Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

Svar FME varðandi meðhöndlun skuldabréfa og vörslusviptingar

Hagsmunasamtök heimilanna sendu á dögunum erindi til FME og kröfðust íhlutunar og nauðsynlegra svara við spurningum. Fjármálaeftirlitið (FME) hefur nú svarað erindinu er varðar meðal annars áritun og meðhöndlun skuldabréfa. Jafnframt hefur FME svarað erindi HH er varðar vörslusviptingar.

FME segir ekki til um hvort þinglýsingarlögum hafi verið vikið til hliðar við framsal skuldabréfa frá gömlu bönkunum til hinna nýju, en skýringin kann að vera sú að ekki sé skylda að þinglýsa skuldabréfunum þegar um framsal er að ræða heldur haldi það gildi sínu gagnvart nýjum eiganda þess sem tilgreindur er í yfirlýsingu FME.

FME svarar ekki spurningunni um áritun greiðslna og eftirstöðva á skuldabréfin og skilur þar með eftir mjög mikilvæga spurningu. "Hafi skuldabréfið ekki verið áritað af gamla bankanum svo ljóst sé hver er eftirstandandi höfuðstóll, hvaða upphæð á nýr banki þá kröfurétt til? Það er skýrt í lögum um áritun skuldabréfa að við framsal er skylt að árita fjárhæð eftirstöðva á skuldabréf og raunar við hverja afborgun, sbr. tilskipun frá 9. febrúar 1798."

Fjármálaeftirlitið gefur að mati samtakanna heldur ekki skýr svör varðandi afturvirka útreikninga gengistryggðra lána, en segist þó telja réttarstöðu skýra.

Hvað varðar vörslusviptingar virðist FME ekki á sama máli og innanríkisráðherra sem sendi frá sér yfirlýsingu á síðasta ári þar sem fram kemur að vörslusviptingar megi ekki fara fram án atbeina dómstóla.


Svar FME varðandi meðhöndlun skuldabréfa er svohljóðandi:

Með ákvörðunum Fjármálaeftirlitsins í október 2008 vou tilteknar eignir og skuldir gömlu bankanna fluttar yfir til hinna nýju banka á grundvelli sérstakrar heimildar í 100. gr. a laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtœki, sbr. 5. gr. laga nr. 125/2008 um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstœðna á fjármálamarkaòi o.fl. Í framhaldinu skyldi fara fram uppgjör þar sem mismunur á virði eigna og skulda yrði greiddur með útgáfu fjármálagemings. Í september og desember 2009 náðu samningsaðilar samkomulagi um fjármögnun hinna nýju banka ásamt því að gefinn var út fjármálagemingur um uppgjör vegna ráðstöfunar eigna og skulda gömlu bankanna til hinna nýju.

Framangreind ákvörðun Fjármálaeftirlitsins fól það í sér að tiltekin skuldabréf, þ. á m. íbúðalán, voru framseld frá gömlu bönkunum til hinna nyju. Að mati Fjármálaeftirlitsins var umrœtt framsal gilt og hefur það ítrekað verið staðfest fyrir dómstólum, meðal annars með dómi Hœstaréttar Íslands frá 1. nóvember sl. í máli nr. 567/2011. Í ákvörðununum kemur fram að skuldarar njóti allra sömu réttinda gagnvart hinum nyja eiganda kröfuréttindanna. Staða þeirra er því algerlega óbreytt. Þetta merkir bœði það að öll réttindi sem tengjast greiðslum af kröfum viðhaldast gagnvart nyjum kröfueiganda svo og að gömlu bankarnir geta ekki með neinum hœtti krafist efnda á grundvelli þessara krafna.

Aò því er varðar fyrirspum í bréfi samtakanna um þýðingu kvittana fyrir greiòslu afborgana og vaxta og tengsl fyrri greiðslna við endurreikning lána með óheimila gengistryggingu, á grundvelli 18. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu (vaxtalög), sbr. og lög nr. 151/2010, er því til að svara að Fjármálaeftirlitiò fjallar ekki um það hvort ákvœði laga stangist á við stjómarskrá. Framkvœmd dómstóla til þessa hefur byggst á því að þegar ákvœði um óheimila verðtryggingu er til staðar þá verði að reikna viðkomandi lán upp á nýtt á grundvelli þeirra reglna er fram koma í vaxtalögum. Ef dómstólar komast að öðrum niðurstöðum mun Fjármálaeftirlitið fylgjast með því að framkvœmdin verði í samrœmi viò slíkar niðurstöður.

Samkvœmt 2. mgr. 3. gr. innheimtulaga nr. 95/2008 er meðal annars viðskiptabönkum og sparisjóòum heimilt að stunda innheimtu án innheimtuleyfis. Arion banka hf. er því heimilt að innheimta fyrir aðra, þ. á m. Dróma hf.

Með vísan til framangreinds telur Fjármálaeftirlitiò ekki þörf á að sett verði sérstök leiðbeinandi tilmœli um þau atriði sem tilgreind eru bréfi samtakanna, enda er réttarstaðan skýr að mati stofnunarinnar.

 

Svar FME varðandi vörslusviptingar er svohljóðandi;

Greiðslur leigutaka fyrir leigu á bifreið er meginforsenda eignaleigusamnings og veruleg vanefnd þeirrar skyldu heimilar að jafnaði riftun samkvæmt almennum reglum kröfuréttar og samningsskilmálum slíkra samninga. Réttur til vörslusviptingar án atbeina sýslumanna eða dómstóla byggist því á verulegri vanefnd leigutaka, samningsbundnu eignarhaldi hlutaðeigandi leigusala á bifreiðinni þar til samningur er gerður upp og eigendaskráningu í ökutækjaskrá. Ef dómstólar komast að þeirri niðurstöðu að slíkar vörslusviptingar séu í andstöðu við lög nr. 90/1989 um aðför mun Fjármálaeftirlitið fylgjast með því að framkvæmd lánastofnana verði í samræmi við þá niðurstöðu.

Með vísan til framangreinds telur Fjármálaeftirlitið að svo stöddu ekki þörf á að sett verði sérstök leiðbeinandi tilmæli um þau atriði sem tilgreind eru bréfi samtakanna.


© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum