Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

Vaxtahækkanir og skyldur lánveitenda

Vaxtahækkanir og skyldur lánveitenda

Hagsmunasamtök heimilanna vekja athygli á upplýsingaskyldu lánveitanda í tengslum við vaxtahækkanir. Þegar Seðlabanki Íslands hækkar meginvexti sína (stýrivexti) fylgja oftast í kjölfarið hækkanir á útlánsvöxtum hjá fjármálastofnunum. Þær eru mismiklar og háðar mati hverrar fjármálastofnunar fyrir sig, en lögum samkvæmt verður þó að vera gagnsæi um slíkar ákvarðanir og forsendur þeirra. Samtökin hafa gagnrýnt vaxtahækkanir seðlabankans og lánveitenda. Burtséð frá þeirri gagnrýni lúta lánveitendur lögum og reglum sem þeir eiga að fylgja við framkvæmd þessara hækkanna.

Tilkynningarskylda vegna vaxtahækkana

Lánveitenda ber skylda til þess að tilkynna fyrirhugaða vaxtahækkun með 30 daga fyrirvara. Við hvetjum fólk til þess að vera vakandi gagnvart auknum lánskostnaði og að lánveitendur uppfylli tilkynningarskyldu sína.

Sjá 1. mgr. 35. gr. laga um fasteignalán til neytenda:

Upplýsa skal neytenda um allar breytingar á útlánsvöxtum, á pappír eða öðrum varanlegum miðli, áður en breyting tekur gildi. Í upplýsingum skulu koma fram þær fjárhæðir sem greiða skal eftir gildistöku nýrra útlánsvaxta og, ef fjöldi eða tíðni greiðslna breytist, upplýsingar um það. Neytandi skal að jafnaði upplýstur um breytingar með 30 daga fyrirvara.

Lántakendur þurfa að hafa vakandi auga með þessum hækkunum og gera ráðstafanir í tæka tíð ef greiðslubyrði er orðin íþyngjandi. Ekki síst vegna þess að vaxtahækkanir bankanna hafa verið margar á þessu ári, eftir röð stýrivaxtahækkana seðlabankans og gætu orðið fleiri það sem eftir lifir árs. Þessar sífelldu hækkanir hafa því mikil áhrif á útgjöld heimilanna. Nánari upplýsingar um skyldur lánveitenda má finna á vef Neytendastofu í nýlegri frétt um vaxtahækkanir lána - Að velja fasteignalán (19.10.2022 Neytendastofa). 

Greiðsluerfiðleikar

Ef einstaklingar sjá fram á greiðsluerfiðleika vegna vaxtahækkana, viljum við einnig vekja athygli á skyldu lánveitenda til að aðstoða lántakendur við að leysa úr greiðsluerfiðleikum. Þetta á sérstaklega við um tímabundinn vanda, þar sem lánveitendum ber skylda til lausnamiðaðrar þjónustu við neytendur.

Sjá 38. gr. laga um fasteignalán til neytenda:

Áður en lánveitandi krefst nauðungarsölu á grundvelli samnings um fasteignalán skal neytanda veitt færi á að óska eftir úrræðum, svo sem endurfjármögnun eða skilmálabreytingu láns, sem gætu leyst greiðsluerfiðleika neytanda.

Afar mikilvægt er að einstaklingar sem lenda í slíkum greiðsluerfiðleikum snúi sér sem fyrst til lánveitanda áður en skuldbindingar þeirra falla í vanskil og óski eftir úrræðum. Eftir að vanskil hafa orðið er jafnan erfiðara að fá aðstoð heldur en ef það er gert tímanlega.

Auk þess getur fólk leitað aðstoðar Hagsmunasamtaka heimilanna, sem hafa nú ráðið til sín ráðgjafa í fullt starf til að aðstoða félagsmenn og aðra sem til samtakanna leita. Hægt er að setja sig í samband við samtökin með því að senda tölvupóst á: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Hagsmunasamtök heimilanna


© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum