands en verðtrygging húsnæðislána heimilanna er einmitt það sem er hvað mestur þyrnir í augum okkar hjá HH og er að okkar mati eitt það versta sem heimilin í landinu þurfa að glíma við með ófyrirséða og óútreiknanlega hækkun lána falda í framtíðinni. Við höfum velt því fyrir okkur hvernig slíkur aðili á að geta fjallað um réttmæti verðtryggingu lána heimilanna á hlutlausan hátt sem hefði samt getað búist við ef miðað er við að hann er líka framkvæmdastjóri Samiðnar sem er samband iðnfélaga og stéttarfélag fjölmargra iðanarmanna. Að mati okkar í HH er það ein mesta kjarabótin sem völ er á að aflétta verðtryggingunni af heimilum landsins og setja á sama tíma hámark á vexti húsnæðislána þannig að allir aðilar hafi hag að því að halda verðhækkunum í lágmarki og þar með verðbólgu sem verðtryggingin er afleiða af.   

Þessu til viðbótar vil ég fyrir hönd Hagsmunasamtaka heimilanna koma því að í umræðunni að það er ekki bara skuldavandi sem almenningur á við að etja heldur líka að launavandinn sé orðinn það mikill að það sé sívaxandi fjöldi fólks sem hefur ekki efni á að halda heimili með sómasamlegum hætti og þurfi að bjóða börnum sínum upp á eitthvað sem á ekki að þurfa að líðast í þjóðfélagi eins og okkar. Bendi ég t.d. á skrif Hörpu Njáls þessu til staðfestingar. Við hjá HH höfum bent á að gera þurfi raunframfærsluviðmið sem grunnlaun, tryggingar, bætur og atvinnuleysistryggingar yrðu miðaðar út frá, það sem gert var hér fyrr á árinu og kallað var neysluviðmið var ekkert annað en mæling á neyslu en hafði ekkert með það að segja hvað kostar að lifa á Íslandi fyrir fjölskyldurnar. Til skýringa felst munurinn á útreiknuðum neysluviðmiðum og raunframfærsluviðmiðum í því að annars vegar er miðgildi raunneyslu mælt út frá fyrirliggjandi gögnum Hagstofu Íslands. Hins vegar er eðlileg raunframfærsla fundin út af sérfræðingum og er þá miðað við að skilgreina framfærsluþætti og  þjónustu sem  á að teljast fullnægjandi lýsing á hóflegri eða eðlilegri framfærsluþörf fjölskyldu af tiltekinni stærð, á tilteknum stað og á tilteknum tíma. Út frá skilgreindum framfærsluþáttum sem teljast uppfylla eðlilega framfærsluþörf er fundinn raunframfærslukostnaður. Raunframfærslukostnaður og lágmarks framfærsluviðmið unnin út frá þeim hafa um margra ára skeið verið opinber á öðrum Norðurlöndum, svo sem Danmörku, Svíþjóð og Noregi.

Ástandið á eftir að versna mikið ef við förum ekki að horfast í augu við vandann og gera það sem gera þarf og viljum við  meina að það sé mikill dulinn vandi, t.d vegna þess að fjármálastofnanir skrái vandann ekki rétt og séu ekki að gefa upp réttar tölur um fjárhagsvanda heimilanna. Má í því sambandi minnast á að það eru ekki til samræmdar tölur um þann vanda sem þó er hægt að mæla og frumvarp sem gefur leyfi til samkeyslu gagn er kæft í nefnd þingsins. Þetta er ekkert annað en þöggun af verstu tegund sem kemur til með að bíta okkur illilega þegar hið rétta kemur í ljós og áhyggjur okkar í Hagsmunasamtökum heimilanna er að þá verði vandinn orðinn nánast óbærilegur fyrir allt of marga með öllu því slæma sem því fylgir. 

Eins og ég hef beðið um áður og talað um á fundum nefdarinnar þá fer fram á að inn í þessa skýrslu sem við eigum að skila af okkur séu eftirfarandi kröfur okkar í Hagsmunasamtökum heimilanna.

 

  1. Að skorað sé á Alþingi að samþykkja strax frumvarp um rannsókn á fjárhagsstöðu heimilanna sem liggur fyrri og gerir það kleyft að samkeyra upplýsingar frá lánastofnunum og öðrum um skuldavanda heimilanna. Þegar það er komið í gegn er fyrst hægt að fara að skoða skuldavanda heimilanna í samhengi og koma með góða greiningu á vandanum sem gefur aftur kost á því að bregðast rétt við vandanum og koma okkur út úr þessari stöðnum sem við erum í og sem er að stoppa þjóðfélagið ef ekkert verður að gert.
  2. Að við förum fram á að Alþingi setji strax lög um raunframfærsluviðmið en út frá því má svo finna út lágmarksframfærsluviðmið og því sé rækilega komið til skila í skýrslunni að það sé ekki bara skuldavandi sem fólk á við að etja heldur líka launavandi sem felst í því að grunnlaun eru of lág miðað við raunframfærslukostnað eins og sýnt hefur verið fram á t.d. með mælingu Velferðaráðherra á rauneyðslu sem kallað var neysluviðmið. Einnig hefur þetta komið fram í fjölmörgum greinum og skýrslum undanfarið og má þar t.d. nefna skrif Hörpu Njáls og Talsmanns neytenda og að okkar mati kemur þetta ennþá betur í ljós þegar samkeyrsla á fyrirlyggjandi gögnum verður leyfð, samanber lið 1 hér fyrir ofan.
  3. Að á meðan ekki sé búið að fá endanlega úr því skorið hvort afturvirkur útreikningur og vextir áður gengisbundinna lána standist lög og þar á meðal lög sem við sem EES aðili erum búin að innleiða, séu öllum nauðungarsölum og aðfararbeiðnum frestað og ekki verði staðfestir þeir afturvirku útreikningar sem búið var að senda á fólk á meðan þessi óvissa er fyrir hendi.
  4. Einnig förum við fram á að Velferðaráðherra fyrir hönd ríkistjórnarinnar fari fram á það við eftirlitsstofnun ESA að kvörtun Hagsmunasamtaka heimilanna fái flýtimeðferð til að fá skorið út um lögmæti þeirra aðgerða sem verið er að vinna eftir og þá ekki síst til að minnka áhættuna á því að ríkið sé skaðabótarábyrgt vegna laga númer 151/2010. Í kvörtuninni segir meðal annars að stjórnvöld fari ekki að neytendatilskipun EES.  Ágallar séu á innleiðingu og framkvæmd Evrópu tilskipun neytendalaga nr. 93/13/EEC sem kveður m.a. á um bann við beitingu aflsmunar í samingsgerð og bann við afturvirkri og íþyngjandi lagasetningu gagnvart neytendum.
  5. Að lokum vilja Hagsmunasamtök heimilanna að inn í þessari skýrslu Velferðavaktarinnar verði áskorun á stjórnvöld um að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna því að mati okkar í HH er það ein mesta kjarabótin sem völ er á fyrir heimili landsins og setja á sama tíma hámark á vexti húsnæðislána samhliða nýrri hugsun í húsnæðismálum almennt sem búið er að boða af stjórnvöldum.

 

Reykjavík 16.5.2011

 

Vilhjálmur Bjarnason.

Hagsmunasamtökum heimilanna


© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum