Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

Drög að samkomulagi um verklagsreglur um sértæka skuldaaðlögun

Samkomulag fjármálafyrirtækjanna er að finna í meðfylgjandi pdf-skjali en það má lesa með því að smella á "lesa meira" og svo á hlekkinn neðst í textanum.

Hagsmunasamtökum heimilanna barst skjal í hendur fyrir nokkrum dögum. Það inniheldur samkomulag dagsett 12. október  um verklagsreglur Samtaka fjármálafyrirtækja, fyrir hönd aðildarfyrirtækja sinna, Íbúðalánasjóðs og Landssamtaka lífeyrissjóða, fyrir hönd aðildasjóða sinna, um sértæka skuldaaðlögun.  Við höfum ekki viljað birta þetta skjal fyrr til að trufla ekki afgreiðslu Alþingis á frumvarpi félagsmálaráðherra til laga um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins.  Var það gert í þeirri von, að tekið yrði að einhverju leiti tillit til ábendinga okkar um víðtækt samráð allra aðila um setningu verklagsreglnanna.  Nú er ljóst að félags- og tryggingamálanefnd hlustaði ekki á áfrýjunarorð okkar, en ákvað í staðinn að kröfuhafar væru hæfastir til að setja reglunar sem ráða örlögum fjölmargra heimila í landinu.

Hafa skal í huga, að þetta eru hin sömu fyrirtæki eða bein afsprengi þeirra sem bera höfuð ábyrgð á því hvernig fyrir málum er komið.  Spurningin er hvort þessir aðilar séu hæfastir til að leiða björgunaraðgerðir.

Það er merkilegt til þess að vita, að það var tilbúið 12. október sl. eða 5 dögum áður en félagsmálaráðherra lagði þingskjal nr. 69 með frumvarpi sínu fram á Alþingi.  Þetta bendir til þess, að það eru fjármálafyrirtækin sem ákveða hvaða lög eru lögð fram og innihald þeirra.

Hagsmunasamtök heimilanna vona innilega að þau drög, sem hér eru birt, reynist ekki verða það sem viðskiptavinir fjármálafyrirtækjanna þurfa að láta yfir sig ganga. Ef þetta eru þær verklagsreglur, sem eiga að gilda, þá er erfitt að sjá hvort sé betra að gangast undir hið opinbera úrræði greiðsluaðlögunar eða hina sértæku skuldaaðlögun. Báðir kostir hneppa viðskiptavini fjármálafyrirtækjanna í skuldafangelsi og bjóða þröngan kost. Gleymdu fjármálafyrirtækin því að þau eru að tala um viðskiptavini sína?

Drög að samkomulagi fjármálafyrirtækja um verklagsreglur um sértæka skuldaaðlögun

 


© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum