Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

Hagsmunasamtök heimilanna fara fram á aðgang að gögnum bankanna á grundvelli upplýsingalaga

Hagsmunasamtök heimilanna hafa sent fjármálaráðherra bréf þar sem óskað er eftir að ráðherrann afhendi, birti opinberlega eða veiti samtökunum aðgang að gögnum sem innihalda upplýsingar um þá samninga er varða yfirfærslu lánasafna heimilanna frá gömlu bönkunum yfir í þá nýju, þ.e. öll gögn sem nauðsynleg eru til að greina tilurð og afdrif þess afsláttar sem veittur var við yfirfærsluna.

Þetta er gert í ljósi niðurstöðu nýbirtrar skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands (HHÍ) þar sem fullyrt er  að svigrúm bankanna til niðurfærslu lána út frá fyrrgreindum afslætti sé fullnýttur.  Þessi fullyrðing er sett fram án þess að það hafi verið staðreynt með staðfestum gögnum, en í skýrslunni kemur fram að fulltrúar HHÍ hafi ekki fengið aðgang að raungögnum um yfirfærslu lánasafnanna frá gömlu bönkunum yfir í þá nýju, og bera þeir fyrir sig bankaleynd í því samhengi:

,,Vegna bankaleyndar hafði Hagfræðistofnun ekki aðgang að þessum sömu gögnum heldur byggist þessi greinargerð að langmestu leyti á opinberum upplýsingum.” (bls. 11).

Tilgangurinn með skýrslu Hagfræðistofnunar var að eyða óvissunni um svigrúm bankanna til niðurfærslu lána sem voru yfirfærð með afslætti en hækkuðu hjá lántakendum.  Hækkanir má rekja að miklu leyti til markaðsmisnotkunar sem bankarnir stunduðu og varða því ríka almannahagsmuni.  Hagsmunasamtök heimilanna meta það sem svo að nauðsynlegt sé að birta raunveruleg gögn til að eyða þessari óvissu.

Hagsmunasamtök heimilanna vísa til upplýsingalaga þar sem kveðið er á um að stjórnvöldum sé skylt að veita slíkar upplýsingar, og er það mat samtakanna að sú grein laganna sem fjallar um bankaleynd eigi ekki við í þessu tilfelli, þar sem samningar milli gömlu og nýju bankanna innihalda ekki persónugreinanlegar eða fyrirtækjagreinanalegar upplýsingar.  Samtökin vísa í bréfi sínu einnig til ummæla fjármálaráðherra á Alþingi frá 30. janúar síðastliðnum þar sem ráðherra sagði orðrétt:

En hvað varðar endurreisn bankakerfisins hef ég þá trú að þar sé ekkert sem ekki þoli skoðun og mér finnst sjálfsagt og eðlilegt, ef þar ríkir einhver tortryggni, að það ferli verði allt saman skoðað aftur á bak og áfram.


© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum