Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

Alvarlegir meinbugir á lögum um endurreikninga

Alvarlegir meinbugir á lögum nr. 151/2010 gera að verkum, að innheimta fjármálafyrirtækja á endurútreiknuðum gengistryggðum lánum stangast á við bæði íslenskan kröfurétt og neytendarétt og líklega einnig Evróputilskipanir. Hagsmunasamtök heimilanna hafa því skorað á Alþingi að nema þessi ólög úr gildi nú þegar.

Hagsmunasamtök heimilanna skora samhliða á Umboðsmann skuldara að embættið láti stöðva innheimtu endurreiknaðra lána verði stöðvuð þar til lögmæt reikniaðferð hefur verið skilgreind eða ólögin nr. 151/2010 hafa verið tekin til gagngerrar endurskoðunar.

 

Áskorun samtakanna á Umboðsmann skuldara felur einnig í sér að fjármálafyrirtæki verði krafin um samræmda og gangsæja innheimtu á ólöglega gengistryggðum lánum, í samræmi við m.a. neytendarétt, Evróputilskipanir og góða viðskiptahætti. Enn fremur að fjármálafyrirtækin verði krafin skýringa á þeirri innheimtu sem átt hefur sér stað á grundvelli þessara ólaga, svo að ganga megi úr skugga um hvort þau hafi haft fé ranglega af viðskiptavinum sínum með afturvirkum útreikningum eða öðrum ólöglegum hætti - og úrbóta krafist reynist svo vera.

Mikill vafi leikur því hver sé rétt reikniaðferð samkvæmt lögum nr. 151/2010. Niðurstöður úttektar Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands á endurútreikningum eru þessu marki brenndar. Svo mikil er reyndar óvissan að helmingur greinargerðarinnar fjallar um hin ýmsu vafaatriði sem ekki er tekin afstaða til, eða þá að sú afstaða er bæði í ósamræmi við reiknilíkan skýrsluhöfunda sjálfra sem og túlkun óháðra lögfræðinga og endurskoðenda. Það er því fullkomlega óljóst á hverju niðurstöðurnar byggja, nema ef vera skyldi eftiröpun á reikniaðferðum fjármálafyrirtækjanna eins og þær endurspeglast í sýnidæmum þeirra sjálfra.

Þá vekur að mati samtakanna sérstaka athygli, að hvorki Lagastofnun Háskóla Íslands né Háskólans í Reykjavík sáu sér fært að veita álit um rétta túlkun laganna. Varla þarf frekari vitnisburðar við, um þá alvarlegu meinbugi sem eru á lögum nr. 151/2010
.

Þá gagnrýna Hagsmunasamtök heimilanna harðlega, að nýleg
könnun á endurútreikningum gengistryggðra lána hafi alfarið verið byggð á vitnisburði fjármálafyrirtækjanna sjálfra, en ekki á raunverulegri innheimtu lánanna. Ólíkt fullyrðingum fjármálafyrirtækjanna, benda rannsóknir óháðra endurskoðenda og lögmanna til þess að endurútreikningarnir séu vafasamir. Hagsmunasamtök heimilanna krefjast með hliðsjón af þessu, sjálfstæðrar rannsóknar á því með hvaða hætti endurútreikningar birtast á raunverulegum innheimtuseðlum. Án slíkra upplýsinga er ómögulegt að meta sannleiksgildi órökstuddra fullyrðinga fjármálafyrirtækjanna, hvað þá réttmæti endurútreikninganna.


Sjá áskorun HH á Alþingi

Sjá áskorun HH á Umboðsmann skuldara

Sjá umsögn US um frumvarp til laga nr. 151/2010


© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum