Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

HH mótmæla hlutdrægum fréttaflutningi

Hagsmunasamtök heimilanna mótmæla harðlega mjög svo hlutdrægum fréttaflutningi stöðvar 2 í gær þar sem rætt var við forsætisráðherra og vitnað í skýrslu Hagfræðistofnunar sem nú þegar hefur verið harðlega gagnrýnd bæði af hálfu samtakanna og ýmissa málsmetandi hagfræðinga. Það hefði verið ákaflega auðvelt og mun trúverðugri fréttamennska að taka viðtal við fulltrúa Hagsmunasamtaka heimilanna ásamt því að taka viðtal við hagfræðinga sem hafa verið að gagnrýna skýrsluna undanfarna daga í fjölmiðlum.



Er það skylda stöðvar 2 lögum samkvæmt að fjalla um málið af fullri hlutlægni og að hleypa sjónarmiðum samtakanna í fréttir sem eru jafn áberandi og umrædd frétt

Fréttamaður spyr; "sýnir þetta ekki svo ekki verði um villst að þessar tillögur eru óraunhæfar?"  og útbýr frétt þar sem ekkert er vitnað til gagnrýni sem fram hefur komið víða í fréttum undanfarna daga og án þess að vitna rækilega til athugasemda samtakanna sem þó eru mjög aðgengilegar á heimasíðu þeirra? Las fréttamaður skýrslu HHÍ? Las fréttamaðurinn athugasemdir HH?

Athugasemdir HH við skýrslunni

Viðbrögð HH á heimasíðu samtakanna

Pressan.is - Computer says no... - Ólafur Arnarson

Pressan.is -

Er sumt pappírsins virði? - Ólafur Margeirsson

Vísir - Skýrslan er marklaust plagg - Gunnar Tómasson


Vilja Hagsmunasamtök heimilanna í þessu sambandi vísa til laga um fjölmiðla, þar sem segir um réttindi og skyldur þeirra:


26. gr. Lýðræðislegar grundvallarreglur.
Fjölmiðlaveita skal í starfi sínu halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og standa vörð um tjáningarfrelsi. Hún skal virða mannréttindi og jafnrétti auk þess að hafa í huga friðhelgi einkalífs. Fjölmiðlaveita skal gæta þess að uppfylla kröfur um hlutlægni og nákvæmni í umfjöllun sinni um fréttir og fréttatengt efni og gæta þess að mismunandi sjónarmið komi fram, jafnt karla sem kvenna.

36. gr. Réttur til andsvara.
Aðili sem telur að lögmætir hagsmunir sínir, einkum æra eða orðspor, hafi beðið tjón af því að rangt hafi verið farið með staðreyndir í fjölmiðli hefur rétt til andsvara í viðkomandi miðli eða til annarra jafngildra úrræða. Andsvör skulu birt eða þeim miðlað þegar eftir að rök hafa verið færð fyrir beiðni þar um. Birta skal andsvör óháð formi fjölmiðils þannig að eftir verði tekið. Fjölmiðlaveitu er óheimilt að óska eftir greiðslu fyrir birtingu eða miðlun andsvars.

Fjölmiðlaveita getur synjað beiðni um andsvar við eftirfarandi aðstæður:
a. ef andsvarið fer yfir þau mörk í tíma eða lengd sem talin eru nauðsynleg til að leiðrétta staðreyndir málsins,
b. ef í andsvarinu felst annað og/eða meira en að leiðrétta staðreyndir sem fram hafa komið hjá fjölmiðlaveitunni,
c. ef andsvarið felur í sér efni sem brýtur í bága við almenn hegningarlög og er til þess fallið að gera fjölmiðlaveituna skaðabótaskylda eða er andstætt almennu siðferði,
d. ef andsvarið brýtur gegn lögvörðum hagsmunum þriðja aðila,
e. ef aðili getur ekki sýnt fram á að hann eigi einstaklingsbundinna lögvarinna hagsmuna að gæta, og
f. ef upplýsingarnar sem fjölmiðlaveitan miðlaði eru beinar tilvitnanir í gögn sem stafa frá stjórnvöldum eða dómstólum.
Synjun skv. 2. mgr. skal tilkynnt hlutaðeigandi innan þriggja sólarhringa frá því að beiðni um andsvar er sett fram.
Synji fjölmiðlaveita beiðni um andsvar skv. 2. mgr. eða bregðist ekki við beiðni aðila innan þeirra tímamarka sem þar eru tilgreind getur hlutaðeigandi beint erindi þar að lútandi til fjölmiðlanefndar sem tekur ákvörðun um hvort aðili eigi rétt á að koma andsvörum á framfæri. Ákvörðun skal tekin innan viku frá því að fjölmiðlanefnd berst erindi þar um og skal nefndin leggja fyrir viðkomandi fjölmiðlaveitu að miðla andsvari án tafar þegar við á.
Skylt er að láta þeim sem telur á sér brotið og rétt á til andsvara skv. 1. og 2. mgr. endurgjaldslaust í té afrit af því efni sem um er að ræða. Ágreining um rétt til efnis samkvæmt þessari málsgrein má einnig bera undir fjölmiðlanefnd til ákvörðunar.
Fjölmiðlaveita skal hafa aðgengilegt á heimasíðu sinni, eða með öðrum opinberum hætti, hvert aðili geti leitað telji hann að lögmætir hagsmunir sínir hafi beðið tjón. Gefa skal upp nafn, símanúmer og/eða netfang þess sem leita skal til hjá viðkomandi fjölmiðlaveitu.

11. gr. Málsmeðferð.
Erindum vegna ætlaðra brota á ákvæðum laga þessara skal beint til fjölmiðlanefndar. Fjölmiðlanefnd tekur ákvörðun um það hvort erindi sem berst henni gefi nægar ástæður til meðferðar. Við afgreiðslu mála samkvæmt lögum þessum er fjölmiðlanefnd heimilt að raða málum í forgangsröð. Þá er fjölmiðlanefnd heimilt að taka upp mál að eigin frumkvæði.
Fjölmiðlanefnd skal, eins fljótt og við verður komið, taka ákvörðun í málum vegna erinda sem til hennar er beint.


© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum