Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

Tengsl vaxta og verðtryggingar dæmd órjúfanleg

Órjúfanleg tengsl vaxta og verðtryggingar, eru helsta forsenda þess að Íslandsbanki vann nýlega mál sem hann höfðaði fyrir Héraðsdómi Suðurlands vegna afturvirkrar vaxtatöku. Segja má að bankanum hafi með þessum dómi tekist að fá viðskiptavini sína dæmda til verðtryggingar.

Þar með hefur enn ein sérstaða lands og þjóðar fengist staðfest: Á Íslandi eru vextir ekki bara vextir heldur líka verðtrygging!

Órjúfanleg tengsl vaxta og verðtryggingar, eru helsta forsenda þess að Íslandsbanki vann nýlega mál sem hann höfðaði fyrir Héraðsdómi Suðurlands vegna afturvirkrar vaxtatöku. Segja má að bankanum hafi með þessum dómi tekist að fá viðskiptavini sína dæmda til verðtryggingar.

Þar með hefur enn ein sérstaða lands og þjóðar fengist staðfest: Á Íslandi eru vextir ekki bara vextir heldur líka verðtrygging!

Ekki er enn ljóst hver endanlega niðurstaða málsins verður. Að óbreyttu mun dómurinn þó hafa það í för með sér, að réttindi almennings verða látin víkja fyrir ofurrétti fjármálafyrirtækja til verðtryggingar og afturvirkrar vaxtatöku, án tillits til afleiðinga þess fyrir almenna lántakendur og án tillits til ákvæða laga og stjórnarskrár.

Verðtrygging verður jafnrframt í framkvæmd tvenns konar, þar sem önnur verðtryggir með “lægstu” óverðtryggðu vöxtum en hin með hefðbundinni tengingu við neysluvísitöluna. Munurinn er sá, að með óverðtryggðu vöxtunum magnar verðbólga upp hverja afborgun og segja má að lántaki staðgreiði þannig verðbólguna, á meðan vreðbólgan magnar upp bæði höfuðstól og afborganir verðtryggðu lánanna með verðbótafærslum.

Fyrir þá sem eru með ólöglega gengistryggð lán þýðir þessi niðurstaða, að lán þeirra eru í raun gengistryggð á ný - með "óverðtryggðum" vöxtum sem breytast í takt við gengisþróun og verðbólguvæntingar. Þessir verðtrygging hefur haft 15 - 21% vexti í för með sér undanfarin misseri.

Forsaga málsins er sú, að viðskiptavinir Íslandsbanka höfðu hafnað því að krefjast mætti af þeim lægstu óverðtryggðu vaxta Seðlabanka Íslands afturvirkt frá töku láns, eins og endurútreikningar gerðu ráð fyrir í samræmi við lög nr. 151/2010. Töldu þeir að þinglýstur lánasamningur ásamt greiðlukvittunum hlyti að standa, þó svo að gengistrygging lánsins hafi verið dæmd ólögleg.

Á þá vörn féllst héraðsdómurinn ekki og má því segja að Íslandsbanki hafi fengið viðskiptavini sína dæmda til vaxta og verðtryggingar skv. “lægstu” óverðtryggðu vöxtum SÍ - sem sveiflast upp og niður í takti við verðbólguvæntingar og ætti því ekki að koma á óvart að þeir hafa verið á bilinu 15% til 21% undanfarin misseri.

Héraðsdómurinn  byggir úrskurð sinn annars vegar á lögum nr. 151/2010 og hins vegar á síðari gengistryggingardómi frá 16. sept. 2010, en þar kemst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að tengsl vaxta og verðtryggingar séu órjúfanleg. Af þeirri niðurstöðu er síðan leitt, að fyrst gengistryggingin sé ólögleg, þá falli samningsbundin vaxtaákvæði einnig úr gildi - vegna tengslanna órjúfanlegu.

Með setningu laga nr. 151/2010 taldi Alþingi síðan að lægstu óverðtryggðu vextir Seðlabanka Íslands væru fullnægjandi uppbót fyrir gengistrygginguna sem hefur verið dæmd ólögleg og vaxtaákvæðin sem dæmd hafa verið ógild.

Og að sjálfsögðu má svo að mati héraðsdómsins reikna þessa "vexti" afturvirkt, þar sem Íslendingar greiða ekki skv. úrskurði Hæstaréttar „venjulega“ vexti eins og fólk greiðir í öðrum löndum, heldur vexti sem eru órjúfanlega tengdir verðtryggingu.

“Lægstu óverðtryggðu vextirnir” sem Alþingi telur hæfilega uppbót fyrir gengistrygginguna sem var dæmd ólögleg, sveiflast eins og áður segir í takt við verðbólguvæntingar og gengisþróun. Þessir vextir eru því hvorki lágir né óverðtryggðir eins og heiti þeirra gefur ranglega til kynna. Það háðulegasta hlýtur þó að vera sú staðreynd að með óverðtryggðu vöxtunum er í raun búið að gengistryggja aftur gengistryggðu lánin.

Þá gaf héraðsdómurinn ekki mikið út á eignarrétt viðskiptavina fjármálakerfisins, þrátt fyrir framlagðar fullnaðarkvittanir fyrir afborgunum af láninu. Greiðslur á vöxtum og verðtryggingu falla skv. úrskurði dómsins undir kröfuréttarsamband sem eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar ná ekki til og hvað gildi fullnaðarkvittana snertir má helst skilja að svoleiðis pappírar hafa enga þýðingu gagnvart verðtryggingu. Þessi niðurstaða héraðsdómsins er afar umdeild, svo ekki sé fastar að orði kveðið.

Á heildina litið virðist um allsherjar hringavitleysu að ræða, sem snýst þegar öllu er á botninn hvolft um það eitt, að verja verðtrygginguna, óháð afleiðingunum fyrir almenna lántakendur og þvert á lagalegan rétt almennings og þvert á ákvæði stjórnarskrárinnar.

Til skamms tíma hét það að verðtryggingin “tryggði” verðgildi lána og væri því í eðli sínu sanngjörn og eðlileg. Nú hafa þau rök bæst við að tengsl hennar við vexti séu órjúfanleg.

Ljóst er að margir tóku á sínum tíma gengistryggðu lánin til að flýja okurvexti verðtryggingarinnar. Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands staðfestir að engir fá flúið okurvaxtatöku fjámálafyrirækjanna hér á landi.

Sjá dóm Hérðsdóm Suðurlands E-146/2010 frá 24. Júní 2011


© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum