Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

Stunduðu bílafjármögnunarfyrirtækin stórfelld virðisaukaskattsvik?

Svo virðist að satt sé að því stærri sem glæpurinn er því erfiðara er að koma honum á framfæri og fá af stað rannsókn málsins. Þetta kann að eiga við um mál sem byrjaði 2010 þegar Þórdís Björk Sigurþórsdóttir fór að leita að reikningi frá Sp-fjármögnun fyrir bifreiðakaupum. Engan reikning var að finna í skjalasafni svo Þórdís bað um afrit frá SP en þá kom ýmislegt í ljós sem vakti grunsemdir Þórdísar. Eftirfarandi er útdráttur úr grein Þórdísar frá því í febrúar 2011 en við viljum vekja athygli á þessu máli því RSK virðist ekki hafa talið tilefni til að rannsaka þetta mál hvernig sem á því stendur.

 

"Gefum okkur að þessi þrjú fyrirtæki hafi selt 15.000 nýjar bifreiðar sl. 5 ár og meðalverð bifreiðar hafi verið 3.000.000 kr., þar af vsk. 24.5%, eða 590.400 kr. Það gera 8.856.000.000 kr. (8.8 milljarðar) í vsk. Og athugið, þennan skatt innheimtu fyrirtækin af viðskiptavinum sínum með vöxtum (áður gengistryggingu og vöxtum) þar sem margir tóku lán fyrir heildarfjárhæðinni."

Bílalánafyrirtækin virðast sem sagt hafa innheimt virðisauka af bifreiðum seldum í kaupleigu, ekki gefið út sölureikninga (þar sem tilgreina skal virðisaukaskatt) og ekki heldur skilað virðisaukanum til skattayfirvalda.

Grein Þórdísar er hér í heild sinni.

Hér er svo nýjasta svarið sem barst frá Avant til Neytendastofu. Neytendastofa vildi ekki snerta á málinu en eftir fortölur Umboðsmanns Alþingis hóf Neytendastofa loks að skoða málið. Það sem vekur þó undrun stjórnar HH er að ríkisskattstjóri eða efnahagsbrotadeild lögreglu hafi ekki tekið málið upp því eins og áður segir er um stórkostleg skattsvik að ræða ef rétt reynist og gögn Þórdísar gefa of sterkar vísbendingar til að horfa fram hjá.

Hagsmunasamtök heimilanna hvetja greiðendur kaupleigusamninga til að fletta upp sölureikningum og samningum fyrir bifreiðakaupunum og kanna hvort virðisauki sé tilgreindur. Sé grunur um misbresti er rétt að tilkynna slíkt til ríkisskattstjóra og/eða til lögreglu. Bifreiðakaupendur áttu að fá í hendur sölureikning fyrir bifreiðinni og virðisauka skal tilgreina á sölureikningum.  Skattayfirvöld áttu að fá þann virðisaukaskatt greiddann frá bílalánafyrirtækjunum innan tilskilins frest um skil á vsk. Við skattalagabrotum af þessu tagi liggja viðurlög um sektir og fangelsisvist þeirra sem bera ábyrgð á skattsvikunum.


© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum