Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

Er forseti ASÍ að vakna af Þyrnirósarsvefni?

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir óskiljanlegt að á meðan bankarnir skila ofsagróða þurfi fólk sem á í erfiðum greiðsluvandræðum að bíða mánuðum og jafnvel árum saman eftir úrlausn sinna mála.



"Afkoma bankanna og sterk eiginfjárstaða þeirra sýnir svo ekki verður um villst að þeir eiga að geta gengið mun hraðar og ákveðnar til verks. Meðan það er ekki gert og fólk í greiðsluvanda lifir í ótta og óvissu er ekki nema eðlilegt að mikil reiði ríki í garð þessara stofnana. Ég hef mikinn skilning á þessari reiði og tel að hún eigi eftir að magnast á næstunni bregðist bankarnir ekki við þessum réttmætu kröfum,“ segir Gylfi Arnbjörnsson.

Hagsmunasamtökum heimilanna þykir mikilvægt að minna á og halda því á lofti að Gylfi Arnbjörnsson var skipaður í sérfræðingahóp forsætisráðherra 27. október 2008 og átti að koma með tillögur um hvernig bregðast mætti við vanda lántakenda vegna verðtryggingar.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir óskiljanlegt að á meðan bankarnir skila ofsagróða þurfi fólk sem á í erfiðum greiðsluvandræðum að bíða mánuðum og jafnvel árum saman eftir úrlausn sinna mála.

"Afkoma bankanna og sterk eiginfjárstaða þeirra sýnir svo ekki verður um villst að þeir eiga að geta gengið mun hraðar og ákveðnar til verks. Meðan það er ekki gert og fólk í greiðsluvanda lifir í ótta og óvissu er ekki nema eðlilegt að mikil reiði ríki í garð þessara stofnana. Ég hef mikinn skilning á þessari reiði og tel að hún eigi eftir að magnast á næstunni bregðist bankarnir ekki við þessum réttmætu kröfum,“ segir Gylfi Arnbjörnsson.

Hagsmunasamtökum heimilanna þykir mikilvægt að minna á og halda því á lofti að Gylfi Arnbjörnsson var skipaður í sérfræðingahóp forsætisráðherra 27. október 2008 og átti að koma með tillögur um hvernig bregðast mætti við vanda lántakenda vegna verðtryggingar.


Niðurstaða sérfræðingahópsins var að leggja til að úrræði laga nr. 63/1985, um greiðslujöfnun fasteignaveðlána til einstaklinga, yrðu endurvakin „og þeim beitt, með nauðsynlegum breytingum, til að mæta því misgengi sem nú er að verða á tekjum einstaklinga og greiðslubyrði verðtryggðra fasteignaveðlána.“

Sérfræðingahópurinn skilaði minnisblaði til ráðherra, dags. 7. nóvember 2008, um að endurvekja lög um greiðslujöfnun. Minnisblaðið var birt sem fylgiskjal með frumvarpinu (Fylgiskjal I) og er aðgengilegt á þessari slóð: http://www.althingi.is/altext/136/s/0185.html

 

Sérfræðingahópurinn hafnaði tillögum um aftengingu vísitölunnar og gerði það að tillögu sinni að lengja í lánum heimilanna, fresta vandanum - japanska leiðin var valin, ekkert skyldi leiðrétta af ofurálögum á lán heimilanna.

Þess má geta í framhaldi af ofangreindum ummælum Gylfa frá því í gær að Hagsmunasamtök heimilanna sendu póst til hans á vormánuðum um mikilvægi þess að huga að almennum leiðréttingum á stökkbreyttum lánum heimilanna þegar kjarasamningaviðræður stóðu yfir. Við því fengu samtökin ekki svar frá forseta Alþýðusambandsins.

Erindi til Gylfa var svohljóðandi;


Sæll Gylfi
Í tilefni af því að kjarasamningaviðræðum virðist nú vera að ljúka, en ekkert hefur verið rætt um verulegar hækkanir lána sem heimilin í landinu þurfa nú að bera, þá vil ég sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna vekja athygli þína á meðsendri ályktun samtakanna.
Þáð er mikilvægt að Alþýðusambandið standi vörð um kjör heimilanna í landinu, bæði launakjör og lánakjör.
Matvara hefur hækkað gríðarlega á undanförnum misserum, um 30-50%. Matur og húsnæði er það sem heimilin þurfa til að komast af.
Húsnæðisskuldir fólks hafa hækkað mjög mikið vegna stöðutöku bankanna gegn krónunni og efnahagshruninu. Það er mikilvægt að þessar skuldir verði leiðréttar og sett verði þak á hve miklar vísitöluhækkanir er leyfilegt að setja ofan á lán heimilanna. Heimilin í landinu eru helsta grunnstoð samfélagsins og þau geta ekki tekið á sig endalausar lánahækkanir og kjaraskerðingar.

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna vill koma þessari ályktun á framfæri við þig í kjarasamningaviðræðum sem nú standa yfir;

"Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna tekur undir málflutning formanna VLFA og Framsýnar varðandi kjarasamninga-viðræður aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda.

Þá skorar stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna  á Alþýðusamband Íslands, sem er í forsvari aðildarfélaga sambandsins í viðræðum við Samtök atvinnulífisins og stjórnvöld, að halda á lofti kröfunni um að lægstu laun taki mið af nýútgefnu neysluviðmiði Velferðarráðuneytisins.  Í því sambandi minnir stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna Alþingi á að skv. 76. grein stjórnaskrárinnar hvílir sú skylda á herðum löggjafans að lögfesta lágmarks framfærsluviðmið.  Sameiginleg ábyrgð Alþingis og Alþýðusambandsins, þeirra aðila sem ber að hafa almannahag að leiðarljósi er rík.

Samtökin hafa áður látið sig viðræður um kjarasamninga varða, enda skipta lánakjör almenning ekki síður máli en launakjör, en stjórnvöld hafa látið hjá líða að bjóða fulltrúum samtakanna að stóra borðinu.  Sú afstaða er fráleit í ljósi þeirrar varðstöðu sem verkalýðshreyfingin hefur tekið um verðtrygginguna, sem í meira en þrjá áratugi hefur verið notuð til að halda uppi háum raunvöxtum á kostnað almennings.
Án þess að draga dul á hækkunarþörf launa vilja Hagsmunasamtök heimilanna benda á að krafa samtakanna um almenna leiðréttingu lána er ein öflugasta kjarabót sem völ er á. Sú leiðrétting hefði veruleg áhrif til lækkunar á framfærslukostnaði þorra almennings.  Þær afkomutölur sem nú berast úr bönkunum skjóta enn styrkari stoðum undir þá kröfu en fyrir var."


© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum