Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

Umboðsmaður ver ekki hagsmuni lántakenda

Biðraðir hjá Umboðsmanni skuldara eru áfellisdómur á stjórnvöld fyrir vanmat þeirra á eðli og umfangi vandans. ­ Ef fram heldur sem horfir mun aðeins 27 beiðnum af tæplega 3.000 ljúka með samningum um greiðsluaðlögun á þessu ári, skv. frétt ríkissjónvarpsins. Slíkur árangur verður að teljast óásættanlegur fyrir lántakendur og sýnir glöggt hve tímafrek og óskilvirk úrræðin eru.

Þá er skv. heimildum Hagsmunasamtaka heimilanna átta mánaða bið hjá embættinu eftir efnislegri afgreiðslu, sem hlýtur að teljast með öllu óviðunandi fyrir þá sem verða að leita sér skuldaskjóls hjá Umboðsmanni.

Hluti vandans virðist sá að Umboðsmaður veigrar sér við að beita þeim lagaheimildum sem embættið þó hefur til að sinna þeirri lagaskyldu sinni, að bæta stöðu fólks í skulda- og greiðsluerfiðleikum.

 

Umboðsmaður hefur sem dæmi heimildir til að krefjst skýringa á endurútreikningum lána í lögum um persónuvernd og bráðabirgðaákvæði við lög um vexti og verðtryggingu. Ákvæðið veitir embættinu einnig heimild til að krefja fyrirtækin úrbóta, sé þess talin þörf, auk þess sem réttur neytenda gagnvart flóknum og ógagnsæjum lánaútreikningum er skýr. 

 

Úrbótaheimild bráðabirgðaákvæðisins einskorðast ekki við skjólstæðinga embættisins eins og fram kemur í greinargóðri umfjöllun Talsmanns neytenda um endurútreikninga lána.

Stæði vilji til þess, gæti Umboðsmaður því gengið hart fram í rýni á endurútreikningum lána og krafist þess að fjármálastofnanir fylgi, sem dæmi, einni samræmdri og gagnsærri aðferð.

Með hliðsjón af því að afturvirkir lánaútreikningar standast auk þess ekki eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar, íslenskan kröfurétt, neytendalög, evróputilskipanir um neytendarétt og ganga þar að auki gegn meginreglu réttarkerfisins um afturvirkni lagasetningar þá er illskiljanlegt að Umboðsmaður nýti ekki til fulls heimildir sínar til að krefjast úrbóta skuldurum til handa í anda þessara laga sem eru jú gildandi lög.

Heimild og ítarefni:

Sjá frétt Ríkissjónvarpsins um biðraðir hjá Umboðsmanni skuldara

Sjá áskorun Hagsmunasamtaka heimilanna á Umboðsmanna skuldara

Sjá frétt á vef Umboðsmanns skuldara um biðraðir hjá embættinu

Hlusta á viðtal við formann HH á Bylgjunni, þar sem fjallað er m.a. um óviðunandi stöðu mála hjá embættinu


© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum